Morgunblaðið - 02.01.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 02.01.2020, Síða 2
Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Ég man eftir að hafa staðið á tröppunum á Bessastöðum með ein- hvern hljóðnema og maður sá ógrynni fólks koma í blysförina. Maður varð auðmjúkur að horfa á fólkið og finna stuðninginn og sam- stöðuna á þessum erfiðu árum fyrir tíu árum.“ Þetta segir Magnús Árni Skúlason hagfræðingur í samtali við Morgunblaðið af því tilefni að tíu ár eru í dag liðin frá því að hann og fé- lagar hans í samtökunum InDefence gengu á fund Ólafs Ragnars Gríms- sonar, þáverandi forseta Íslands, og afhentu honum undirskriftir rúm- lega 56 þúsund Íslendinga sem skoruðu á forsetann að synja Ice- save-lögunum svokölluðu staðfest- ingar. Mikill fjöldi safnaðist saman á hlaðinu á Bessastöðum þennan morgun fyrir tíu árum. Kór söng ættjarðarlag og kveikt var á rauð- um blysum áður en fundur forseta og forsvarsmanna InDefence hófst. Eins og þekkt er varð úr að þremur dögum síðar, 5. janúar 2010, tilkynnti Ólafur Ragnar að hann myndi ekki staðfesta Icesave-lögin og vísaði þeim þar með til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Var lögunum þar hafnað með yfir 98% atkvæða. Hefði getað fallið á báða vegu Spurður hvort hann og hópurinn hafi verið vongóður um að forseti myndi synja lögunum staðfestingu, þennan dag fyrir tíu árum, segir Magnús að það hafi þótt lágmark að vera með 50 þúsund undirskriftir, enda var um að ræða fyrstu þjóðar- atkvæðagreiðsluna frá setningu nýrrar stjórnarskrár árið 1944. Hann bætir þó við: „Við erum bjart- sýnisfólk, og fyrst Ólafur Ragnar tók á móti okkur á þessum tíma þótti okkur líklegt að þetta yrði já- kvætt. Sérstaklega vegna þess að þetta var mjög mikilvægt mál. For- setinn hafði sjálfur áður vitnað til þess að hann hefði málskotsrétt. En þetta hefði þó algerlega getað fallið á báða vegu. Mörg sjónarmið voru uppi í samfélaginu.“ Viðurkennd sem fullvalda þjóð Aðspurður segir Magnús að hefði ekki farið sem fór, og Icesave-lögin verið samþykkt, hefði vaxtakostn- aður orðið óbærilegur. Þá segir hann: „En líka held ég að eitt hið mikilvægasta hafi orðið að Íslend- ingar voru viðurkenndir sem full- valda þjóð.“ Spurður frekar um málið segir hann: „Líka held ég að þetta hafi blásið kjark í brjóst þeirra sem voru að semja um skuldir slitabúa og þess háttar, að ná betri samning- um.“ Aftur á Bessastöðum Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, stóð einnig á tröppunum á Bessa- stöðum fyrir tíu árum og afhenti forsetanum undirskriftalista. Í gær var hann aftur staddur þar fyrir ut- an, þó í öðrum erindagjörðum, en Sigurður var í gær sæmdur heið- ursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, m.a. fyrir atbeina undir merkjum samtakanna InDefence. Í samtali við Morgunblaðið segist Sigurður vitanlega ánægður með nýju nafnbótina. „Það er áratugur [í dag]. Það er býsna gaman að þetta fari saman og að verið sé að horfa til þessara verka og svo þeirra sem í kjölfarið komu,“ segir Sigurður, minntur á tímamótin. Spurður frek- ar um mál InDefence segir hann: „Það var auðvitað ánægjulegt að forsetinn skyldi svara kalli þjóðar- innar.“ Þá bætir hann við: „Nið- urstaðan úr þjóðaratkvæðagreiðsl- unni var athyglisverð því að lögunum var hafnað með rúmum 98% prósentum. Því má segja að þjóðin hafi sameinast á erfiðum tím- um eftir fjármálaáfallið.“ Sigurður tekur þó fram að að baki InDefence-hópnum og vinnu hans hafi staðið fjöldi fólks sem allt eigi þakkir skilið fyrir starf sitt. „Bak- landið var mjög stórt. Þar voru tug- ir manna sem létu sig málið varða og lögðu sitt af mörkum.“ Hann seg- ir að fólk hafi farið í þessa baráttu af hugsjón, unnið mestmegnis í frí- tíma sínum, og segir: „Ég lít svo á að það sé verið að veita öllu þessu fólki viðurkenningu.