Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 14
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bílasala dróst saman árið 2019 en hægt er að reikna með að salan aukist á þessu ári að því gefnu að ekki verði nein meiriháttar skakkaföll í efna- hagslífi landsins. Þetta segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins (BGS), en samtökin birtu í gær yfirlit yfir sölu ársins. Alls seldust 11.728 nýir fólks- bílar í fyrra, sem er 34,8% sam- dráttur frá árinu 2018 þegar 17.976 bílar seldust. Samdrátturinn var svipaður í söl- um til einstaklinga og til bílaleiga, en það hefur verið eitt af sérkennum ís- lenska bílamarkaðarins undanfarin ár hve stórt hlutfall nýrra bíla fer til bíla- leiganna. Voru 41,5% nýskráðra bíla bílaleigubílar á síðasta ári, en 57,5% bílar til almennra nota og er það svip- uð skipting og undanfarin ár. Gamall flotti en mikill áhugi á vistvænum bílum Markaðurinn tók að kólna nokkuð hraustlega haustið 2018 og segir María að minnkandi sölu megi eink- um rekja til gjaldþrots WOW Air, kjaradeilna, loðnubrests og síðar hóp- uppsagnar hjá einum af stóru bönk- unum þremur. „Allt hafði þetta þau áhrif að neytendur héldu að sér hönd- um og biðu átekta vegna óvissu um hvað gæti verið að gerast í hagkerf- inu. Ytri aðstæður skipta fólk máli þegar kemur að kaupum á bíl enda næststærsta fjárfesting flestra heim- ila.“ Þrátt fyrir samdráttinn var bíla- salan síðasta ár rétt yfir árlegri meðalsölu frá aldamótum en María segir töluvert vanta upp á að salan fullnægi uppsafnaðri endurnýjunar- þörf. „Meðalaldur íslenska bílaflot- ans var 12,3 ár í fyrra og útlit fyrir að hann hafi hækkað miðað við sölutöl- ur ársins 2019 en til samanburðar er meðalaldur einkabíla í Evrópu 10,8 ár,“ upplýsir María og bætir við að það sé áhyggjuefni að bílar á íslensk- um götum skuli vera svona mikið eldri en í þeim löndum sem við vilj- um bera okkur saman við. Greinilegt er að almenningur er áhugasamur um vistvæna bíla, þ.e. bíla með tvinn- eða tengiltvinn- mótor, metan- og rafmagnsbíla. Myndaði þessi flokkur samtals 27,5% af heildarsölunni á nýliðnu ári en hlutfallið var 20,7% árið 2018 og 15,2% árið 2017. María bendir á að ef bílaleigubílarnir séu dregnir frá hækki þetta hlutfall enn meira og voru vistvænir bílar um 42,5% allra nýskráðra bíla til einkanota í fyrra. „Má gera ráð fyrir að þetta hlutfall hefði getað orðið enn hærra ef fram- leiðendur hefðu annað þeirri eftir- spurn sem var á markaðnum. Áhugi almennings er mikill en bið hefur verið eftir ákveðnum tegundum og gerðum, og einhverjir verið að hinkra eftir rafbílum með lengra drægi, sem nú eru loksins komnir á markaðinn.“ Innviði skortir fyrir vistvæna bílaleigubíla Hlutfall vistvænna bifreiða er mun lægra þegar hlutur bílaleiganna er skoðaður sérstaklega og segir María að til að þær geti farið að fjárfesta í vistvænum bifreiðum í auknum mæli þurfi að bæta innviði. Hleðsluað- stöðu vanti við Leifsstöð og einnig við mörg hótel og gististaði þar sem ferðamenn leggja bílum sínum, og á höfuðborgarsvæðinu almennt. „Yfir háannatímann á sumrin eru um 2.000 bílar afhentir daglega á Kefla- víkurflugvelli en í dag er þar ekki að- staða til að hlaða mikinn fjölda raf- bíla eða tengiltvinnbíla.“ Bílgreinasambandið væntir þess að á þessu ári aukist sala á nýjum fólksbílum um 8,7% miðað við 2019 og spáir að 12.750 bílar seljist. Spila þar inn í jákvæðar horfur í atvinnu- lífinu, aukið framboð af rafmagns- og tengiltvinnbílum og að vextir á lán- um eru í sögulegu lágmarki. Þá gefa tölur um förgun bifreiða vísbendingu um hvert markaðurinn er að stefna. „Útlit er fyrir að nærri 11.000 fólksbílum hafi verið fargað á síðasta ári samanborið við 10.512 bíla árið 2018. Árin 2005 til 2008 sáum við töluverða aukningu í förgun bifreiða sem svo hélst í hendur við ágæta sölu á nýjum bílum og gæti vöxtur í förg- un verið til marks um að verr gangi að koma elstu og slitnustu bílunum í verð þar eða fleiri kjósa að kaupa nýjan eða lítið notaðan bíl.