Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Side 9
SÓTTKVÍ / VARNARSÓTTKVÍ Stiklað á stóru. Athugið að listinn er alls ekki tæmandi. Sjá nánar á covid.is. 1. Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk. Séu aðrir í heimili sem ekki eru í sóttkví skal huga vel að sótt- vörnum, svo sem handþvotti, þrifum á sameiginlegum snerti- flötum með spritti, nota sérkló- sett og -handklæði eða þrífa eftir notkun, ekki deila rúmi með öðru heimilisfólki og fram- fylgja 2 metra reglunni. Æski- legast er að þeir á heimilinu sem ekki hafa verið útsettir fyrir smiti séu ekki á heimilinu með einstaklingi sem er í sóttkví. 2. Aðeins leita til læknis ef um nauðsynlega læknisþjónustu er að ræða og þá hringja á undan og tilkynna að viðkomandi sé í sóttkví. 3. Ekki má vera innan um annað fólk, fara í apótek, verslun, skóla eða á vinnustað. 4. Einstaklingur í sóttkví má ekki heimsækja fjölsótta ferða- mannastaði, s.s. Þingvelli, þótt þeir séu undir beru lofti. 5. Börn foreldra sem eru í sóttkví mega fara í skóla og mega fara út en þau mega ekki fá gesti á heimilið – að því gefnu að barn- ið sjálft sé ekki í snertingu við þá á heimilinu sem eru í sóttkví. 6. Einstaklingur í sóttkví má fara í gönguferðir en þarf að halda sig í a.m.k. 2 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. 7. Einstaklingur í sóttkví má fara í bíltúr á einkabíl en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, s.s. við bílalúgur veitingastaða. FRÉTTIR 9DV 7. ÁGÚST 2020 Fullkomið helgarföndur N ú þegar eldhúsborðið fer aftur að verða ákjósanlegasti áningar- staðurinn um helgar er mikil- vægt að reyna að finna sér eitthvað skemmtilegt til dund- urs sem öll fjölskyldan getur gert saman og ekki er verra ef afraksturinn er dýrindis sápur sem nýta má í afmælisgjafir eða næstu baðferð. Á vefsíðunni Urd.is er að finna skemmtilegan föndur- kassa sem inniheldur allt sem þarf til þess að útbúa ilmsápur. Sápugrunnurinn er bræddur í potti. Litarefni hrærð saman við smá olíu, og ilmi bætt við. Sápunni hellt í mót sem geta í raun verið hvað sem er, skyr- dollur, möffinsform og fleira sem ykkur dettur í hug. n Litríkar sápur eru æði. MYND/URD.IS Eldhúsinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.