Morgunblaðið - 02.01.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.01.2020, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 Árni Sæberg Áramót Flugeldar glitruðu á næturhimninum á nýársnótt og spegluðust í Reykjavíkurtjörn þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins fögnuðu áramótunum á sinn hefðbundna hátt. Veturinn 2008 var illa komið fyrir ís- lensku þjóðinni. Bankakerfið var að miklu leyti hrunið og bresk stjórnvöld höfðu fryst eignir íslenskra banka í Bretlandi með hryðjuverkalögum. Gordon Brown, for- sætisráðherra Bret- lands, sagði Ísland á barmi gjaldþrots og erlendir fjöl- miðlar tóku í sama streng. Þeir sökuðu Íslendinga um að ætla að smeygja sér undan alþjóðlegum skuldbindingum við sparifjáreig- endur í bankaútibúum erlendis. Allt lagðist þetta á eitt við að ógna utanríkisverslun Íslands, tefja endurreisn fjármálakerfisins og spilla orðstír íslenska ríkisins og þjóðarinnar um heim allan. Stjórn- völd sýndust af ýmsum ástæðum treg eða lítt fær um að taka fylli- lega á þessum vanda, og það féll í grýttan jarðveg þegar Davíð Odds- son seðlabankastjóri (brátt leystur frá embætti af nýrri ríkisstjórn) lét að því liggja að íslenska þjóðin ætl- aði ,,ekki að borga skuldir óreiðu- manna“ í útlöndum. Nokkrum framtakssömum mönn- um í Reykjavík, sem flestir áttu það sameiginlegt að hafa hlotið há- skólamenntun sína í Bretlandi, þótti hér í óefni komið. Þeir stofn- uðu með sér samtökin InDefence of Iceland með það að markmiði að virkja almenning til varnar landinu. Íslenska ríkið gæti aldrei náð við- unandi samningum um ágreinings- efnin við Breta og Hollendinga og reist fjármálakerfið úr rústum nema Íslendingar styrktu stöðu sína út á við – ekki aðeins gagnvart erlendum stjórnvöldum heldur einnig gagnvart fjölmiðlum og al- menningi á Vesturlöndum. Sókn væri besta vörnin, og hana hófu samtökin með því að setja upp frumlega netsíðu, þar sem fram fór undirskriftasöfnun og kröftugur málflutningur gegn ákvörðun Bretastjórnar um að beita hryðju- verkalögum gegn íslenskum bönkum. Íslendingar vildu virða skuldbindingar íslenska ríkisins við evrópska innstæðutryggingakerfið, en tækist ekki að leysa úr ágrein- ingi um það efni ætti að vísa málinu til dómstóla eftir hefðum réttar- ríkisins, undirstöðu vestræns lýð- ræðis. Í mars 2009 afhentu forvígismenn In- Defence-hópsins breskum þingmönnum undirskriftir rúmlega 83.000 manna gegn beitingu bresku hryðjuverkalaganna gagnvart íslenskum aðilum. Nokkru síðar, 5. júní 2009, gerðu ríkisstjórnir Bret- lands, Hollands og Ís- lands með sér svo- nefndan Icesave- samning um uppgjör á bresku þrotabúi Landsbankans. In- Defence-hópurinn lagðist eindregið gegn þessum samningi, þar sem hann bryti m.a. í bága við fullveldi landsins og stefndi endurreisn fjár- málakerfisins og lífskjörum ís- lensku þjóðarinnar í hættu. Ís- lenska ríkið hefði að ósekju fallist á ábyrgð á ólögmætri Icesave-kröfu Breta og Hollendinga, samnings- vextir væru allt of háir og gjaldfell- ingarákvæði afar varasöm. Þrátt fyrir þessi þungvægu rök töldu þeir félagar ólíklegt að samningnum yrði hnekkt og beittu sér þess vegna fyrir því að Alþingi setti ýmsa fyrirvara við efni hans. Nú fór svo að ríkisstjórnir Bret- lands og Hollands höfnuðu fyrirvör- unum, en féllust til sátta á við- aukasamning, Icesave II. InDefence-hópurinn hóf hins vegar harða baráttu gegn þessum samn- ingi með því að hann gerði nánast að engu fyrirvara til að takmarka ábyrgð íslenska ríkisins á umsömd- um skuldbindingum. Stjórnarand- staðan á Alþingi og hluti stjórnar- þingmanna undir forystu Ög- mundar Jónassonar lagðist á sveif með hópnum og var samningurinn því að lokum samþykktur með að- eins þriggja atkvæða meirihluta á þingi í árslok 2009. InDefence-hópurinn efndi hins vegar til undirskriftasöfnunar, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands að synja lögum um samninginn staðfest- ingar. Þátttaka í söfnuninni reynd- ist með fádæmum og 2. janúar 2010, fyrir réttum tíu árum, af- hentu forsvarsmenn InDefence for- setanum undirskriftirnar, alls 56.089. Fjöldi manns hafði þá safn- ast saman úti fyrir Bessastöðum og hafði blys á lofti. Þessi aðgerð átti sinn þátt í að móta það álit erlendra fjölmiðla að meirihluti íslensku þjóðarinnar væri að taka málið í sínar hendur með friðsamlegum og lýðræðislegum hætti, eins og stjórnarskrá landsins tryggði. Þremur dögum síðar fór forset- inn að áskorun undirskrifenda með þeirri röksemd að vilji þjóðarinnar væri hornsteinn lýðræðisins. Skömmu síðar kom fram að Bretar og Hollendingar væru nú skyndi- lega reiðubúnir að bjóða Íslend- ingum hagstæðari