Fréttablaðið - 12.08.2020, Blaðsíða 6
Ferðaþjónustan er
ekkert annað en
fólkið sem vinnur í þessari
grein og það eru 25 þúsund
manns sem hafa beina
atvinnu af henni.
Jóhannes Þór Skúlason
RÚSSLAND Vla dimír Pútín Rúss-
landsforseti hefur tilkynnt að
vísindamenn í landinu séu búnir
að þróa bóluefni við COVID-19.
„Í fyrsta sinn í heiminum höfum
við skráð nýtt bóluefni gegn nýju
kórónaveirunni í morgun,“ sagði
Pútín í sjón varps út sendingu frá
ríkis stjórnar fundi í gær.
Bóluefnið ber nafnið Spútnik,
eftir fyrsta gervihnettinum sem
skotið var upp af Rússum á sjötta
áratugnum. Alls stendur til að bólu-
setja milljónir Rússa, en byrjað verð-
ur að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk
í lok mánaðarins.
Bóluefnið á eftir að fara í gegnum
þriðja stig prófana þar sem áhrif
þess eru rannsökuð á stóran hóp.
Margir vísindamenn hafa sett stórt
spurningarmerki við hvort Rússar
séu að hlaupa á sig með því að ætla
að bólusetja almenning með bólu-
efni sem hefur ekki staðist allar
prófanir: „Þetta kallast að breyta
reglunum. Þetta er að stytta sér leið,“
sagði J. Stephen Morrison hjá hug-
veitunni CSIS, við Washington Post.
Pútín segir að tilraunir við Gamal-
eya-stofnunina í Moskvu hafi leitt í
ljós að bóluefnið sé öruggt og veiti
langvarandi vörn gegn veirunni.
„Dóttir mín sprautaði sig sjálf. Eftir
sprautuna fór hitinn hennar upp í 38
gráður, daginn eftir var hitinn rétt
yfir 37 gráðum,“ sagði Pútín.
Áhyggjur af bóluefninu eru einnig
til staðar innan Rússlands. Samband
klínískra rannsakenda í Rússlandi
sendi bréf til heilbrigðisyfirvalda
þar sem þau eru vöruð við því að
notkun þess á þessu stigi geti verið
hættuleg. „Þetta er Pandórubox og
við vitum ekkert hvað getur gerst
þegar fólk er sprautað með ópróf-
uðu bóluefni,“ sagði Svetlana Zavi-
dova yfirmaður sambandsins við
Bloomberg. – ab
Pútín heldur því fram að nýtt bóluefni við COVID-19 sé öruggt
Pútín greindi frá samþykkt bólu-
efnisins í gær. MYND/EPA
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir að ef allir ferðamenn hefðu þurft að fara í 14 daga sóttkví
hefði Ísland tapað um 30 til 40 milljörðum í gjaldeyristekjur á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK.
DANMÖRK Sjö ára deilum sveitar-
félaga og grunnskólakennara í Dan-
mörku um vinnutíma er loks lokið.
Landssamband sveitarfélaga og
danska Kennarasambandið náðu
samkomulagi um málið í gær, en
kennarar eiga eftir að greiða atkvæði
um það.
Árið 2013 var ráðist í umfangsmikl-
ar umbætur á danska grunnskóla-
kerfinu. Ekki náðist hins vegar sátt
um breytingar á vinnufyrirkomu-
lagi og gripu sveitarfélög til þess ráðs
að setja verkbann á kennara. Þingið
leysti svo úr f lækjunni með því að
binda vinnutíma kennara í lög.
Samkomulagið sem náðist í gær
gerir það hins vegar að verkum að
vinnutími verður aftur samkomu-
lagsatriði milli samtaka kennara og
sveitarfélaganna.
Per n i l le Ro s en k r a nt z-T hei l
menntamálaráðherra segir það gríð-
arlega mikilvægt fyrir skólakerfið og
kennara að samkomulag hafi náðst.
Það hafi aldrei verið meiningin að
binda vinnutímann í lög.
