Morgunblaðið - 02.01.2020, Side 16

Morgunblaðið - 02.01.2020, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skýrsla semRíkislög-reglustjóri gaf út undir lok ný- liðins árs og ber heitið Umhverfi löggæslu á Íslandi 2020-2024 er afar athyglisverð samantekt um þróun og horfur í þessum mála- flokki. Í skýrslunni er til að mynda farið yfir þróun á skipu- lagi lögreglumála á Norð- urlöndum, sem er gagnlegt inn- legg í þá umræðu sem verið hefur um þau mál hér á landi og sýnir að nágrannaríki okkar hafa verið að færa sig í þá átt að setja lögreglulið landa sinna undir eina stjórn. Þetta skiptir máli til að nýta kraftana sem best og veitir ekki af þegar horft er til þeirrar miklu fjölgunar sem orðið hefur á íbúafjölda hér á landi, sam- hliða mikilli fjölgun ferða- manna. Hvort tveggja eykur álag á lögregluna í landinu, en þrátt fyrir það hefur fækkað töluvert í lögreglunni síðasta áratuginn, þó að heldur hafi fjölgað frá því að fæst var árið 2013. Verulega vantar þó upp á til að mæta því sem í skýrslunni er talið æskilegur fjöldi lög- reglumanna og einnig ef fjöldi lögreglumanna hefði aðeins fylgt mannfjöldaþróun. Miklu skiptir að hafa þessa grunnstoð samfélagsins í lagi, ekki síst í ljósi þeirra varnaðar- orða sem ítrekað hafa komið fram frá embætti ríkislög- reglustjóra um hættuna af skipulagðri glæpastarfsemi. Í skýrslu um þetta sem kom út sl. haust segir til dæmis að það sé „mat lögreglu að hér á landi starfi skipulagðir hópar brota- manna sem sumir hverjir búa yfir umtalsverðum styrk og fjármagni. Eftir því sem hópar þessir eflast verður örðugra fyrir lögreglu að sporna gegn starfsemi þeirra. Þeir eiga auð- veldara með að fela slóð sína og fjárhagslegur styrkur gerir þeim kleift að kaupa sérfræði- þekkingu og fela ágóða starf- seminnar í löglegum rekstri.“ Í nýju skýrslunni segir að greiningardeild ríkislög- reglustjóra telji líklegt að á næstu árum aukist umræða um nauðsyn þess að mynda sér- staka rannsóknardeild í þeim tilgangi að takast á við skipu- lagða glæpastarfsemi, þar með talið peningaþvætti. Þá er bent á að barátta gegn skipulagðri glæpastarfsemi mótist að veru- legu leyti „af forgangsröðun og framtíðarsýn þingheims og stjórnvalda innan þessa mála- flokks“. Þingheimur og stjórnvöld ættu að taka mark á þessum orðum og einnig þeim sem snúa að umsóknum og umsækj- endum um alþjóðlega vernd. Þessum umsóknum fjölgaði gríðarlega til ársins 2017. Þeim hefur síðan fækkað nokkuð en eru samt enn marg- falt fleiri en þær voru fyrir fáeinum árum. Brýnt er að ná betri tök- um á þessum málaflokki, ekki síst vegna þess sem minnt er á í nýju skýrslunni, að þessar um- sóknir um alþjóðlega vernd geti tengst skipulagðri glæpastarf- semi. Þessu tengist einnig afar at- hyglisverð umfjöllun í skýrsl- unni um félagslegan marg- breytileika og viðkvæm svæði. Þar er rætt um þróunina á Norðurlöndum, meðal annars með þessum orðum: „Hverfi og götur í stærri borgum Norðurlanda bera þess víða merki, að margra mati, að félagsleg aðlögun hafi mistekist og aðlögun innflytjenda að nor- rænum samfélögum hafi í mörgum tilvikum ekki verið í samræmi við vonir og yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Margir áhrifaþættir eru þar á ferð sem erfitt er að stjórna í frjálsu samfélagi. Þess þekkjast dæmi frá Norðurlöndum að stórir hlutar hverfa séu byggðir innflytjendum frá ákveðnum svæðum heims. Í þeim tilvikum myndast einsleit nærsamfélög að mestu byggð jaðarsettum þjóðfélagshópum. Í Svíþjóð kallast slík svæði „utsatta områden“ („viðkvæm svæði“) og þar hafa gengi og glæpahóp- ar myndast umfram það sem gerist utan þessara svæða.