Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 53

Fréttablaðið - 04.07.2020, Side 53
Listsköpun hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Sólheima. Listasmiðjurnar eru fimm og er starfsemin leidd af Karen Ósk Sigurðardóttur, ásamt fagstjórum. Áhersla er lögð á notkun náttúrulegs hráefnis, endurnýtingu og endurvinnslu í listsköpuninni, en allar listasmiðj- ur Sólheima hafa þetta leiðar- ljós, um leið og þær bjóða íbúum Sólheima fjölbreytt störf, þar sem skapaðir eru fallegir og hand- gerðir listmunir og handverk. Margir listamenn Sólheima hafa getið sér gott orð og má þar nefna karlana hans Einars Baldurssonar, sem unnir eru eftir teikningum listamannsins, Erlu Björk Sig- mundsdóttur, en útsaumsverk hennar njóta sérstakrar athygli og hrifningar, að ógleymdum dopp- óttu rjúpunum hans Kristjáns Atla Sævarssonar, sem hafa heldur betur slegið í gegn. Sérstök yfirlits- sýning á verkum íbúa Sólheima er haldin ár hvert og er hún liður í Menningarveislu Sólheima. Listin blómstrar á fallegum stað Á Sólheimum gefst fólki kostur á ýmiss konar atvinnu, virkniþjálfun, hæfingu eða dagþjálfun, eftir þörfum og getu. Flestir starfa á einhverjum af fimm vinnustofunum. Kertagerð Starfsemi kertagerðarinnar hefur breyst töluvert á undanförnum árum og hefur verið leitast við að skapa ný verkefni, sem henta þeim einstakl- ingum sem þar starfa. Fagstjóri kertagerðar var Sigrún Elfa Reynisdóttir. Vefstofa Vefstofan býður upp á ýmis fjölbreytt störf. Á vefstofunni eru fjórir stórir vefstólar og hafa þeir helst verið nýttir til að vefa gólfmottur, borðdúka, efni í töskur og ullarábreiður. Fagstjóri vefstofu er Erna Jóns- dóttir. Trésmiðja Aðstaðan er vel nýtt í sérverkefni félagsþjónustu með íbúum, og tilfall- andi viðgerðum á trémunum og öðru. Sigurjón Jónsson er fagstjóri. Leirgerð Verkefnin í leirgerð voru að venju fjölbreytt; listaverk og nytjahlutir í bland. Sköpunargleðin hefur fengið lausan tauminn og starfsmenn hafa verið hvattir til að koma með nýjar hugmyndir að verkefnum. Það hefur leitt til margra áhugaverðra verka og ánægju meðal starfsfólks. Að auki voru klassísku Sólheimarjúpurnar afar vinsælar. Fagstjóri leirgerðar er Egill Valdimarsson. Listaverk verður til í listasmiðjunni og vandað til verka með mikilli athygli. Ólafur Már Guðmundsson er fagstjóri. Þeir eru fallegir munirnir sem verða til á Sólheimum. Falleg listaverk eftir heimamenn á Sólheimum til sölu. Unnið af miklu listfengi í lista- smiðjunni. Eitt af mörgum fallegum verkum á Sólheimum. 7 L AU G A R DAG U R 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 SÓLHEIMAR 90 ÁRA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.