samningskjör, enda fór þjóðaratkvæðagreiðslan svo að 98,1% þátttakenda greiddi atkvæði gegn Icesave-samningnum. Á þesssum erfiðu tímum hafði InDefence tekist að sameina þjóð- ina um það grundvallaratriði að ís- lenska ríkið ætti ekki að leggja út fé fyrir skuldum sem það hefði aldrei stofnað til. Samningsstaða Íslands hafði styrkst við sóknina gegn bresku hryðjuverkalögunum og efldist nú enn frekar við úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar og skörulegan málflutning forseta Íslands í er- lendum fjölmiðlum. Fjármála- geirinn alþjóðlegi hafði augljóslega fengið allt of lausan tauminn og ógnað að lokum sjálfu hagkerfi Vesturlanda með græðgi sinni og hroka. Allt gróf þetta nú undan kröfugerð Breta og Hollendinga á hendur Íslendingum. Þeim varð ekki lengur lýst sem sérstökum syndaselum, sem flokka bæri með hryðjuverkamönnum. Eftir úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar 2010 hófust að nýju samningaviðræður ríkisstjórna, sem lauk með þriðja Icesave- samningnum, svonefndum Buch- heit-samningi, í desember 2010. InDefence-hópurinn var ekki á eitt sáttur um ýmis ákvæði þessa samn- ings og tók því ekki sem heild beina afstöðu til hans samkvæmt starfs- reglum sínum. Buchheit-samningurinn, sem samþykktur var með yfirgnæfandi meirihluta á Alþingi, þótti almennt til bóta miðað við tvo hina fyrri Ice- save-samninga. Engu að síður ákvað forseti Íslands að fara að áskorunum í víðtækri undirskrifta- söfnun nýrra samtaka, kjósum.is, og synja lögunum um samninginn staðfestingar. Í þjóðaratkvæða- greiðslu í apríl 2011 var III. Ice- save-samningnum síðan hafnað með 60% atkvæða. Þótt InDefence sæti hjá í þessari lotu réðust úrslitin lík- lega að talsverðu leyti af öflugu kynningarstarfi og málflutningi hópsins gegn fyrri Icesave- samningnum. Þar við bættist skörp gagnrýni sumra félaga úr hópnum á ýmis grundvallarákvæði samn- ingsins. Eftirlitstofnun Fríverslunar- samtaka Evrópu (ESA) brást hart við niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Hóf stofnunin mál- sókn fyrir EFTA-dómstólnum gegn íslenska ríkinu með stuðningi Evr- ópusambandsins vegna meintra brota á tilskipun þess um inn- stæðutryggingar bankareikninga. Í janúarlok 2013 sýknaði dómstóllinn íslenska ríkið hins vegar af öllum kröfum þessara aðila, eins og al- kunna er. Með þeim dómi hafði málstaður InDefence hlotið endan- legan sigur. Dr. Carl Baudenbacher, fyrrver- andi forseti EFTA-dómstólsins, komst síðar svo að orði í blaða- viðtali að III. Icesave-samningur- inn hefði verið ,,skrifaður á máli Versalasamninganna“, sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöld. Rök hafa verið færð fyrir því að Ver- salasamningarnir séu einhverjir ógæfulegustu nauðungarsamningar veraldarsögunnar. Orð dómsforset- ans sýna því skýrt hvílíkt nauð- synjaverk þeir menn unnu sem með stuðningi forseta Íslands tryggðu íslensku þjóðinni lokaorðið um Ice- save-samningana. Í krafti þessarar baráttu og fullveldis landsins gat ríkissjóður krafið þrotabú föllnu fjármálafyrirtækjanna (að mestu í eigu erlendra vogunarsjóða) um svokölluð stöðugleikaframlög af út- greiðslum andvirðis eigna í íslensk- um krónum. Sl. haust námu tekjur af þessum framlögum alls 445 millj- örðum króna, þar af hafði um 200 milljörðum verið varið til greiðslu ríkisskulda. Til viðbótar því eru aðrar greiðslur föllnu fjármála- fyrirtækjanna til hins opinbera og áætlað er að framlögin geti numið að minnsta kosti 600 milljörðum króna. Stöðugleikaframlögin eiga því ríkan þátt í hinni einstöku end- urreisn íslenska fjármálakerfisins, en ekki er minna um vert hvernig óeigingjörn barátta InDefence- hópsins reisti við heiður þjóð- arinnar gagnvart umheiminum. Ís- lendingar eiga forvígismönnum hópsins mikla þökk að gjalda og framtaks þeirra verður minnst á meðan þjóðin telur það nokkurs virði að fá ráða mikilvægustu hags- munamálum sínum. Eftir Þór Whitehead » Tíu ár eru liðin frá því að InDefence- hópurinn ruddi brautina fyrir fulla endurreisn íslenska fjármálakerf- isins. Þór Whitehead Höfundur er prófessor emeritus í sagnfræði. Morgunblaðið/RAX Tímamót Nokkur hundruð manns söfnuðust saman með blys við Bessastaði þegar InDefence-menn afhentu forsetanum undirskriftalista með áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn fyrsta og versta. Þessi atburður markaði tímamót í endurreisn úr rústum bankahrunsins. Forvígismenn InDefence Agnar Helgason Davíð Blöndal Eiríkur S. Svavarsson Jóhannes Þ. Skúlason Kristján Gíslason Magnús Árni Skúlason Ólafur Elíasson Ragnar F. Ólafsson Sigurður Hannesson Þeir vörðu Ísland

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.