Í fréttatilkynningu frá Kennara-
sambandinu segir að samkomulagið
feli í sér nýjar leiðir til að semja um
vinnutíma. Nú verði kennurum
tryggð aðkoma að ákvörðunum um
hvernig sveitarfélög og skólar for-
gangsraða vinnutíma þeirra. – sar
Náðu sátt um
vinnutímann
UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðherrar
Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj-
anna skora á yfirvöld í Hvíta-Rúss-
landi að hætta ofsóknum á hendur
stjórnarandstæðingum í landinu og
að virða frelsi og mannréttindi.
Þetta kemur fram í sameiginlegri
yfirlýsingu þeirra sem send var út í
gær. Ráðherrarnir lýsa sérstökum
áhyggjum af of beldi gagnvart mót-
mælendum sem safnast hafa saman
í kjölfar forsetakosninga sem fram
fóru síðastliðinn sunnudag. Í yfir-
lýsingunni segir að kosningarnar
hafi hvorki farið fram í samræmi
við alþjóðlegar skuldbindingar
Hvíta-Rússlands né staðist alþjóðleg
viðmið um lýðræði og réttarríki.
Alexander Lukashenko, sem
verið hefur forseti síðustu 26 árin,
var samkvæmt opinberum tölum
endurkjörinn með tæplega 80 pró-
sentum atkvæða. Helsti keppinaut-
ur hans, Svetlana Tikhanovskaya,
hlaut tæp sjö prósent. Hún flúði til
Litháen á mánudag en í myndbandi
á YouTube segist hún hafa gert það
barna sinna vegna. – sar
Skora á Hvít-
Rússa að virða
mannréttindi
Óeirðalögregla handtekur mann á
minningarathöfn í Minsk þar sem
mótmælanda sem lést í átökum við
lögreglu var minnst. MYND/GETTY
FERÐAÞJÓNUSTA Gjald eyris tekjur
Ís lands af er lendum ferða mönnum
frá 15. júní til dagsins í dag eru á
bilinu tólf til fjórtán milljarðar
króna, samkvæmt Samtökum ferða-
þjónustunnar (SAF). Hagfræðilegar
greiningar SAF áætla að frá 15. júní
til loka ágúst verði gjaldeyristekjur
af erlendum ferðamönnum á bilinu
20 til 23 milljarðar króna.
„Það eru um það bil níu milljarðar
í gjald eyris tekjur í júlí sem eru að
koma inn sem neyslu-og far gjalda-
tekjur,“ segir Jóhannes Þór Skúla-
son, fram kvæmda stjóri SAF.
Ferða mála stofa á ætlar að rúm-
lega 60.000 er lendir ferða menn
muni heim sækja Ís land í ágúst.
„Þeir verða líklega færri en við
áttum okkur ekki al menni lega á
hversu mikið færri en ef það verður
svipað og í júlí þá eru það aðrir níu
til tíu milljarðar,“ segir Jóhannes.
Hann segir ljóst að hefðu allir
sem kæmu til landsins þurft að
fara í fjórtán daga sóttkví hefði
verið hægt að loka allri ferðaþjón-
ustu fyrir erlenda ferðamenn. „Þá
værum við að horfa upp á 30 til 40
milljarða að minnsta kosti af gjald-
eyris tekjum, sem koma þá ekki inn
í landið eða fyrir tækin í landinu á
þessu ári,“ segir Jóhannes.
Brott farir er lendra far þega frá
landinu um Kefla víkur flug völl voru
45.600 í ný liðnum júlí sam kvæmt
talningu Ferða mála stofu og Isavia,
eða 80,3% færri en í júlí í fyrra,
þegar þær voru um 231 þúsund
talsins. Danir voru fjölmennastir í
júlí eða ríf lega fimmtungur brott-
fara og fjölgaði þeim um þriðjung
frá júlí í fyrra. Næst fjöl mennastir
voru Þjóð verjar (20,2%) en þeir voru
ríf lega helmingi færri en í fyrra.
Spurður um hversu mörg störf
til við bótar hefðu tapast ef landa-
mæri landsins hefðu ekki verið
opnuð 15. júní, segir Jóhannes ó-
mögu legt að á ætla það. „Við teljum
hins vegar að það sé alveg ljóst að
staða fjöl margra fyrir tækja hefði
verið miklu verri núna í sumar og
eftir sumarið heldur en hún er.