“ Bent er á að málaflokkurinn sé viðkvæmur, ekki síst pólit- ískt, en það réttlætir ekki hve lítið er um þessi mál fjallað. Skýringin er líklega sú að þeir sem reyna að benda á hætt- urnar fá gjarnan yfir sig hol- skeflu af ásökunum um fjand- skap við útlendinga. Þau fráleitu viðbrögð mega þó ekki verða til þess að þessi mál fái ekki viðunandi umræðu hér á landi fyrr en það verður um seinan, enda er hætta á að þá verði umræðan öll mun nei- kvæðari og ástandið orðið óþol- andi. Íslendingar eiga enn mögu- leika á að grípa inn í og tryggja að íbúaþróun hér verði ekki með þeim hætti að samfélagið fari úr skorðum. Það þýðir með- al annars að fjöldi þeirra sem hingað flytur frá fjarlægum slóðum má ekki vera meiri en svo að hinir nýju íbúar eigi möguleika á að laga sig að sam- félaginu. Þessi málaflokkur er, ásamt því að vera viðkvæmur, á meðal þeirra brýnni á komandi árum. Vonandi tekst á nýju ári að ræða þessi mál og takast á við þau af þeirri ábyrgð sem þau kalla á. Tími er kominn til að Íslendingar horfi til Norðurlandanna og ræði innflytjenda- mál af alvöru} Brýnt úrlausnarefni Í tilefni áramóta langar mig að fara yfir árið og nefna nokkur af þeim verk- efnum sem ég og ráðuneyti mitt unn- um að á árinu 2019. Verkin eru ólík og spanna vítt svið en eiga það sameigin- legt að stuðla öll að betra heilbrigðiskerfi fyrir fólkið í landinu. Sjúkrahótel við Hringbraut var afhent formlega með viðhöfn 31. janúar 2019. Í febr- úar var hjúkrunarheimilið Seltjörn á Sel- tjarnarnesi með 40 hjúkrunarrýmum afhent til rekstrar með pompi og prakt og 1. mars 2019 tóku gildi ný lög um rafrettur. Í apríl var tímamótasamstarf norrænna þjóða á sviði lyfjamála staðfest með undirritun samkomulags þess efnis í Ráðherrabústaðn- um og í maí voru lög um þungunarrof sam- þykkt á Alþingi. Samþykkt laganna markar tímamót í sögu kvenréttinda hér á landi, en markmið þeirra er að tryggja að sjálfsforræði kvenna sem óska eftir þungunarrofi sé virt. Í maí voru einnig opnuð 30 ný dagdvalarrými á Hrafnistu fyrir fólk með heilabilun. Í júní var heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi og í kjölfarið voru haldnir kynningarfundir um stefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Áætlun heilbrigðisstefnu til fimm ára var einnig lögð fram á Al- þingi í júní. Samkomulag var undirritað milli Sjúkra- trygginga Íslands og Rauða kross Íslands um framleng- ingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða og staðfest af mér í júlí 2019, en auk þess var opnað nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili Sólvangs í Hafnar- firði. Þegar leið á haustið var þjónusta geð- heilsuteyma efld með þátttöku borgarinnar, en samstarfsyfirlýsing þessa efnis var undir- rituð milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborgar í október 2019. Fjöl- mennur vinnufundur um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu var skipulagður af ráðuneyti mínu og haldinn á Nauthóli um miðjan október, en fundurinn var liður í undirbúningi Heilbrigðisþings sem var haldið 15. nóvember. Í nóvember var endurnýjun sjúkrabílaflotans hafin með kaupum á 25 nýjum bílum í kjölfar útboðs, auk þess sem fyrsta skóflustungan að 60 rýma hjúkrunarheimili í Árborg var tekin formlega. Í desember voru tvö mikilvæg skref stigin, annars vegar þegar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fang- elsum landsins og sérstakt geðheilsuteymi fanga sett á fót og hins vegar þegar ég kynnti áætlun um að verja 1,1 milljarði á næstu tveimur árum í að lækka greiðsluþátt- töku sjúklinga, en sem dæmi má nefna að komugjöld í heilsugæslu verða felld niður, niðurgreiðslur fyrir tann- læknisþjónustu, lyf og tiltekin hjálpartæki auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Svandís Svavarsdóttir Pistill Af verkefnum ársins 2019 Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Leigubílstjórar eru áhyggju-fullir nú í upphafi árs.Fyrir Alþingi liggurstjórnarfrumvarp sem kveður á um talsverðar breytingar á fyrirkomulagi leigubílaaksturs. Lík- ur eru taldar á því að það verði