Fréttablaðið - 04.07.2020, Qupperneq 52
Menningarveisla sem haldin er á sumrin býður upp á tónleika, listasýningar,
myndasýningar, umhverfissýn-
ingar, skoðunarferðir og fleira.
Einnig er starfandi Íþróttafélag,
skátafélag, leikfélag og félagsmið-
stöðin Loftið. Sólheimar eru elsta
starfandi umhverfissamfélag eða
„Eco village“ á Norðurlöndum sem
leggur stund á lífræna ræktun. Á
Sólheimum búa um 100 manns
og eru 43 þeirra fatlaðir. Starf-
semin á Sólheimum er fjölbreytt,
sem dæmi má nefna skógrækt og
garðyrkjustöðvar þar sem stunduð
er lífræn ræktun. Verslun, Listhús,
kaffihús og gistiheimili. List-
vinnustofur eru á Sólheimum með
kertagerð, listasmiðju, keramiki,
vefstofu, jurtastofu og smíðastofu.
Einnig er íþróttahús og sundlaug á
Sólheimum.
Morgunfundur
Ég tel að margir hefðu gott af því að
upplifa hreina mannelsku, náunga-
kærleik byggðan á mannrækt og
jafningjagrundvelli, eins og tíðkast
á Sólheimum. Kirkjuklukkur
Sólheimakirkju hringja alla virka
daga klukkan 9 og morgunfundur
íbúa og starfsmanna hefst. Fundur-
inn er hefð sem verið hefur í 90 ár,
til að upplýsa hvað er að gerast og
þakka fyrir góða hluti. Sumir mæta
Öflugt félagsstarf á Sólheimum
Félagsstarf Sólheima er öflugt og mikil fjölbreytni í boði. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi,
listir, íþróttir eða aðrar tómstundir. Mikil aðsókn er í alls kyns íþróttaviðburði og skátastarf.
Það er margt
um að vera fyrir
íbúa á Sólheim-
um. Valgeir
skátahöfðingi
bendir á ýmis-
legt skemmti-
legt í starfinu.
Listir og menningarstarf hafa ávallt verið snar þáttur í starfi Sólheima.
Höggmyndagarður Sólheima
var formlega opnaður 5. júlí árið
2000 og í dag prýða garðinn 14
höggmyndir eftir jafn marga lista-
menn, eins konar vísir að yfirlits-
sýningu á íslenskri höggmyndalist
1900 – 1950.
Tilgangurinn með höggmynda-
garðinum er að skapa fagurt og
menningarlegt umhverfi.
Á 90 ára afmælisári Sólheima
mun bætast við höggmyndagarð-
inn ný höggmynd eftir Hallstein
Sigurðsson, sem ber nafnið Kona
og karl og verður afhjúpuð í sumar.
Höggmyndin er gjöf velunnara
Sólheima á afmælisári.
Glæsilegar höggmyndir
Höggmyndagarðurinn á Sólheimum hefur að geyma mörg falleg verk.
Aron Ármann Jónsson er forstöðumaður kaffihúss-ins Grænu könnunnar og
verslunarinnar Völu á Sólheimum.
Hann hefur starfað þar í rúmlega
ár og segir að sér hafi komið á
óvart hversu Sólheimasamfélagið
er stórt. „Svo ríkir hér mikil mann-
gæska, samheldni og virðing fyrir
hverjum og einum, því hér fá allir
að blómstra.
Starfið er fjölbreytt. Skemmti-
legast er að rista lífrænt úrvals
kaffi fyrir íbúa Sólheima og við-
skiptavini. Starfið kom nokkuð
óvænt upp í hendurnar á mér,
þannig að ég get ekki sagt að þetta
hafi verið planlagt. Ég er ánægður
með að hafa ráðið mig í vinnu hér,
þetta er frábær staður,“ segir Aron.
„Það er þægilegt að búa hér og
sleppa við bílaraðir og stress. Hér
er mikið félagslíf og margt fólk
á mínum aldri. Á Sólheimum er
endalaust margt hægt að gera og
skoða, umhverfissetrið Sesseljuhús,
aldingarðinn Öl, þar sem ræktuð
eru epli og alls kyns ávextir, græn-
meti og krydd,“ segir hann.