“ Áratugur frá blysför við Bessastaði  Blés kjarki í brjóst fólks  Samstaða á erfiðum tímum eftir efnahagsáfall  „Mörg sjónarmið voru uppi í samfélaginu“  Sigurður Hannesson aftur á Bessastöðum í gær  „Baklandið var mjög stórt“ Morgunblaðið/Ómar Icesave InDefence-hópurinn sést hér afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni, þá- verandi forseta lýðveldisins, undirskriftirnar sem söfnuðust gegn Icesave. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 595 1000 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a MIKIÐÚRVALSÓLARÁFANGASTAÐA SUMARIÐ 2020 KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ Á WWW.HEIMSFERDIR.IS Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 ÚTSALAÁRSINSBYRJUM NÝJA ÁRIÐ MEÐ LÁTUM OG BJÓÐUMÓTRÚLEG TILBOÐ Á TÖLVUM OG TÖLVUVÖRUMÚT ALLAN JANÚAR BYRJAR 2. JANÚAR KL. 10:00 Opið í dag 10-18 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rósa Margrét Tryggvadóttir Ragnhildur Þrastardóttir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálka- orðu fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þeir eru: Árni Oddur Þórðarson forstjóri; Daníel Bjarnason, tón- skáld og hljómsveitarstjóri; Gestur Pálsson barnalæknir; Guðni Kjart- ansson, fv. íþróttakennari og þjálf- ari; Guðrún Hildur Bjarnadóttir ljósmóðir; Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endur- menntunardeilda Landbúnaðarhá- skóla Íslands; Jóhanna Gunnlaugs- dóttir, prófessor við Háskóla Íslands; Margrét Bjarnadóttir, fv. formaður fimleikafélagsins Gerplu og Fimleikasambands Íslands; Ólaf- ur Haukur Símonarson rithöfundur; Ólöf Hallgrímsdóttir, bóndi í Mý- vatnssveit; Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir; Sigurður Hannes- son, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins; Sigurður Reynir Gísla- son rannsóknarprófessor og Val- gerður Stefánsdóttir, fv. forstöðu- maður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnaskertra. Hélt þetta væri plat Ólöf Hallgrímsdóttir, bóndi í Mý- vatnssveit, er ein þeirra sem voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í gær. Hlaut hún fálkaorð- una vegna framlags síns til ferða- þjónustu og atvinnulífs í heima- byggð, en hún hefur byggt upp veitingastaðinn, gistihúsið og bú- skapinn Vogafjós í Mývatnssveit frá 1999 og átti starfsemin því tuttugu ára afmæli í fyrra. „Þetta kom mjög mikið á óvart, ég verð bara að viðurkenna það. Ég hélt eiginlega að þetta væri bara plat,“ sagði Ólöf eftir athöfnina í gær, en hún hefur starfað innan ferðaþjón- ustunnar nánast frá því hún hóf starfsferil sinn skömmu eftir ferm- ingu. „Í raun var hugmyndin sú að opna búið fyrir gestum og nýta það sem er á svæðinu eins mikið og hægt er. Við nýtum afurðir okkar á veitinga- staðnum, en við erum bæði með kýr og kindur,“ segir hún. „Við byrjuðum eiginlega með tvær hendur tómar en ég og fjölskylda mín og bróðir minn og hans fjöl- skylda hafa staðið að þessari upp- byggingu. Það má ekki gleyma því að ég stend ekki að þessu öllu ein; þótt ég sé kannski í brúnni þá hef ég haft góða bakhjarla,“ segir Ólöf. Hún segir breytingarnar í ferða- þjónustu á síðustu tuttugu árum hafa verið gríðarlega miklar. Fleiri sæki Vogafjós heim en áður og nú sé hægt að hafa þar opið allan ársins hring. „Það er ákveðin upplifun að koma inn á svona opið býli, fólk gengur ekki bara inn á venjulegan veitinga- stað,“ segir Ólöf að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiður Fjórtán manns fengu fálkaorðuna á Bessastöðum í gær. Ólöf var ein þeirra, en hún er fjórða frá vinstri. Fjórtán Íslendingar hlutu fálkaorðu á nýársdag  Sjö konur og sjö karlar voru sæmd riddarakrossi í gær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.