Fréttablaðið - 12.08.2020, Page 21

Fréttablaðið - 12.08.2020, Page 21
Þróunin í mið- bænum hefur ekki verið góð að vissu leyti [...] Þetta hefur leitt af sér töluverðan flótta. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags Engin einkafyrir- tæki eru að fara að stækka verulega við skrif- stofurýmið á næstu miss- erum. Þessi geiri er búinn að breytast og verður aldrei eins. Tómas Hilmar Ragnarz, fram- kvæmdastjóri Regus 50 40 30 20 10 -10 -20 -30 -40 ✿ Raunverð atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu ✿ Aukið framboð á atvinnuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur 120 100 80 60 40 20 0 0 n Ársbreytinga verðs n Verðvísitala Ár sb re yt in ga r v er ðs Verðvísitala 01.03.2008 100,00 80,87 -19% 76,65 -21% 01.12.2011 37,24 -63% 01.06.2019 97,08 01.03.2000 01.03.202001.03.2010 Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans verða um 1,8 milljörðum króna dýrari en frumáætlun frá árinu 2017 gerði ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nýbygging Landsbankans Rýmið sem Landsbankinn mun leigja út eða selja frá sér Stærð: 6.500 fermetrar Áætluð verklok: 2022 Húsnæði Landsbankans Rýmið sem losnar þegar Landsbankinn flytur sig um set Stærð: 21 þúsund fermetrar Flutningar: 2022 Skrifstofur Alþingis Rýmið sem losnar þegar skrifstofur Alþingis verða fluttar Stærð: 4.500 fermetrar Flutningar: 2023 Kirkjusandsreitur Uppbygging á nýju skrifstofuhúsnæði Stærð: 7 þúsund fermetrar Áætluð verklok: 2023 Hagræðing Skattsins Hagræðing við flutninga í minna húsnæði Hagræðing: 5 þúsund fermetrar Flutningar: 2021 Stjórnarráðsreiturinn (áætlað) Rýmið sem getur losnað við flutninga ráðuneyta  yfir í fyrirhugaða nýbyggingu á Stjórnarráðsreit Stærð: 24 þúsund fermetrar (áætlað) Flutningar: Óvíst Grósku í Vatnsmýrinni að leigja út húsnæði. „Samkvæmt mínum heimildum er búið að ráðstafa um 75 pró- sentum af húsinu. Húsið er tæplega 18.000 fermetrar auk bílakjallara og því búið að ráðstafa um 13.500 fermetrum.“ Miklar hreyfingar Fyrsta skóf lustungan að nýbygg- ingu Alþingis, sem mun standa á milli Kirkjustrætis, Vonarstrætis og Tjarnargötu og verður 6 þúsund fermetrar að stærð, var tekin fyrr á þessu ári. Í byggingunni verður sameinuð á einum stað öll starf- semi nefndasviðs, skrifstofur þing- manna og funda- og vinnuaðstaða þingf lokka. Verklok eru áætluð 2023. Alþingi hefur um árabil leigt aðstöðu, sem nemur um 4.500 fermetrum, fyrir starfsemi sína í nokkrum húsum að Austurstræti. Aðstaðan er að mestu í leyti í eigu fasteignafélagsins Reita sem mun þurfa að finna nýja leigutaka. Einnig er unnið að uppbyggingu á skrifstofuhúsnæði á Kirkjusands- reitnum við gömlu höfuðstöðvar Íslandsbanka. Húsnæðið verður rúmlega 7 þúsund fermetrar. Auk þess eru uppi áform um upp- byggingu á svokölluðum Stjórnar- ráðsreits sem markast af Ingólfs- stræti, Skúlagötu, Klapparstíg og Lindargötu. Gert er ráð fyrir að f lest og jafnvel öll ráðuneyti muni f lytja í bygginguna en samkvæmt úttekt Framkvæmdasýslu ríkisins frá árinu 2016 voru ráðuneytin þá að nota samtals um 24 þúsund fer- metra. Öll ráðuneytin eru staðsett í miðborginni eða miðsvæðis og því losnar um verulegt skrifstofuhús- næði ef ráðist verður í uppbyggingu á reitnum. Þá leitar Skatturinn, sem varð til við sameiningu Ríkisskattstjóra og Tollstjóra, og Skattrannsóknar- stjóri, að nýju sameiginlegu hús- næði. Í dag er húsakostur Skattsins að Laugavegi og í Tollhúsinu að Tryggvagötu en Skattrannsóknar- stjóri er í Borgartúni. Samtals er um að ræða 15 þúsund fermetra en áætlun Framkvæmdasýslu ríkisins gerir ráð fyrir hagræðingu upp á 5 þúsund fermetra. Ef allt er tekið saman, það er að segja uppbygging á nýju húsnæði sem ekki hefur nú þegar verið ráðstafað, rýmið sem f lutningar stofnana og ríkisfyrirtækja skilja eftir sig og fyrirhuguð hagræðing ríkisstofnana á skrifstofuhúsnæði, þá nemur umfangið, sem kemur inn á markaðinn á næstu þremur árum, 44 þúsundum fermetrum. Ef gert er ráð fyrir að byggt verði á Stjórnar- ráðsreitnum, að öll ráðuneyti sam- einist þar undir einu þaki og losi sig við núverandi skrifstofuhúsnæði, hækkar sú tala í 68 þúsund. Miðbærinn þurfi að ganga