Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Blaðsíða 27
TÍMAVÉLIN Ó hætt er að segja að matarmenning Íslend-inga hafi tekið mikl- um breytingum í gegnum tíðina. Hver man ekki eftir því þegar fetaostur var mál málanna? Eða á níunda ára- tugnum, þegar matur þótti ekki hæfur á veisluborðið ef hann var ekki hjúpaður hlaupi? Sumar dellur hafa setið eftir á meðan aðrar hafa fallið í gleymskunnar dá. Kokteilsósa Árið 1982 sungu Stuðmenn um „pinkstöffið“ í laginu Franskar (sósa og salat) og áttu þar að sjálfsögðu við hina klassísku kokteilsósu, sem festi sig í sessi í matar- menningu Íslendinga á sjö- unda áratugnum. „Þegar ég byrjaði í þessum bransa, þá var ítalskt salat og kokteilsósa með nánast öllum réttum. Allir vildu það sama,“ sagði Bjarni Árnason, eigandi Brauðbæjar, í samtali við Helgarpóstinn í ágúst 1979. „Ég hef fengið nóg af þeirri sósu, eftir að hafa skammtað gestum þúsundir lítra af kok- teilsósu á þessu ári,“ sagði Einar Árnason, veitinga- maður á Esju, í samtali við Helgarpóstinn, í desember sama ár. „Um tíma buðu ýmsir grill- staðir þessa sósu með öllum mat. Börn og unglingar virðast vera hrifin af þess- ari sósu, enda virðast for- eldrar og veitingamenn hafa slegið því föstu að þetta sé uppáhaldssósa unga fólksins,“ ritaði Sigmar B. Hauksson í Vísi í mars 1981, en hann var ekki par hrifinn af þessu æði og kallaði kokteilsósuna „smurolíusósu“. Það virðist þó vera nokkuð um misskilning hvað varðar uppruna bleiku sósunnar. Magnús Björnsson og Val- gerður Sigurðardóttir, kona hans, opnuðu veitingastaðinn Ask í Reykjavík árið 1966, en þau höfðu áður rekið mat- stofu í Keflavík. Í grein sem birtist í Helgarpóstinum í júlí 1980 var því haldið fram að kokteilsósan væri algjörlega íslenskt fyrirbæri og hefði orðið til á Aski. „Við höfðum verið með remúlaðisósu með djúpsteikt- um fisk í Keflavík og það var nokkuð vinsælt. En einnig buðum við uppá hrásalat, og með hrásalatinu fylgdi sósa, Thousand Island Dressing, sem er alþekkt salatsósa er- lendis. Fólki líkaði þetta vel, en bað alltaf um meiri sósu, og jafnvel án salatsins. Við fórum því að gera tilraunir með sósuna og úr varð þessi kokteilsósa,“ sagði Magnús í viðtalinu. Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur, lagðist í rannsóknarvinnu árið 2014 og birti í kjölfarið grein á vefsíðu sinni, þar sem hún bendir á að kokteilsósan hafi fyrst komið til sögunnar á Hótel Höll árið 1947, þar sem boðið var upp á rauðsprettu með kokteilsósu. „Mér sýnist að það sé með engu móti hægt að segja að þau hjónin hafi fundið upp kokkteilsósuna en kannski einhverja ákveðna gerð hennar.“ Sodastream Kolsýrt vatn og heimatilbúin- ir gosdrykkir voru þambaðir óspart hér á landi á níunda áratugnum, þökk sé Soda- stream-tækjunum. „Gjöfin sem gefur arð. Sodastream tækið er tilvalin jólagjöf fyrir alla fjölskyld- una. Gerið sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming,“ segir í auglýsingu fyrir Soda- stream sem birtist í íslenskum dagblöðum í desember 1982. Í auglýsingu Vikunnar árið 1982 segir: „Svona einfalt er það. Þú getur valið um fimm bragð- tegundir: Appelsín, Cola, GingerAle, Límonadi og Ton- ic. Úr hverri bragðflösku færðu 35 flöskur af gos- drykkjum. Sodastream gos- drykkjagerðin þín sparar þér ekki aðeins peninga,heldur líka pláss, svo ekki sé minnst á þægindin.