Fréttablaðið - 04.07.2020, Page 68

Fréttablaðið - 04.07.2020, Page 68
EYÐING EINS OG SÚ SEM VIÐ ERUM AÐ LÝSA GERIST MJÖG HRATT, SÓLIN HÆTTIR AÐ SKÍNA OG SKUGGI FELLUR Á ALLT. Nú á sunnudag, 5. júlí, verður sý ning in Solastalgia opnuð í Listasafni Íslands og er hún fyrsta sýning í gagnaukn- um veruleika hér á landi. Hún er eftir frönsku leikstjórana Antoine Viviani og Pierre-Alain Giraud. Gabríela Friðriksdóttir myndlistar- maður er sviðsmyndahönnuður sýningarinnar. Sýningin er í sal 1 og tekur 10 manns í einu. Hún varir í um hálf- tíma og hægt er að velja um þrjú mismunandi tungumál, íslensku, ensku og frönsku. Gestir ganga inn í innsetninguna með Hololens 2-höfuðbúnað og kanna jörðina við endalok mannkyns og sjá brak, rústir og vofur. Eftir að öllu er lokið „Við Pierre-Alain höfum unnið mikið saman, hann hefur gert með mér teiknimyndir og myndbönd. Fyrir rúmum tveimur árum byrj- Heimspekilegt og ljóðrænt ferðalag Í Listasafni Íslands er sýning í gagnaukn- um veruleika. Gabríela Friðriksdóttir er sviðsmyndahönnuður sýningarinnar. Ólafur Egill Egilsson er nú að leggja lokahönd á leik-rit sem byggir á höfundar- verki og ævi listakonunnar Ástu Sigurðardóttur (1930-1971). Ásta var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykja- víkur um miðbik síðustu aldar. Myndverk hennar, sögur, greinar og ljóð vöktu aðdáun og hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs hennar og höfundarverks óljós. Ólafur Egill gekk til liðs við Þjóðleikhúsið nú í vor og er hluti af nýju fastráðnu teymi listrænna stjórnenda við leikhúsið. Ásta er fyrsta verkið sem Ólafur Egill vinnur eftir að hann tók við nýrri stöðu í leikhúsinu. Fyrir- hugað er að frumsýna verkið í Kass- anum snemma á næsta ári. Í þessu nýja verki bregður Ólafur upp svipmyndum af Ástu og skáld- Ólafur Egill skrifar verk um Ástu Sigurðardóttur Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Gabríela Friðriksdóttir er sviðsmyndahönnuður sýningarinnar, þar sem rústir koma mjög við sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK uðum við, ásamt Antoine, að vinna við þetta verkefni. Ég sá f ljótt að ég þyrfti að afmarka mig einvörð- ungu við innsetningu verksins vegna anna í myndlistinni og einn- ig vegna þess hversu verkefnið vatt upp á sig. Við dvöldum fyrst í bústað í Borgarfirðinum og prófuðum alls konar hugmyndir og veltum því fyrir okkur hvernig yrði umhorfs eftir að öllu væri lokið hér á jörð- inni. Sýningin var síðan fullunnin í Frakklandi. Við f luttum f lest varðandi innsetninguna hingað. En sandurinn sem við notum hér er frá Steypustöðinni, tekinn úr Vatns- skarðsnámu. Við notum þau jarð- efni sem eru í löndunum þar sem við sýnum,“ segir Gabríela. Hún segir samvinnuna hafa verið afar skemmtilega. „Mér finnst áhugavert að vinna með stórar inn- setningar með fjölbreyttum hópi fólks og þar sem mikið er notað af náttúrulegum efnum. Þessi sýning fjallar um umbreytingar og hverful- leikann og ferðalagið í gegnum hana er bæði heimspekilegt og ljóðrænt.“ Sálir á kreiki Spurð hvernig hún hafi séð fyrir sér jörðina eftir endalokin segir hún: „Í byrjun vorum við að velta fyrir okkur að láta rústirnar í inn- setningunni minna á fornminjar en hættum við það og færðum útlitið nær okkar tímum. Eyðing eins og sú sem við erum að lýsa gerist mjög hratt, sólin hættir að skína og skuggi fellur á allt. Ég sá fyrir mér að sálirnar soguðust inn í einhvers konar kubblaga gagnakuðung, sam- kvæmt hugmyndinni um að þó að líkamarnir hverfi séu sálirnar ennþá á kreiki.“ Sýningin var frumsýnd í Rennes í Frakklandi í fyrrahaust og auk Íslands er fyrirhugað að hún verði sýnd í Finnlandi, Suður-Kóreu og Bandaríkjunum, en af skiljanlegum ástæðum er þó ekki vitað nákvæm- lega hvenær. Ásta Sigurðar- dóttir á sér fjölda aðdá- enda, sem hlakka til leik- sýningarinnar. Ólafur Egill Egilsson fjallar um verk og ævi Ástu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI skap hennar. Fléttað er saman sögum Ástu af lítilmagnanum, utangarðsmönnum og konum í átökum við umhverfi sitt og öfga- fullu lífi listakonunnar sjálfrar. Sigríður Thorlacius söngkona og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar færa ljóð Ástu í tónlistarbúning og endurspegla tíðarandann í gegnum tónlist tíma- bilsins. – kb Gunnhildur Þórðardóttir my nd list ar maðu r sý nir verk á sýningunni Leysingar í SÍM-salnum. Á sýningunni eru ný verk unnin 2019-20 bæði tví- og þrí- víð. Sýningin stendur til 24. júlí og verður opin á skrifstofutíma SÍM milli klukkan 10-16 alla virka daga. Gunnhildur lauk tvíhliða BA- námi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006 og lauk viðbótar- diplóma í listkennslu við LHÍ á haustönn 2019. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar auk þess að taka þátt í samsýningum í Lista- safni Íslands, Hafnarborg, Lista- safni Reykjanesbæjar, Norræna húsinu, 002 galleríi og Tate Britain. Leysingar Gunnhildar Heima er y f irskrift ljós-myndasýningar í Gallery Stokki á Stokkseyri en þar sýnir Hanna Siv Bjarnardóttir. Hún heimsótti nokkra af eldri íbúum Stokkseyrar og myndaði þá og heimili þeirra. Heimilið endur- speglar persónuleika og sögu fólks og það vekur ekki síst áhuga hjá ljós- myndaranum Hönnu. „Mér finnst áhugavert að sjá hvaða hlutum fólk safnar að sér í gegnum ævina. Í litlu samfélagi þekkjast allir og vita nokkurn veg- inn hvað er að gerast í lífi hvers og eins. Ég kannast við allt fólkið sem ég heimsótti en hafði komið heim til fæstra. Það er skemmtileg upplifun að koma í heimsókn til alls þessa fólks og sjá hvernig það hefur komið sér fyrir,“ segir Hanna. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. júlí. Hanna útskrifaðist úr Ljós- myndaskólanum árið 2017. Hún hefur haldið nokkrar sýningar og tekið þátt í samsýningum. Ljósmyndasýning Hönnu á Stokkseyri Eitt af verkum Gunnhildar Þórðar- dóttur á sýningunni í SÍM-salnum. Hanna myndar húsgögn og hluti. 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.