sam- þykkt í vor. Bílstjórarnir óttast að fari það í gegn óbreytt geti það leitt til „óafturkræfs skaða“ eins og segir í umsögn Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra (BÍLS), en hún var send þinginu á milli jóla og ný- árs. Aðrar umsagnir hafa ekki borist við frumvarpið þegar þetta er skrifað. Markmið með frumvarpinu er að „auka frelsi á leigubifreiðamark- aðnum og tryggja örugga og góða þjónustu fyrir neytendur,“ segir í greinargerð ráðherra. Meðal breyt- inga sem lagðar eru til eru afnám takmörkunarsvæða og fjöldatak- markana atvinnuleyfa, afnám skyldu leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð og breyttar kröfur til þeirra sem hyggjast starfa sem leigubifreiðastjórar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að til verði tvær tegundir leyfa sem tengjast akstri leigubifreiða. Annars vegar atvinnu- leyfi, sem mun veita réttindi til að aka leigubifreið í eigu rekstrar- leyfishafa í atvinnuskyni, og hins vegar rekstrarleyfi, sem mun veita réttindi til að reka eina leigubifreið sem er í eigu rekstrarleyfishafa eða skráð undir umráðum hans. Þegar Sigurður Ingi Jóhanns- son, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði í byrjun desember sagði hann að tildrög þess væru athugasemdir sem EES, Eftirlitsstofnun EFTA, hefði gert við leigubílamarkaðinn hér á landi árið 2017. Taldi stofnunin líkur á því að hér giltu aðgangs- takmarkanir sem ekki væru í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins. Í kjölfarið var skipaður starfshópur á vegum ráðuneytisins sem fór yfir reglurnar. Komst hann að þeirri niðurstöðu að breytingar á íslensku regluverki um leigu- bifreiðar væru óhjákvæmilegar. Í framhaldinu var frumvarpið samið og kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögn leigubílstjórafélag- anna um frumvarpið segir m.a.: „Hérlendis er það þannig að með vinnuskyldu leyfishafa, stöðva- skyldu leigubifreiða og takmörkun fjölda leyfa, er haldið uppi þjónustu við almenning allan sólarhringinn alla daga ársins. Við vitum, að með afnámi þessara þriggja þátta í einni svipan, mun klárlega verða til þess að þjónustan fari úr böndunum. Framboð og eftirspurn á frjálsum markaði, eins og talað hefur verið um í þjóðfélaginu að undanförnu, án þess að taka tillit til eðli þjónust- unnar, mun ekki gefa þá raun sem fólk væntir. Sú reynsla liggur nú þegar fyrir hjá Finnum, þar sem þjónustunni við dreifbýli hefur hrak- að skelfilega, mun hið sama gerast hjá Íslendingum með afnámi fjölda- takmarkana. Takmörkunarsvæði Akureyrar og Árborgar munu verða hvað verst úti. Afnám fjöldatak- mörkunar gerir það að verkum að áhugasamir verða sér úti um leyfi og sinna akstri á stöðum og tímum sem líklegast er að vænta viðskipta, hafa þannig lifibrauðið af þeim sem fyrir eru þar til þeir hreinlega gefast upp á rekstri. Þá mun einmitt skorta þjónustu virka daga og til fjarlægari svæða. Eldri borgarar, fatlaðir og sjónskertir munu eiga erfiðast með að fá þjónustu.“ Bílstjórarnir benda á að í kjöl- far lagabreytinganna í Finnlandi hafi þjónustan versnað, verðlag hækkað verulega og fólk misst traust á leigubílaþjónustu, allt í þversögn við það sem búist hafi ver- ið við af breytingunum. Málið sé nú til endurskoðunar þar í landi. Enn fremur segir í umsögninni að íslenskt samfélag sé afar fámennt og því viðkvæmara fyrir breytingum sem þessum. Þess vegna sé nauð- synlegt að taka tillit til þróunar mála á Norðurlöndum og skoða þann möguleika að skipta lagabreytingum í þrep og hafa þá svigrúm til að bregðast við áður en skaðinn verður óafturkræfur eftir gildistöku. Leigubílstjórar mjög ósáttir við breytingar Morgunblaðið/Jim Smart Leiguakstur Atvinnubílstjórar eru mjög ósáttir við stjórnarfrumvarp sem ætlað er að breyta leigubílamarkaðnum hér á landi verulega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.