Fréttablaðið - 12.08.2020, Síða 33

Fréttablaðið - 12.08.2020, Síða 33
Hjónin Guðlaug Frið­riksdóttir og Ragn­ar Gylfi Einarsson sýna nú fjölbreytt verk í Listasal Mos­fellsbæjar. Aðspurð segir Guðlaug þau yfirleitt fást við listsköpun á hverjum degi. „Það gefur lífinu gildi að hafa eitthvað fyrir stafni og þetta er svo skemmti­ legt sem við erum að gera. Ragnar er mest í bókbandinu en ég hef snúið mér meira að málverkinu.“ Hún kveðst aðallega nota olíuliti og þá beint úr túpunum. „Mér er svo illa við aukaefni svo ég blanda ekki mikið.“ Ragnar er af þriðju kynslóð bók­ bindara og með áhugann í gen­ unum, að sögn Guðlaugar. „Helgi Tryggvason, afi Ragnars, var fagur­ keri í bókbandi og Einar sonur hans tók við keflinu, hann var aðalkenn­ ari bókbands í Iðnskólanum í mörg ár. Ég dreif mig í nám hjá honum rúmlega fertug og lauk sveinsprófi. Við Ragnar rákum bókbandsstofu en erum komin á aldur,“ segir hún. „Þetta kallast hobbí hjá okkur í dag.“ Þau hjón hafa keppt í bókbandi erlendis og Guðlaug segir þau hjálpast að þegar þau undirbúi slíkar ferðir. „Við höfum komist inn í heiðursflokk og lent í að vinna en þetta er harður heimur, Japanir og Bretar eru svo flinkir,“ segir hún. Viðurkennir þó að þeir skreyti ekki bækur sínar með íslenskum lopa­ peysum eins og þeim hjónum hug­ kvæmdist að gera í vor þegar gömul peysa endaði utan á nokkrum bókum. Klæddu bækur í lopapeysu Logandi bækur, blómamyndir og dúkristur eru meðal muna í Listasal Mosfellsbæjar á sýningunni Bók – list og leikur. Guðlaug og Ragnar fást við listsköpun á hverjum degi í föndurstofunni sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þessum bókum ætti ekki að verða kalt þó að þorrinn sýni klærnar. Til Rómar nefnist þetta nýstárlega verk úr höndum bókbindaranna. Hér sést óvenjulegur frágangur á fjárlögum íslenska ríkisins. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is VERTU VAKANDI Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI Við höfum opnað glæsilega nýja verslun Hästens að Faxafeni 5. Komdu til okkar og prófaðu einstök gæði Hästens rúmanna. Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða þig og veita frekari upplýsingar. Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt fi nna fyrir því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com. HÄSTENS VERSLUN FAXAFENI 5, REYKJAVÍK 588 8477 Úr glatkistunni er yfirskrift hádegistónleika í Fríkirkj­unni í Reykjavík á morgun. Flytjendur eru Anna Hugadóttir víóluleikari og Lilja Eggertsdóttir píanóleikari sem kynntust í Tón­ skóla Sigursveins á unglingsárum og hafa, að eigin sögn, oft leikið saman síðan, bæði sem dúó og með öðrum. „Við ætlum að beina athyglinni að sjaldheyrðum verkum fyrir víólu og hljómborðshljóðfæri, sem segja má að hafi fundist fyrir tilviljanir. Sum voru týnd í áratugi, jafnvel um aldir, áður en þau heyrðust fyrst á tónleikum og það er bæði skemmti­ legt og spennandi að grafa þau upp,“ segir Anna og nefnir sónötu eftir hinn þýska Georg Philipp Telemann sem hún segir hafa verið týnda í 200 ár en hafa fundist á British Museum árið 1948. Einnig vögguvísu eftir enska tónskáldið og víóluleikar­ ann Rebecca Clarke. „Clarke á eitt af mögnuðustu verkum víólubók­ menntanna. Vögguvísan er æsku­ verk hjá henni og ber skýr höf­ undareinkenni hennar.“ Þriðja verkið sem Anna tilgreinir úr dagskránni er Sonatine eftir hol­ lenska tónskáldið Hendrik Andr­ iessen sem sonum hans barst í pósti þremur árum eftir dauða hans 1981. „Sónatínan er í einum þætti og tón­ skáldið leikur sér að öllu litrófi víólunnar.“ Þá er aðeins eitt tónskáld ónefnt sem við sögu kemur í Fríkirkjunni í hádeginu á morgun, það er hinn tékkneski Frantisek Koczwara sem á sónötukaf la í upphafi tón­ leikanna. „Það eru til svo mörg verk sem eiga sannarlega skilið að fá að heyr­ ast en hafa verið falinn fjársjóður,“ segir Anna og tekur fram að tónleik­ arnir hefjist klukkan 12 á morgun, þeir taki um hálfa klukkustund og að ekki sé tekið við greiðslukortum við innganginn. – gun Tónverk sem líkja má við falinn fjársjóð munu hljóma á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun Lilja og Anna ætla að flytja faldar perlur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.