Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Page 36
36 STJÖRNUFRÉTTIR 26. JÚNÍ 2020 DV N ú geta allir Íslendingar með Netflix-aðgang horft á fyrstu tvær þáttaraðir af The Real House- wives of Beverly Hills, The Real Housewives of Atlanta og The Real Housewives of New York City. Sjónvarpsstöðin Bravo fram- leiðir þættina og hefur komið samtals 71 þáttaröð frá tíu mismunandi borgum. Þættirnir eru ákaflega vin- sælir og er vinsælt að spegla sig í persónum þáttanna, líkt og tíðkaðist með Desperate Housewives. Hver kannast ekki við að hafa tekið persónu- leikapróf og endað sem Bree eða Gabriella? Hvaða íslensku konur fengju hlutverk? Hvernig skyldu þekktar ís- lenskar konur takast á við hlutverkin ef þættirnir væru framleiddir á Íslandi? Hvaða þekktu konur myndu hreppa hlutverk og hvaða drama- bolti myndi rúlla af stað? Við setjum okkur í stellingar og ráðum landslið áhrifakvenna í þáttinn. Stjörnurnar eru systurnar Hanna Rún Bazev Óladóttir og Unnur Óladóttir, Gerður í Blush, Manuela Ósk Harðardóttir, Arna Ýr Jóns- dóttir og Ástrós Trausta- dóttir. Söguþráðurinn sem hér er spunninn er ekkert nema hugarsmíði blaðamanns. Þetta er gert í góðlátlegu gríni sem er innblásið af raunveruleika- þáttunum, sem eiga það til að vera ákaflega dramatískir á köflum, enda þess vegna svona gífurlega vinsælir. Þessi kvennahópur var valinn því þær eru allar frábærar, metnaðarfullar og skara fram úr á sínu sviði. n TENGSLANET HÚSFREYJANNA SYSTURNAR UNNUR OG HANNA RÚN BAZEV ÓLADÆTUR Fjölskyldutengsl geta oft gert þætt- ina skemmtilegri, en dramatískari á sama tíma. Í RHOBH fáum við að fylgjast með systrunum Kyle Richards og Kim Richards og er systrasamband þeirra stormasamt á köflum. Hanna Rún er einn sigur- sælasti dansari Íslands og tveggja barna móðir. Unnur Óla hefur unnið fjölda titla í fitness-keppnum og er einnig einkaþjálfari. Hanna Rún og Unnur eru dætur Óla Jóhanns Daní- elssonar, eiganda Gullsmiðju Óla. VINKONUTENGSL Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush. is, er vinkona Unnar. Þær eiga báðar syni á svipuðum aldri. Ástrós Traustadóttir er ekki í innsta hring hópsins, en þekkir Hönnu Rún úr dansinum. Báðar hafa komið fram í dansþáttunum Dans, dans, dans og Allir geta dansað. Þær hafa einnig keppt ótal mörgum sinnum hvor á móti annarri á dansmótum. FYRRVERANDI FEGURÐARDROTTNINGAR Fyrrverandi fegurðardrottningar hafa einnig verið mjög sterkir karakterar í þáttunum. Candiace Dillard var Miss United States árið 2013 og er ein húsfreyjanna í The Real Housewives of Potomac. Lizzie Rovsek kom fram í níundu þáttaröð af The Real Housewives of Orange County og var krýnd sem Miss Kentucky á sínum tíma. Kenya Moore í RHOA keppti fyrir hönd Bandaríkjanna í Miss Uni- verse árið 1992. Eins og Arna Ýr gerði fyrir hönd Íslands árið 2017. Manuela Ósk var valin Ungfrú Ís- land árið 2002. Manuela er einnig framkvæmdastjóri Miss Universe á Íslandi og góðvinkona Örnu Ýrar. FYRIRTÆKJAREKSTUR Margar þeirra húsfreyja sem koma fram í þáttunum eru konur sem hafa stofnað eigin fyrirtæki og er oft sýnt frá rekstrinum í þáttunum. Arna Ýr stofnaði nýlega vefverslun sem selur taubleyjur. Gerður á og rekur kynlífstækjaverslunina Blush. is og Manuela er einn eigandi Even Labs, sem býður upp á nýstár- legar líkamsmeðferðir. Nýlega komu nokkrar þáttaraðir af vinsælu raunveruleikaþátt- unum The Real Housewives á streymisveituna