Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Side 14
FANGELSI Á ÍSLANDI ÞÁ OG NÚ Fangelsi og refsivist á Íslandi hefur gjörbreyst á örfáum árum. Að láta fanga sitja af sér fulla dómslengd í lokuðu fangelsi á Litla-Hrauni er liðin tíð. Við tóku opin fangelsi, áfangaheimili og ökklabönd. Vandinn nú eru langir biðlistar og lengri dómar sem leggjast þungt á fangelsiskerfið. Að vera dæmdur í fangelsi er eitthvað sem fæstir fá að upplifa á eigin skinni en flestir hafa skoðun á. Í langflestum samfélögum heims er fangelsisvist alvar- legasta refsing sem lögð er við brotum á samþykktum samfélagsins. Að vera fang- elsaður er ekki léttvægt. Það tekur á líf og sál einstaklings, leggst þungt á nánustu ætt- ingja hans og hefur afleið- ingar fyrir þann fangelsaða sem ná langt út fyrir veggi fangelsisins og tímaramma fangelsisdómsins. Það er því engin furða að fangelsun ein- staklinga hafi verið viðfangs- efni fræðimanna og spekinga allt frá tímum Forn-Grikkja. Í stjórnmálaheimspekinni er einkaréttur hins opinbera á beitingu valds sagður liggja í samfélagssáttmála ein- staklinga og samfélagsins. Samkvæmt honum erum við, samfélagsþegnar, bundnir samningi við samfélagið. Við framseljum hluta af einstakl- ingsfrelsi okkar gegn því að fá að vera þátttakendur í sam- félaginu og skuldbindum okk- ur til að lúta refsingu brjótum við reglur samfélagsins. Sögðu sömu spekingar að lögum væri ekki hægt að framfylgja án refsinga. Þann- ig fylgdi til dæmis elstu lög- bók Íslendinga, Grágás, refs- irammi sem beita mætti við brotum á lögunum. Refsingar voru ýmist fésektir, útlegð, samfélagsleg útskúfun eða að vera dæmdir réttdræpir. Þessi kafli í íslenskri réttar- sögu stóð svo til óbreyttur allt fram að síðustu aftökunni, þótt útfærsla refsinga hafi vissulega tekið breytingum í gegnum aldirnar. Þannig voru til dæmis aftökur með gapa- stokki framkvæmdar hér á landi í um 60 ár í lok 18. aldar. Með lögum skal land vort byggja … Árið 1801 var svo Landsyfir- réttur stofnaður hér á landi sem starfaði til 1919 og tók Hæstiréttur Íslands til starfa árið 1920, fyrir sléttri öld. Íslendingar fengu svo eigin stjórnarskrá 1874. Þar sagði: „Sjerhver sá, sem tekinn er fastur, skal leiddur fyrir dómara svo fljótt sem auðið er. Megi þá eigi jafnskjótt láta hann lausan aptur, ber dómaranum svo fljótt sem verður, og í seinasta lagi áður en 3 dagar sjeu liðnir frá því, að sá, sem tekinn er fastur, var leiddur fyrir dómara, að leggja á úrskurð, er byggður sje á tilgreindum ástæðum, um hvort hann skuli settur í varðhald, og megi láta hann lausan móti veði, þá skal ákveðið í úrskurðinum, hvert eða hversu mikið það skuli vera.“ Er þetta eitt örfárra mannréttindaákvæða í upp- runalegri stjórnarskrá okkar Íslendinga. Það hversu mikil áhersla er lögð á persónufrelsi ein- staklinga í mannréttinda- kafla stjórnarskrárinnar er vitnisburður um mikilvægi frelsi einstaklingsins og hve íþyngjandi það er að svipta mann því frelsi. Í dag er öldin önnur. Í dag gildir hafsjór af stjórnar- skrárákvæðum, lögum og reglugerðum um fangelsun Heimir Hannesson heimir@dv.is einstaklinga að ónefndum sjálfum Mannréttindasátt- mála Evrópu, auk fjölda for- dæmisgefandi dóma Mann- réttindadómstóls Evrópu og Hæstaréttar Íslands. Lang- flestir af þessum textum miða að því að verja einstaklinginn gegn ofríki hins opinbera. … en eigi með ólögum eyða Þegar einstaklingur brýtur af sér á Íslandi gilda almenn hegningarlög og er þá ein- staklingur dæmdur eftir refsiramma sem skýrður er í þeim. En þegar til afplánunar kemur gilda lög um fulln- ustu refsinga. Í fyrstu grein laganna er línan lögð fyrir markmið refsinga í íslensku réttarkerfi. Markmið laganna er þar sagt vera að fullnusta refsinga fari örugglega fram, að varnaðaráhrif refsinga sé Jónas frá Hriflu lét kaupa húsið að Litla-Hrauni sem var þá óstarfhæfur spítali. Því var breytt í fangelsi 1928. MYND/FANGELSISMÁLASTOFNUN Hólmsheiði er fyrsta fangelsið sem byggt er sem slíkt síðan Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var reist 1873. MYND/FANGELSISMÁLASTOFNUN Ímyndin um Kvíabryggju sem hvítflibbaglæpa- mannafangelsi á því ekki lengur við. 14 FRÉTTIR 7. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.