í gegnum breytingar Garðar Hannes Friðjónsson, for- stjóri Eikar fasteignafélags, segir að gera þurfi skýran greinarmun á skrifstofuhúsnæði í miðbænum og annars staðar. Í heild sinni sé markaðurinn fyrir skrifstofuhús- næði í góðu standi en miðbærinn eigi undir högg að sækja. „Þróunin í miðbænum hefur ekki verið góð að vissu leyti. Fólk hefur kvartað yfir framkvæmdum, aðgengi, skorti á bílastæðum og miklum kostnaði við að leggja í miðbænum. Þetta hefur leitt af sér töluverðan f lótta úr miðbænum,“ segir Garðar. „Á styttri endanum er ég svart- sýnn á þróunina í miðbænum en til lengri tíma litið er ég bjartsýnn. Það mun til dæmis gjörbreyta stöðunni þegar Borgarlínan verður tekin í gagnið þannig að fólki verði auð- veldað að fara niður í bæ,“ bætir Garðar við. „Ég hef trú á því að miðbærinn eigi eftir að blómstra en hann á eftir að ganga í gegnum breytingar.“ Þá nefnir Garðar að Eik geti brugðist við breyttum aðstæðum á markaði með því að umbreyta eign- um sínum og notkunarmöguleikum þeirra. Til dæmis með því að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. „Það er ekki útilokað að það verði breytt notkun á eignum okkar niðri í bæ.“ Verð lækkar ef markaðurinn virkar Tómas Hilmar Ragnarz, fram- kvæmdastjóri og eigandi Regus, bendir á að mikið framboð geti haft raskandi áhrif á markaðinn. „Það er að koma framboð af stóru skrifstofurými í miðborginni sem myndar þrýsting á verðið. Ef mark- aðurinn virkar sem skyldi mun verð lækka,“ segir Tómas en bætir við að öfugt við stórt skrifstofurými sé of lítið framboð af minna skrifstofu- rými. Verðvísitala atvinnuhúsnæðis lækkaði um tæp 12 prósent að raunvirði á milli ára á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs samkvæmt greiningu sem Seðlabanki Íslands birti í ritinu Fjármálastöðugleiki um mitt sumar. Veltan á markað- inum minnkaði sömuleiðis. „Þar sem áhrif farsóttarinnar komu ekki fram af fullum þunga fyrr en í lok ársfjórðungsins og náðu hámarki eftir að honum lauk er líklegt að frekari verðlækkunar sé að vænta í mælingu annars árs- fjórðungs,“ skrifuðu greinendur Seðlabankans. „Því gæti á komandi misserum reynt á viðnámsþrótt bæði þeirra sem eiga og þeirra sem fjármagna atvinnuhúsnæði.“ Fyrir fjármálahrunið í október 2008 hafði verð atvinnuhúsnæðis náð hápunkti í mars á sama ári. Í lok árs 2008 hafði verðið lækkað um 19 prósent. Það náði lágpunkti í desember 2011 og hafði þá lækkað um samtals 63 prósent. Verð á atvinnuhúsnæði hækkaði síðan verulega á árunum 2012 til 2019 og náði hápunkti í júní það árið. Frá júní 2019 til mars 2020 lækkaði verðið um 21 prósent. Enginn mun stækka við sig Tómas hjá Regus segir að markaður- inn hafi gjörbreyst í febrúar þegar kórónaveirufaraldurinn skall með fullum þunga á heimsbyggðinni. Markaðurinn hefur samt verið að breytast mikið síðustu ár í þá átt að það er krafa um meiri sveigjanleika en gamla módelið býður upp á. „Stórfyrirtæki úti í heimi eru segja starfsfólki að vinna heima hjá sér út árið og langt inn í næsta ár. Fjarvinna er ekkert tiltökumál lengur og það verður sífellt meiri krafa um að vinna nálægt heimil- inu. Þessi hugmynd um að keyra bæinn endilangan til þess eins að sitja fyrir framan tölvuskjá er úrelt. Við sjáum merki þess um allan heim hjá samstarfsaðilum okkar og einn- ig á Íslandi,“ segir Tómas. Breytt viðhorf gagnvart vinnu- aðstöðu starfsfólks er komið til að vera í einkageiranum að mati Tómasar. Fyrirtæki sjá tækifæri í sveigjanlegu fyrirkomulagi þannig að leigukostnaður verði breytilegur og sveiflist í takt við umsvifin. Hins vegar ríkir gamli hugsunarháttur- inn enn hjá hinu opinbera. „Engin einkafyrirtæki eru að fara að stækka verulega við skrifstofu- rýmið á næstu misserum. Þessi geiri er búinn að breytast og verður aldr- ei eins,“ segir Tómas. „Það sama er ekki hægt að segja um ríkisfyrirtæki og opinberar stofnanir þar sem tilhneigingin verður áfram sú að sameinast í risa- stóru rými, helst í nýbyggingu mið- svæðis, og þá losnar rýmið þar sem stofnanirnar eru nú.“ Samtals aukið framboð: 44 þúsund fermetrar Samtals með Stjórnarráðsreit: 68 þúsund fermetrar MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.