Það sem hefur gerst í sumar er að
inn lendi markaðurinn hefur haft
á hrif og síðan höfum við verið að
fá um 20% af fjöldanum sem við
vorum að fá inn í fyrra af er lendum
ferða mönnum.“ Jóhannes segir
að það gefi auga leið að þau fyrir-
tæki sem berjast í bökkum eigi nú
meiri mögu leika á að halda starfs-
fólki yfir veturinn. „Það má ekki
gleyma því að fjöldi fyrir tækja í
ferða þjónustunni getur ekki nýtt
inn lenda markaðinn. Menn horfa
alltaf á hótel og veitingar og það eru
greinar sem geta nýtt sér inn lenda
markaðinn á gæt lega en hóp ferða-
bílar, bíla leigu bílar ferða þjónustu-
skrif stofur eru dæmi um fyrir tæki
sem eiga enga eða minni mögu leika
að nýta sér innan lands markaðinn
að sama marki,“ segir Jóhannes.
Hann telur mikil vægt fyrir
um ræðuna í sam fé lag inu að
hætta að setja hagsmuni ferða-
þjónustunnar upp á móti hags-
munum sam fé lagsins. „Ferða-
þjónustan er ekkert annað en
fólkið sem vinnur í þessari grein og
það eru 25 þúsund manns sem hafa
beina at vinnu af henni og senni-
lega um 10 til 15 þúsund í við bót
sem hafa ó beina at vinnu af henni.
Síðan hefur hún á hrif á verslun og
þjónustu og alls konar um allt land,“
segir Jóhannes. mhj@frettabladid.is
Á ætla um 20 milljarða tekjur
af er lendum ferða mönnum
Þrefalt fleiri Danir heimsóttu Ísland síðastliðinn júlí en á sama tíma í fyrra. Yfir 45.000 erlendir ferða-
menn heimsóttu Ísland í síðasta mánuði. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að gjaldeyristekjur af erlend-
um ferðamönnum í sumar verði rúmlega 20 milljarðar króna. Óvissa ríkir um fjölda ferðamanna í ágúst.
BANDARÍKIN Joe Biden, forseta-
frambjóðandi Demókrataflokksins
í Bandaríkjunum, tilkynnti í gær
að Kamala Harris yrði varaforseta-
efni sitt. Forsetakosningar fara fram
þann 3. nóvember næstkomandi.
Harris er 55 ára og er öldunga-
deildarþingmaður Kaliforníuríkis.
Hún þótti líklegust til að verða fyrir
valinu hjá Biden, sem hafði tilkynnt
að hann myndi velja konu.
Harris er aðeins þriðja konan í
sögunni til að verða varaforsetaefni
hjá stóru flokkunum tveimur. Ger-
aldine Ferrano var varaforsetaefni
Walter Mondale 1984 og Sarah Palin
hjá John McCain 2008. Harris getur
orðið fyrsti kvenkyns varaforsetinn,
því bæði Mondale og McCain töpuðu
í kosningunum. Sjálf tók Harris þátt í
forvali Demókrataflokksins fyrir for-
setakosningarnar, en hún dró fram-
boð sitt til baka í desember á síðasta
ári. Þrátt fyrir að hafa deilt nokkuð
við Biden meðan á forvalinu stóð lýsti
Harris síðar yfir stuðningi við hann.
Þau Biden og Harris munu halda
ávörp á samkomu í Wilmington í
Delaware í dag. Strax eftir að Biden
tilkynnti um val sitt á Twitter fóru
að berast stuðningsyfirlýsingar við
Harris. Bæði frá konum sem einn-
ig komu til greina eins og Stacey
Abrams og Gretchen Whitmer, en
einnig frá Bill Clinton og Nancy
Pelosi. – sar
Kamala Harris verður varaforsetaefni Joe Biden
Biden og Harris eftir kappræður í forvali demókrata í fyrra. MYND/GETTY
1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð