Fréttablaðið - 12.08.2020, Side 23
Stærsti lærdómur-
inn okkar hefur
verið að skilja hversu
mikilvægt náið samstarf við
væntanlega viðskiptavini og
samstarfsaðila er.
Samkeppni er erfið ef keppi-nauturinn er tilbúinn í tap-rekstur. Slíkt hefur gengið á um
langt árabil í enskri knattspyrnu,
ekki síst í neðri deildum, og nú hafa
forsvarsmenn liðanna í þriðju og
fjórðu deild hreinlega gefist upp.
Ástæða viðvarandi taprekstrar og
stöku gjaldþrota er allt of há laun,
Launaþakið
Björn Berg
Gunnarsson,
deildarstjóri
greiningar og
fræðslu hjá Ís-
landsbanka
COVID-19 heimsfaraldurinn og viðbrögð við honum hafa skapað margar nýjar áskor-
anir fyrir íslenskt samfélag líkt og
önnur. Nýlega hafa heyrst raddir
þess efnis að greiða skuli starfs-
mönnum ríkisins laun í heimko-
musmitgát, líkt og hefur verið til-
fellið fyrir fólk í sóttkví – að ekki
ætti að gera greinarmun á þessu
tvennu. Heimkomusmitgát felst
í því að íslenskir ríkisborgarar
og aðrir búsettir hér á landi haldi
sig til hlés í eilítið vægari útgáfu
af sóttkví í fjóra til fimm daga að
lokinni fyrstu sýnatöku við komu
til Íslands og fari þá í seinni sýna-
töku. Sé síðari sýnataka neikvæð
er heimkomusmitgát hætt. Ljóst er
Verðlaunum ekki óvarkárni
Guðný
Halldórsdóttir,
formaður Hags-
munafélags
kvenna í hag-
fræði.
Við búum við afar
óvenjulegar að-
stæður og hið opinbera ætti
að varast að skapa hvata til
óhóflegrar áhættusækni á
sama tíma og hún berst við
að takmarka tjónið sem
hlýst af COVID-19.
Verði slíkt launa-
þak innleitt er ljóst
að laun gætu lækkað um
helming og ríflega það hjá
stöku liði.
Aðalheiður Hreins-dóttir, meðstofnandi fræðslu- og skóla-h u g b ú n a ð a r i n s LearnCove, sigraði á dögunum í f lokki
íslenskra stofnenda í Arctic Future
Challenge. Hún mun því keppa fyrir
Íslands hönd á móti fulltrúum átta
annarra norðurslóðaríkja í loka-
keppninni. Markmið keppninnar
er að styrkja nýsköpunar- og frum-
kvöðlafyrirtæki sem stýrt er af
ungu fólki og vekja í senn athygli á
spennandi og samfélagslega mikil-
vægum nýsköpunarverkefnum á
norðurslóðum.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég hef alltaf verið mikið fyrir
íþróttir. Ég spilaði handbolta með
Stjörnunni og Val en lagði skóna á
hilluna fyrir tveimur árum. Síðan
þá hef ég verið í CrossFit.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Ég reyni að fara á morgunæfingu
2-3 í viku og vakna þá kl. 6.30. Hina
dagana mæti ég snemma til vinnu
þar sem samstarfsaðilar okkar í Evr-
ópu eru 1-2 tímum á undan okkur.
Áður en ég hef vinnudaginn byrja
ég yfirleitt á staðgóðum hafragraut
með einhverju fersku. Rútínan
er reyndar aðeins búin að riðlast
undanfarið þar sem ég er á 33. viku
meðgöngu.
Hver var kveikjan að LearnCove?
Við lærum öll á mismunandi hátt
þar sem styrkleikar okkar og
áhugasvið eru ólík. Þrátt fyrir það
hafa f lest fræðslukerfi verið þróuð
á þann hátt að námsefni er borið
fram með sömu nálgun gagnvart
öllum nemendum.
LearnCove var þróað til að mæta
betur fjölbreyttum þörfum nem-
enda með því að bjóða þeim ólíkar
leiðir til að ná að sömu markmiðum.
Nemandi sem hefur áhuga á mynd-
bandagerð getur þannig valið að
gera myndband til að koma sinni
þekkingu eða hæfni í ákveðnu við-
fangsefni til skila, á meðan nemandi
sem hefur meiri áhuga á því að tjá
sig í rituðu máli getur valið að skrifa
ritgerð eða sögu.
Kennarar hafa aðgang að mið-
lægu efnis- og verkefnasafni þar
sem þeir geta fengið hugmyndir frá
öðrum kennurum að ólíkum nálg-
unum. Þar að auki geta þeir stutt
vel við nemendur með íslensku sem
annað mál með hjálp vélþýðingar
yfir á móðurmál barnsins, boðið
nemendum sérstakt stuðningsefni
eða aukaefni sem þurfa á því að
halda og nýtt kennsluforrit og raf-
rænt efni til að virkja nemendur
sem best.
Hver er helsta áskorunin í rekstr
inum um þessar mundir og hvaða
tækifæri eru fram undan?
Það sem hefur komið okkur mest
á óvart er hvað LearnCove getur
gagnast fjölbreyttum hópi. Við
þróuðum það upprunalega með
þarfir grunnskólabarna í huga, en
núna erum við komin á þann stað
að kerfið er notað sem grunnur í
meðferðarkerfi hjá SÁÁ, fjarþjálfun
fyrir sjúkraþjálfara og nýtist vel
fyrir framhaldsfræðslu og í starfs-
þjálfun fyrirtækja. Í því felast mestu
tækifærin fyrir okkur en jafnframt
stærsta áskorunin. Það mikilvæg-
asta í vaxtarferli eins og við erum
í núna er að halda fókusnum á
réttum mörkuðum.
Hvernig má ef la nýsköpunar
umhverfið á Íslandi að þínu mati?
Við Íslendingar erum svo heppnir
að búa yfir ótrúlega sterkum hópi
frumkvöðla með verðmætar hug-
myndir í öllum atvinnugreinum.
Það er mikilvægt í nýsköpunar-
umhverfinu að frumkvöðlar hafi
aðgang að f jármagni, frá ríki,
sjóðum og einstaklingum, til að
brúa bilið frá hugmynd að tekjum á
markaði. Stór og metnaðarfull verk-
efni ná ekki fótfestu án þolinmóðs
fjármagns. Hver einasta króna sem
fer í slíka sjóði er líkleg til að skila
sér margfalt í skatttekjum þegar
stórar hugmyndir slá í gegn og verða
Marel og CCP framtíðarinnar.
Hugbúnaðurinn okkar, Learn-
Cove, væri ekki á þeim stað sem
hann er í dag ef ekki hefðu komið
til styrkir frá Tækniþróunarsjóði og
fjárfestum sem hafa haft trú á verk-
efninu frá byrjun. Við erum þeim
ótrúlega þakklát fyrir það.
Hver hefur verið mikilvægasti
lærdómur inn af því að koma
nýsköpunarfyrirtæki á fót?
Stærsti lærdómurinn okkar hefur
verið að skilja hversu mikilvægt
náið samstarf við væntanlega við-
skiptavini og samstarfsaðila er.
Algeng mistök hjá nýsköpunarfyrir-
tækjum eru að fara af stað í þróun á
vöru sem ekki er pláss fyrir á mark-
aði. Það er mikilvægt að kortleggja
nákvæmlega hvaða kröfur og þarfir
varan eða þjónustan á að uppfylla
og hafa væntanlega notendur með
í ráðum.
Mikilvægast að halda fókus í vexti
að margir einstaklingar í heimko-
musmitgát munu ekki geta sinnt
störfum sínum meðan á henni
stendur og telur BHM til að mynda
að bæta eigi starfsmönnum ríkisins
vinnutapið.
Frá sjónarhóli hagfræðinnar
er hægt að færa rök fyrir því að
launagreiðslur í heimkomusmitgát
myndu valda samfélagslegu tjóni.
Slíkar greiðslur tækju ekki tillit
til raunverulegs kostnaðar vegna
utanlandsferða og myndu þannig
skapa vafasama hvata í samfélag-
inu. Í þessu samhengi er mikilvægt
að átta sig á því að á tímum COVID-
19 fellur raunverulegur kostnaður
utanlandsferðar ekki einungis á
þann einstakling sem kýs að ferðast,
heldur einnig á aðra óviðkomandi
aðila vegna þeirrar áhættu sem í
ferðalawginu felst. Það getur leitt til
þess að fjöldi utanlandsferða verður
meiri en talist getur þjóðhagslega
hagkvæmt.
Ímyndum okkur að einstakling-
ur sem ferðast til útlanda þyrfti að
samþykkja að bera allan kostnað af
ferðinni – ekki bara flugmiðann og
hótelið heldur einnig vegna sýna-
töku, mögulegrar smitrakningar ef
hann greinist með veiruna, vinnu-
tap og kostnað annarra sem kynnu
að smitast vegna hans, o. s. frv.
Slíkur einstaklingur myndi líklega
ekki halda utan nema það veitti
honum þeim mun meiri ánægju
eða ef brýna nauðsyn bæri til. Ein-
staklingur sem þyrfti einungis að
borga fyrir það hefðbundna sem
snýr að ferðalaginu og velti öðrum
kostnaði á aðra væri hins vegar tals-
vert líklegri til að taka áhættu sem
gæti þótt þjóðhagslega óhagkvæm.
Í ljósi þess gríðarlega samfélags-
lega kostnaðar sem getur fylgt
ferðalögum Íslendinga erlendis
væri óvarkárt að skapa frekari
hvata til slíkrar hegðunar. Nú þegar
er ósamræmi í áhættu og kostnaði
líkt og nefnt hefur verið að ofan, en
greiðsla launa í heimkomusmitgát
myndi búa til enn meiri hvata til
óhóflegrar áhættusækni. Launatap
í heimkomusmitgát væri dæmi um
kostnað sem einstaklingur þyrfti
að taka til greina þegar hann tæki
ákvörðun um hvort halda skyldi
í utanlandsferð – ef sá kostnaður
væri ekki fyrirséður aukast líkurn-
ar á að ákveðið væri að fara í slíka
ferð. Væru laun greidd í heimkomu-
smitgát má í raun segja að einstakl-
ingur, sem er ekki í þeirri stöðu að
geta sinnt sínu starfi að heiman,
sé beinlínis verðlaunaður fyrir
áhættutökuna, því hann „græðir“
allt að fjóra til fimm launaða frí-
daga til viðbótar. Jafnvel þó ein-
hverjar skorður yrðu settar þessu
tengdar, kemur ekkert í veg fyrir að
slíkur einstaklingur fari í sumar-
bústað, í versta falli er hægt að slaka
á heima og njóta lífsins. Þetta myndi
auka enn á ójafnvægi kostnaðar og
áhættu vegna ferðarinnar. Í saman-
burði mun ábyrgur einstaklingur
sem kýs að ferðast innanlands og
gæta ítrustu varkárni þurfa að sætta
sig við færri frídaga en samstarfs-
maðurinn sem tók meiri áhættu.
Ekki er það til þess fallið að hvetja
fólk til að fara að öllu með gát, sam-
félaginu til hagsbóta.
BHM gætir eðli máls samkvæmt
hagsmuna félagsmanna sinna.
Undir venjulegum kringumstæðum
væri ósanngjarnt að banna fólki að
mæta til vinnu og neita því jafn-
framt um laun. Við búum hins
vegar við afar óvenjulegar aðstæður
og hið opinbera ætti að varast að
skapa hvata til óhóflegrar áhættu-
sækni á sama tíma og það berst
við að takmarka tjónið sem hlýst
af COVID-19. Ábati ferðalangsins,
f lugfélagsins, hótelsins og annarra
þátttakenda í þeim viðskiptum,
er að því er virðist langtum minni
en samfélagslegi kostnaðurinn
sem felst í sýnatöku, eftirliti, smit-
rakningum og mögulegri lömun
hagkerfisins ef allt fer á versta veg.
en í þriðju efstu deild hefur hlutfall
launa af heildartekjum sem dæmi
numið vel ríf lega 90 prósentum að
jafnaði.
Segja mætti að slíkt gangi ekki til
lengdar, en merkilegt nokk hefur
þetta þetta þó viðgengist, skekkt
samkeppnisstöðu liða og hvatt
til óhóf legrar áhættutöku. Til að
freista þess að ná tökum á rekstri
liðanna verður nú gripið til þess
ráðs að setja hámark á heildarlauna-
greiðslur liða. Leikmannasamtökin
mótmæla hástöfum en verði slíkt
launaþak innleitt er ljóst að laun
gætu lækkað um helming og ríflega
það hjá stöku liði. Slíkt eitt og sér
ætti að stórbæta af komu og auka
öryggi félaganna á þessum tvísýnu
tímum en þar með er ekki öll sagan
sögð. Launaþak er vissulega ekki
ný hugmynd í íþróttaheiminum en
hentar þó væntanlega best þar sem
engin tilfærsla er milli deilda og
ýmsum öðrum tilburðum er beitt
til jöfnunar aðstöðu liða, á borð
við nýliðavali. Í þeim tilvikum,
svo sem víða í Bandaríkjunum,
eru það sameiginlegir hagsmunir
eigenda liðanna að rekstur allra sé
sem bestur. Í fótboltanum kepp-
ir hins vegar hvert og eitt lið að
því að komast upp um deild eða
forðast fall en fer ekki beint á byrj-
unarreitinn með öllum hinum við
upphaf næsta tímabils. Slíkt eykur
freistnivandann komi til launaþaks
og hefst þá annað spennandi mót til
hliðar við deildarkeppnina, Alberto
Tomba bikarinn í því að fara á svig
við reglurnar.
Í norður-amerísku íshok kí-
deildinni NHL hafa leikmenn jafn-
vel verið á launaskrá hátt á fimm-
tugsaldur til að útfæra samninga
með löglegum hætti. Undir enska
launaþakið eiga kaupaukar, auglýs-
ingar, greiðslur til umboðsmanna
og f leira að falla og reynt er að sjá
fyrir helstu leiðir fram hjá reglun-
um en þó svo formlegt þak sé sett
á greiðslur er ómögulegt að hemja
vilja eigenda knattspyrnufélaga til
að útdeila fé sínu eins og þeir vilja.
Vilji þeir greiða meira finna þeir
sér leið. Ég ætla að veðja á að upp úr
krafsinu komi séreignarsparnaðar-
kerfi knattspyrnumanna, þar sem
launagreiðslur ná langt út yfir þann
tíma sem viðkomandi reimar á sig
takkaskóna, en það verður í það
minnsta forvitnilegt að fylgjast með
nýsköpuninni sem þessu fylgir.
Nám:
BS.c. í Tölvunarfræði og BS.c. í Heil-
brigðisverkfræði.
Störf:
Einn af stofnendum Costner ehf.
sem hefur unnið að þróun Learn-
Cove, en starfaði áður sem
hugbúnaðarsérfræðingur hjá
Fraunhofer CESE í Bandaríkjunum
og forritari hjá Advania.
Fjölskylduhagir:
Í sambúð, fumburður væntan-
legur í október.
Svipmynd
Aðalheiður Hreinsdóttir
Rútína Aðalheiðar, einn stofnendum fyrirtækisins Costner, hefur riðlast að
undanförnu enda er hún komin langt á leið í meðgöngu.
9M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 MARKAÐURINN