Morgunblaðið - 02.01.2020, Síða 11
FRÉTTIR
11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Félag sem keypt hefur hluta
eigna Atlantic Leather hefur
starfsemi á Sauðárkróki í byrjun
nýs árs. Nýja fyrirtækið mun ein-
ungis sinna sútun fiskroðs og
framleiðslu sjávarleðurs en ekki
sútun á gærum. Þá verður ferða-
þjónusta Gestastofu sútarans flutt
annað.
„Við leggjum áherslu á að vera
með þessa starfsemi áfram á
Sauðárkróki. Þar er þekkingin og
reynslan. Þar var þessi vinnsla
þróuð og við hæfi að hún sé þar
áfram,“ segir Hlynur Ársælsson,
stjórnarformaður nýja fyrir-
tækisins, sem mun bera sama
nafn, Atlantic Leather. Hallveig
Guðnadóttir, eiginkona hans,
verður framkvæmdastjóri. Þau
eiga fyrirtækið ásamt erlendum
fjárfesti. Hlynur hefur tuttugu
ára starfsreynslu úr sölu- og
markaðsmálum í sjávarútvegi.
Hann vann lengi hjá Iceland Sea-
food, meðal annars sem fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins í
Hamborg.
Reiknað er með að um sex
starfsmenn verði við framleiðsl-
una á Sauðárkróki, en fjórtán
unnu hjá fyrirtækinu þegar það
fór í þrot í októbermánuði. Nýja
fyrirtækið mun ekki sinna sútun á
gærum, sem verið hefur megin-
hluti starfsemi Atlantic Leather
og Loðskinns í áratugi. „Við
sjáum ekki rekstrargrundvöll fyr-
ir vinnslu á gærum, því miður,“
segir Hlynur.
Gestastofa sútarans hefur verið
vinsæll áningarstaður ferðafólks
á Sauðárkróki. Nýja fyrirtækið
verður ekki með þá starfsemi en
aðrir aðilar hafa hug á að reka
gestastofuna áfram.
Stefán Ólafsson, skiptastjóri
þrotabúsins, segir að nýja fyrir-
tækið hafi keypt nafn fyrir-
tækisins, viðskiptavild og tæki til
sútunar á fiskroði fyrir um níu
milljónir króna. Hann segir að
einhverjar þreifingar séu í gangi
varðandi gæruhlutann. Tæki til
þeirrar framleiðslu séu að mestu
leyti í eigu húseigandans.
Kröfulýsingarfresti er lokið.
Stefán segir ekki búið að taka af-
stöðu til allra krafna en hann tel-
ur að kröfurnar geti orðið um
150 milljónir. Telur hann að ein-
ungis verði hægt að greiða hluta
veðkrafna en ekkert fáist upp í
launakröfur eða almennar kröfur.
Megnið af sjávarleðrinu sem
framleitt er á Sauðárkróki fer á
erlenda markaði. „Við erum búin
að selja um 60% af framleiðslu
næsta árs,“ segir Hlynur. Hann
telur að miklir möguleikar séu í
þessari framleiðslu í framtíðinni.
Tekur fram að samkeppni muni
aukast á komandi árum enda roð
sútað víðar en á Íslandi. „Við telj-
um okkur vera með forskot í
gæðum en það þarf að leggja
fjármuni í áframhaldandi rann-
sóknir og vöruþróun.“
Nýtt fyrirtæki
tekur við fram-
leiðslu sjávarleðurs
Óvissa með sútun gæra á Sauðár-
króki Gestastofan fer annað
Sjávarleður Hráefni sem þróað er
og framleitt á Sauðárkróki er notað
í tískuvörur um allan heim.
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fös: 11-18
lau: 11-15
Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnu ári
Gleðilegt ár!
Lokað 2.janúar - opnum aftur 3.jan.
Útsalan
hafin
40-
50%
afsláttur
Opið 12-18 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
Svifryksmengun á nýársnótt var tölu-
vert minni en síðustu ár, að því er
fram kemur í frétt mbl.is í gær. Þar
segir að loftmengun hafi mælst lang-
mest á höfuðborgarsvæðinu um
klukkan eitt á nýársnótt, en svif-
ryksmengun á mælum Umhverfis-
stofnunar í Dalsmára var tæplega 290
míkrógrömm á rúmmetra. Heilsu-
verndarmörk svifryks eru 50 míkró-
grömm á rúmmetra.
Mest magn svifryks mældist við
Grensásveg, þar sem það var tæplega
320 míkrógrömm á rúmmetra. Svif-
ryksmengun var öllu meiri í fyrra,
þegar magn PM10 svifryks í Dal-
smára mældist mest 1.036 míkró-
grömm á rúmmetra.
Árið 2018 fór gildi PM10 aftur á
móti yfir 4.500 míkrógrömm á rúm-
metra.
Greint er frá því að sá litli vindur og
rigning sem hafi verið á höfuðborg-
arsvæðinu á nýársnótt hafi líklega haft
talsvert að segja um það að mengunin
hafi mælst minni en síðustu ár.
Svifryksmengun
minni en síðustu ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mengun Svifryksmengun mældist
minni um áramótin nú en síðustu ár.
Tekjuskattskerfið tók nokkrum
breytingum nú um áramót þegar
skattþrep urðu þrjú í stað þeirra
tveggja sem fyrir voru. Er um að
ræða einn hluta af umfangsmiklum
skattabreytingum sem tóku gildi,
en áhrif þeirra eru metin til samtals
9,5 milljarða króna lækkunar, að
því er fram kemur á vef stjórnar-
ráðsins.
Á meðal annars sem breyttist er
að skatthlutfall almenns trygginga-
gjalds lækkaði úr 5,15% í 4,9%, og
lækkar því tryggingagjald í heild
úr 6,6% í 6,35%. Þá hækkuðu skerð-
ingarmörk tekjustofns barnabóta.
Hjá einstæðum foreldrum hækkuðu
þau úr 3,6 milljónum króna á árs-
grundvelli í 3,9 milljónir. Hjá sam-
búðarfólki hækkuðu mörkin úr 7,2
milljónum á ári í 7,8 milljónir.
Skattkerfið hefur
tekið breytingum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Foreldrar Skerðingarmörk tekjustofns
barnabóta hækkuðu um áramót.