„Margar gönguleiðir eru á
svæðinu og þar er einnig að finna
trjásafn og Tröllagarð. Hér eru
haldnir tónleikar alla laugardaga
yfir sumartímann. Ég mæli svo
klárlega með að heimsækja Völu
Grænu sem er mikil upplifun, því
þar er hægt að fá úrvals lífrænt Sól-
heimakaffi, heimabakaðar kökur
og gæða sér á grænmetissúpu.“
Hér fá allir að blómstra
Aron og Lísa Maculan í Kaffibrennslunni á Sólheimum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
fyrir fundinn og stunda morgun-
leikfimi og jóga.
Íþróttafélagið Gnýr
Allt íþróttastarf er undir merkjum
Íþróttafélagsins Gnýs, sem var
stofnað 1983.
Við hvetjum til heilbrigðs líf-
ernis, með góðu framboði á reglu-
legri hreyfingu sem bætir heilsu,
vellíðan og getur verið einn hluti
af meðferð við mörgum algengum
sjúkdómum og lífsstílstengdum
vandamálum. Það eru margir
skemmtilegir hreyfimöguleikar
í íþróttahúsinu, eins og boccia,
bandí, badminton, körfubolti í sal,
en í kjallara er tækjasalur, boxpúði
og nuddaðstaða. Úti er frisbíkarfa,
fótboltavöllur og golfæfingabraut.
Um sextán manna hópur stundar
boccia reglulega og tekur þátt í
nokkrum mótum HSK og Íþrótta-
sambands fatlaðra árlega.
Kvennahlaup Sólheima og Sjó-
vár er fastur liður og ávallt vel sótt.
Annað hlaup er Sólheimahlaup og
Frískir Flóamenn.
Hjólað í sýndarveruleika
Nú er svo komið að sumir íbúar
eru farnir að eldast en vilja áfram
stunda skemmtilega hreyfingu
sem hægt er að stunda allt árið,
því var hrundið af stað ósk um
stuðning við að fjárfesta í tveimur
hjólum sem tengd verða við skjá og
hægt verður að hjóla hvar og hvert
sem er í sýndarveruleika.
Skátafélag Sólheima
Skátafélag Sólheima er 35 ára.
Stofnendurnir, Gummi Páls og
Gaui litli, settu mark sitt á starfið
og ég verð að nefna skáta eins og
Kristján Má Ólafsson, sem heilsaði
að skáta sið alla daga og Árna Alex-
andersson, legómeistara Íslands,
þeir lifðu sem skátar en báðir eru
þeir fallnir frá.
Rótað í moldinni
Sesselja kynntist fræðum og
aðferðum mannspekingsins
Rudolfs Steiners. Undirritaður var
sendur til Englands á námskeið í
vistræktun, „permacultur“ 2012,
hjá Patrick Whitefield heitnum,
sem var einn af þessum alvöru
leiðtogum sem minntu svo oft á
að mannkynið þurfi að aðlagast
náttúruöflunum, móðir jörð getur
vel lifað og blómstrað sem aldrei
fyrr án okkar. Þegar heim kom
og samkvæmt kenningum og
aðferðum, fór ég að róta í moldinni
og Tröllagarður varð til. Garðurinn
er gerður af íbúum Sólheima fyrir
íbúa Sólheima. Það er fátt eins
dásamlegt og að skjótast í Trölla-
garð og sækja krydd og salat fyrir
kvöldmatinn.
Sundlaug Sólheima
Sundlaug sem er 6 x 12 metrar
ásamt heitum potti. Sundlaugin
hefur verið lokuð í tæp tvö ár
vegna viðgerða. Verklok eru áætluð
í lok sumars 2020 og nýtt sturtu- og
skiptiklefahús er áætlað árið 2021.
Leikfélag Sólheima
Leikfélagsstarfið er einstakt þar
sem um 40 fatlaðir og ófatlaðir
íbúar Sólheima taka þátt í sýning-
unni árlega.
Höfundur: Valgeir Fridolf Backman
6 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RSÓLHEIMAR 90 ÁRA