“ Öll almennileg íslensk heim- ili áttu Sodastream-tæki, þó svo að flest tækin hafi endað í geymslunni að lokum, við hlið- ina á bláu fóta nuddtækjunum. Í nóvember 1987 gerði DV út- tekt á gosdrykkjamarkaðnum á Íslandi þar sem fram kom að salan á Sodastream hefði minnkað, að minnsta kosti var hún ekki jafngóð og áður. Sodastream-tækin eru þó enn fáanleg hér á landi og virðast seint ætla að hverfa. Herbalife „Herbalæf-æðið er enn ekki runnið af þjóðinni. Lífs- elexírinn sá á að megra jafnt sem fegra og hressa unga jafnt sem aldna. Bara að setja í sig hristinginn, hvort sem er með súkkulaðibragði eða jarðarberja. Salan fer fram í heimahúsum þar sem sölu- mennskan er trúboði líkust. Fullir af vítamínum reyna sölumenn að sannfæra van- trúargemlinga um að fagurt líf og heilsusamlegt bíði kaupi þeir duft og pillur, grænar jafnt sem gular. Sumir gefa jafnvel börnum sínum undra- lyfið þótt þau angri hvorki offita né slén. Nýlega var til dæmis viðtal í dagblaði við konu, með stórri mynd, þar sem hún sagðist gefa 9 mánaða gömlu barni sínu títtnefndan elexír,“ ritaði Jónas Haraldsson fréttastjóri í DV í október 1998. Árið 1997 sló Herbalife-duft og -pillur í gegn hér á landi og ný atvinnugrein varð jafn- framt til: sjálfstæðir dreifing- araðilar. Fullyrt var að með Herbalife myndu kílóin hrynja af líkamanum, auk þess sem það átti að geta læknað alla mögulega kvilla undir sólinni. Þrátt fyrir háværar gagnrýn- is- og efa semda raddir er enn eftirspurn eftir Herbalife hér á landi og ekki þarf að leita lengi til að finna auglýsingar þar sem „undraefnið“ er dá- samað. Upphafsmaður æðisins var Jón Óttar Ragnarsson, fyrr- verandi sjónvarpsstjóri og stofnandi Stöðvar 2, sem hafði kynnst Herbalife-vörunum og sölukerfinu í Bandaríkjunum. „Ég varð þrumu lostinn. Eftir að hafa tekið vítamín og næringarefni alla ævi og aldr- ei fundið mun fer ég á Herba- life og það breytir lífi mínu,“ sagði Jón Óttar meðal annars í samtali við Frjálsa verslun árið 1999. Á öðrum stað bætti hann við: „Í dag höfum við um 300 virka umboðsmenn hér á landi, sem eru jafnframt forstjórar (supervisorar) með eigið Herbalife fyrirtæki. Á þeirra vegum eru um 4.500 Íslendingar að nota Herba- life. Það er takmark okkar á næstu 12-18 mánuðum að ná til 20 þúsund Íslendinga. Bara þeir sem eru of feitir eru um 80 þúsund. Þar af þurfa um 20 þúsund lífsnauðsynlega að grenna sig.“ Sveppate Árið 1995 byrjuðu Íslend- ingar að rækta forljótan og bragðvondan svepp heima hjá sér í heilsubótarskyni. „Á undanförnum mánuðum hefur nýtt æði gripið Íslend- inga, þ.e. neysla svokallaðs Mansjúríutes. Teið er unnið úr Mansjúríusveppi og á að gefa fólki betri heilsu, þykir raunar allra meina bót, og lengir lífið. Íslendingar, sem hafa drukkið teið um nokkurt skeið, telja sig finna mikinn mun á líðan sinni.“ Þannig hófst grein sem birtist í DV í maí 1995. „Óhætt er að fullyrða að varla finnist vinsælli drykkur á Íslandi þessa dagana,“ ritaði blaða- maður einnig. Mansjúríusveppinn þurfti fólk að rækta heima hjá sér. Það reyndist oft heilmikil kúnst: sveppurinn mátti til að mynda ekki komast í snert- ingu við málma og þá mátti ekki henda honum í ruslið. Sveppurinn átti meðal annars að fjarlægja hrukkur og koma í veg fyrir ákveðnar tegundir krabbameins. Það voru þó ekki allir hrifnir af þessari nýjung og greint var frá tilfellum er- lendis þar sem sveppurinn olli alvarlegum sýkingum og jafnvel dauða. Seinna meir varaði Landlæknisemb- ættið við neyslu á Mansjúríu- sveppnum. n Íslendingar eru nýjunga- gjarnir og slá sjaldnast feilnótu þegar kemur að því sem er „nýjasta nýtt“. Hráfæði, súrdeigsbrauð, Nocco-orkudrykkurinn og piparlakkrísduft eru einungis örfá dæmi um dellur sem hafa gripið um sig hér á landi undanfarin misseri þegar kemur að mataræði. Sveppate og Sodastream Ófá æði hafa gripið um sig á Íslandi seinustu áratugi. Í tímavélinni þessa vikuna rifjum við upp nokkur eftirminnileg „æði“ Íslendinga í mat og drykk. Sveppateið átti að vera allra meina bót og á mörgum íslenskum heimilum var Mansjúríusveppurinn ræktaður. MYNDIR/TÍMARIT.IS Það er varla til sá Íslendingur sem finnst kokteilsósa vond. FÓKUS 27DV 26. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.