Netflix. Það er því vert að spyrja: Ef þættirnir kæmu til Íslands, hverjar yrðu stjörnurnar? SÖGUÞRÁÐURINN HVÍTVÍN OG TAUBLEYJUR Húsfreyjurnar hittast heima hjá Örnu Ýr, sem heldur kynningu um taubleyjur og býður upp á hvítvín. Þær fá sér aðeins of mikið í tána og byrja að rífast um taubleyjur og einnota bleyjur. Það endar með að Manuela þarf að grípa inn í, enda eina sem er edrú á svæðinu. KAMPAVÍN OG SPA Eftir allt þetta drama ákveður Manuela að bjóða húsfreyjunum í líkamsmeðferðir í Even Labs. Þær ræða málin, drekka kampavín og sættast. BLUSH OG ERÓTÍSK TRIKK Í annarri þáttaröð af RHOBH vildi Brandi Glanville bjóða húsfreyj- unum í vínsmökkun og tott- kennslu. Hún ætlaði að fá fyrr- verandi klámstjörnu til að halda sýnikennslu og kenna húsfreyj- unum nokkur góð ráð þegar kæmi að munnmökum. Hins vegar varð ekkert úr því, þar sem sumum þótti það óviðeigandi. En íslenski húsfreyjuhópurinn er öðruvísi og býður Gerður húsfreyjunum í kynlífstækjaverslun sína, Blush, og fær íslenska erótíska leikarann Stefan Octavian til að kenna dömunum nokkur trikk. HRYLLILEGT MATARBOÐ Frábært matarboð verður að innihalda smá drama. Það hafa verið ófá matarboð í The Real Housewives þáttunum sem hafa allra helst minnt á martraðir. Eins og í lokaþætti The Real House- wives of New Jersey þegar Ter- esa veltir borðinu í átt að Danielle og kallar hana hóru. Dramað í þáttaröð íslensku húsfreyjanna nær hámarki þegar Hanna Rún ákveður að halda matarboð og býður upp á kokteila. Ástrós og Hanna Rún byrja að rökræða um atvik sem átti sér stað í dans- inum fyrir nokkrum árum. Ástrós telur Hönnu Rún hafa stolið af sér sigrinum. Unnur Óla er með systur sinni í liði og hraunar yfir Ástrós. Rifrildið um taubleyjurnar byrjar aftur og allt fer í háaloft. Eftir kvöldið lofar Hanna Rún eiginmanni sínum að halda aldrei matarboð framar. FERÐALAG Í hverri þáttaröð er venjan að allar húsfreyjurnar fari saman í ferða- lag, eins og til Amsterdam, Tyrk- lands, Marokkó og meira að segja Íslands. Húsfreyjur Orange Coun- ty komu til Íslands árið 2017 og endaði ein stórstjarna þáttarins, Vicki Gunvalson, á bráðamóttöku. Hún hélt hún væri að fá hjartaáfall og sóttu bráðaliðar hana á Hótel Rangá. Lydia McLaughlin, önnur stjarna þáttanna, sagði í samtali við RadarOnline á sínum tíma: „Ég veit ekki hvort þú hefur farið á neyðarmóttökuna á Íslandi, en það var ekki ein af ánægjulegustu stundum lífs míns.“ Íslensku húsfreyjurnar myndu hlýða Víði og ferðast innanlands. Systurnar Unnur Óla og Hanna Rún myndu sjá um að skipu- leggja hringinn í kringum landið með hjálp Manuelu, sem hefur farið með fjölda vina sinna utan frá að skoða Ísland. Þegar allur hópurinn ferðast saman er drama nánast óhjákvæmilegt og það sama á við um íslenska húsfreyju- hópinn. Gerður hvetur Örnu Ýri til að leggja öll spilin á borðið og ræða við þær sem særðu hana. Hanna Rún og Ástrós sættast og stíga léttan dans saman eftir nokkur rauðvínsglös. Unnur Óla verður fúl út í systur sína, fyrir að skilja sig eftir á Hótel Geysi meðan hópurinn fór að skoða Geysi. En ferðin endaði með að vera nokkuð vel heppnuð. RAUNVERULEGU HINAR HÚSFREYJUR ÍSLANDS Hanna Rún Óladóttir MYND/AÐSEND MYND/AÐSEND MYND/STEFÁN MYND/FACEBOOK MYND/ANTON BRINK MYND/HANNA Unnur Óladóttir Gerður Arinbjarnardóttir Ástrós Traustadóttir Manuela Ósk Harðardóttir Arna Ýr Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.