Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Side 37
E ftir að hafa hlustað ítrekað á nýja lagið „Aftur heim til þín“, kom lítið annað til greina en að spá fyrir söngkonunni Lay Low sem syngur þetta fallega lag með Eyþóri Inga. Lay Low er Meyja sem er næsta merki og tekur við af Ljóninu í lok mánaðarins. Meyjan er tilfinn- ingarík, viðkvæm og athugul. Hún er einnig þekkt fyrir smámunasemi og vandar sig mikið við allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Það skal vera fullkomið! Meyjan er tryggur og gjafmildur vinur að eiga að. Hirðfíflið Lykilorð: Upphaf, sakleysi, frumkvæði, frelsi Þetta er skemmtilegt spil sem er táknrænt fyrir nýtt upphaf og tækifæri. Það er eins og þú sért að taka skref inn í óvissuna. Þú veist ekki beint hvert þú ert að fara en ert tilbúin í nýtt ævintýri. Slepptu öllu stressi og áhyggjum og treystu, þú ert í góðum höndum. Sólin Lykilorð: Jákvæðni, skemmtun, hlýja, velgengni, lífsþróttur Virkilega hlý orka með þessu spili, smá eins og þú sért að stíga út úr þokunni og fá kraftinn þinn á ný. Stundum er erfitt að finna rétt jafnvægi í öllum þeim hlutverkum sem maður sinnir og tilheyrir í þessu lífi en það er klárlega að birta til hjá þér. Þú finnur núna að þú hefur tökin. Þessi nýja orka gefur þér sjálfs- traustið sem þú þurftir til þess að takast á við ný vinnutengd verkefni. Tía í Myntum Lykilorð: Auður, fjárhagslegt öryggi, fjölskylda, langtíma árangur, framlag Eitthvert verkefni er að koma til þín sem verður krefj- andi en mun skila miklum árangri að því loknu. Núna er tíminn til þess að stökkva en ekki sökkva. Ekki láta minnimáttarkennd draga úr þér, þú þekkir hæfileika þína og þarft að tala sjálfa/n þig upp eins og þú gerir svo vel um aðra. Ég sé kvikmyndatengda tónlist. Skilaboð frá spákonunni Ef það er einhvern tíma tíminn til þess að taka sénsa, þá er það núna. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Lay Low Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Það eru samningar í kortunum hjá Hrútnum, atvinnu- eða húsnæðis- tengdir. Allavega skemmtilegar breytingar sem munu krydda vel upp á tilveruna. Þú ert vel endurnærð/ur eftir langa helgi og tilbúin/n í nýtt ævintýri. Naut 20.04. – 20.05. Elsku magnaða Naut. Það eru spennandi kraftar í kringum þig. Þú laðar að þér tækifæri og nýja vini sem finna fyrir þessum krafti þínum. Þessi nýja orka og fólkið sem fylgir mun skila sér í skemmtilegu verkefni ef þú ert tilbúin/n að taka sjénsinn. Tvíburar 21.05. – 21.06. Einhver hugmynd sem þú ert búin/n að ganga með lengi kemst loks í framkvæmd. Þetta eru lítil skref en þó skref í réttu áttina. Einhver utanaðkomandi mun koma með lausnina sem þú þurftir til þess að koma þessari hugmynd í framkvæmd. Krabbi 22.06. – 22.07. Kæri Krabbi. Stjörnurnar minna þig á að við breytum ekki fólki. Sumir þurfa að ganga í gegnum ákveðnar raunir til þess að fá upp- ljómun eða þroskast á sinn hátt. Ekkert sem við gerum getur flýtt því ferli. Þetta er góður tími til að stíga til hliðar og einbeita þér að sjálfum þér. Ljón 23.07. – 22.08. Einhver kennslustund er í kort- unum þínum þar sem þolinmæði þín er æfð. Að reyna að sjá hlutina í öðru samhengi eða út frá sjónar- miði hins aðilans getur hjálpað þér að setja aðstæður í betra jafnvægi. Meyja 23.08. – 22.09. Það er svo fyndið hvernig and- stæður geta dregist saman. Þessi vika er Yin-Yang vikan þín þar sem tengsl, jafnvel rómantísk tenging, koma úr óvæntri átt. Mögulega hefur þú fundið fyrir þessu áður en það verður erfiðara að afneita því þessa vikuna… Vertu opin/n fyrir þessu. Vog 23.09. – 22.10. Veðrið speglast í þér og ég held að það sé rigning mest alla vik- una… Þú ert ekki leið/ur en örlítið melankólísk/ur og heimakærari, sem sakar svo sem ekki þessa daga. Nýttu dagana í að hafa það kósí með kertaljósi og bók. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Að sýna viðkvæmu hliðina á sér er vissulega líka styrkleiki. Þú mátt æfa þá hlið á þér í vikunni. Talaðu við fólkið þitt og biddu um aðstoð. Þú þarft ekki að sigra heiminn alla daga, annan hvern dag dugar til. Bogmaður 22.11. – 21.12. Einhver segir eitthvað sem verður misskilið. Ekkert sem ekki er hægt að laga en góð samskiptaæfing samt sem áður. Stundum þarf bara að ræða málin aðeins betur. Í þessu tilfelli eru öll að leita eftir sömu niðurstöðu, þau þurfa bara meira pláss til að ræða málin og einhvern til þess að hlusta. Steingeit 22.12. – 19.01. Þú finnur fyrir mikilli þörf til að taka heilsuna í þínar hendur. Mögulega hefur þú ekki verið að hugsa nógu vel um andlega og líkamlega heilsu og verið meira í „æ, bara á morgun-stuði.“ Þú færð nú aukinn þrótt til að verða besta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér. Áfram, þú! Vatnsberi 20.01. – 18.02. Frímínúturnar eru búnar! Tími til þess að komast í rútínu og finna sér markmið og mögulega leita til markþjálfa! Þú ert orðin/n eirðar- laus og vilt koma einhverju í verk en átt virkilega erfitt með það. Góður, stuttur framkvæmdalisti gæti hjálpað til. Fiskur 19.02. – 20.03. Hæ, elsku Fiskur. Við elskum þig og viljum nýta þennan dálk til þess að segja þér það. Við vitum að síðustu vikur og mánuðir hafa reynt á en við lofum að kos- mósið er alveg að verða búið með þennan rússíbana. Þá munt þú svo sannarlega uppskera. „Just keep swimming.“ Vikan 07.08. – 13.08. Aftur heim til þín Nýjasta stjörnupar Íslands MYND/VALLI stjörnurnarSPÁÐ Í Söngkonan Bríet Ísis Elfar og gítarleikar-inn Rubin Pollock eru nýjasta stjörnupar Íslands. Bríet vakti fyrst athygli í Iceland Got Talent og var valin bjartasta vonin á Ís- lensku tónlistarverðlaununum árið 2019. Rubin er gítarleikari íslensku hljómsveitarinnar Kal eo sem nýtur vinsælda um heim allan. DV lék for- vitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Bríet er Hrútur og Rubin er Vog. Hrúturinn er mjög ákveðinn og öruggur. Hann er þekkt- ur fyrir að láta hlutina gerast. Vogin er ólík Hrútnum. Hún er óákveðin og vill hafa jafn- vægi á öllum sviðum lífsins. Þó svo að Vogin sé orkumikil eins og Hrúturinn þá brýst orkan öðruvísi út. Það tekur Vogina lengri tíma að aðlagast og hún fer rólega í hlutina. Það getur verið viss áskorun fyrir Hrútinn og Vogina að vera í sambandi. En eftir að Hrúturinn og Vogin hafa uppgötvað hvort annað, þá er ekkert sem heldur þeim hvoru frá öðru. Bæði merkin eru rómantísk. Þetta er parið sem þú sérð ganga saman í vinnuna, elda saman eða skiptast á að fara með barnið í skólann. Ef allt gengur vel verður parið fyrirmynd annarra para. n Bríet Ísis Elfar 22. mars 1999 Hrútur n Hugrökk n Ákveðin n Örugg n Áhugasöm n Óþolinmóð n Skapstór Rubin Pollock 7. október 1990 Tvíburi n Málamiðlari n Samstarfsfús n Örlátur n Félagsvera n Óákveðinn n Forðast deilur MYND/STEFÁN MYND/AÐSEND STJÖRNUFRÉTTIR 37DV 7. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.