“ Ráð að stofna samgönguklasa Spurð um langtímahorfurnar seg- ir María jákvætt að stjórnvöld virð- ist farin að horfa lengra fram á veg- inn þegar kemur að ívilnunum vegna gjalda á vistvæn ökutæki, og útlit fyrir að farið verði að ráðum Bíl- greinasambandsins og virðisauka- skattsívilnanir á tengiltvinnbíla framlengdar fram til ársins 2023 í stað þess að gilda aðeins til loka árs 2020 eins og fyrst var lagt upp með. Hún segir að án þessara ívilnana gætu margir rafmagns-, tvinn- og tengiltvinnbílar ekki verið sam- keppnishæfir í verði og því nauðsyn- leg aðgerð til að ná markmiðum stjórnvalda um orkuskipti í sam- göngum. „Eftir sem áður er það skoðun Bílgreinasambandsins að skattlagning bifreiða eigi ekki að vera í formi hárra gjalda á bílinn sjálfan heldur eigi frekar að skatt- leggja notkunina.“ Þá kunna áhugaverðar breytingar að vera að eiga sér stað á samgöngu- venjum almennings og bendir María á þá líflegu umræðu sem spunnist hefur undanfarin misseri um bíllaus- an lífstíl, hjólreiðar og almennings- samgöngur og tvinnast m.a. saman við umræðuna um loftslagsmál. Stundum tekur þessi umræða á sig þá mynd að öll spjót beinast að einkabílnum, sem María minnir þó á að valdi aðeins litlu broti af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. „Í tali um þunga umferð og mengun af völdum útblásturs er mikilvægt að skoða leiðir til að láta umferðina flæða betur og draga þannig úr lausagangi á rauðu ljósi, hraðabreyt- ingum vegna hraðahindrana og slíkra þátta sem leiða til aukinnar mengunar frá ökutækjum.“ Ein lausn sem teflt hefur verið fram er Borgarlínan, sem María seg- ir þó ekki alveg ljóst hvað eigi að vera eða hve mikið hún muni kosta. Bendir María á að ótal sniðugar lausnir í samgöngum séu handan við hornið. Sjálfakandi bílar eru þegar komnir á götuna úti í heimi og áhugaverð verkefni í gangi hér og þar, allt frá rafmagns-hlaupahjólum og deilibifreiðum upp í sjálfakandi liðvagna. Segir hún að frekar en að veðja á risaverkefni eins og Borgar- línu gæti verið ráð að greiða leið til- raunaverkefna í samgöngum á Ís- landi. „Ég held það væri ógalið að setja af stað verkefni eins og n.k. samgönguklasa þar sem frumkvöðl- ar gætu þróað samgöngulausnir og jafnvel að skapaður yrði vettvangur og hvati fyrir erlend fyrirtæki að prófa lausnir sínar hér á landi.“ Vænta batnandi bílasölu AFP Þróun Frá prófun á sjálfakandi bíl frá Hyundai. Borið hefur á neikvæðri umræðu um einkabílinn undanfarin misseri. Tæknin er á fleygiferð.  Vistvænir bílar mynduðu liðlega 42% af sölu nýrra bíla til einstaklinga árið 2019  Spennandi ný módel og lágir vextir ættu að örva söluna á þessu ári  Áhugavert væri að stofna samgönguklasa María Jóna Magnúsdóttir 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 Tekur ál, stál og ryðfrí hnoð upp að 4,8mm. LED ljós fyrir léleg birtuskilyrði. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðum. Verð 59.900 kr. (með rafhlöðu) M12 BPRT Alvöru hnoðbyssa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll 2. janúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.81 121.39 121.1 Sterlingspund 159.03 159.81 159.42 Kanadadalur 92.67 93.21 92.94 Dönsk króna 18.129 18.235 18.182 Norsk króna 13.734 13.814 13.774 Sænsk króna 12.956 13.032 12.994 Svissn. franki 124.79 125.49 125.14 Japanskt jen 1.1122 1.1188 1.1155 SDR 167.25 168.25 167.75 Evra 135.45 136.21 135.83 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.819 Hrávöruverð Gull 1523.0 ($/únsa) Ál 1790.5 ($/tonn) LME Hráolía 68.2 ($/fatið) Brent ● Þrátt fyrir gjöfult ár á verðbréfa- mörkuðum fór verðið á ýmsum lúxus- varningi lækkandi á síðasta ári. Þannig lækkaði verð á gæðavíni um 3,6% og verð litaðra demanta um 0,8%, að því er WSJ greinir frá. Þá hafa fágætir fornbílar lækkað í verði um 5,6%. Sætir þetta furðu enda haldast þró- un markaða og verð lúxusvarnings oft í hendur. Er helsta skýringin að Brexit og tollastríð Kína og Bandaríkjanna hafi dregið úr eftirspurn, ekki síst í Kína, sem er einn af lykilmörkuðum framleið- enda lúxusvara. ai@mbl.is Lúxusvörur á niðurleið STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.