Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 ÚTSALAÁRSINSALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR AF YFIR 1000VÖRUM. ALLT AÐ 50.000 AFSLÁTTUR AFYFIR 300 FARTÖLVUM ÚTSALAN Á FULLU Í TÖLVUTEK Opið í dag 10-18 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Veðurstofan hefur gefið út appels- ínugula veðurviðvörun fyrir Vest- urland, Suðvesturland og Suður- land að Mýrdal vegna suðaustan storms eða roks sem gengur yfir landið í dag. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi og telur að komið geti til lokana á fjallvegum og fleiri vegum. Færð var víða orðin þung í gærkvöldi. Í viðvörun Veðurstofunnar kem- ur fram að búast megi við mjög hvössum og varhugaverðum vind- hviðum við fjöll. Einnig er spáð talsverðri snjókomu með lélegu skyggni. Aðstæður eru taldar hættulegar fyrir ferðafólk. Viðvaranir gilda fyrir hluta dags og veðrið ætti að vera gengið yfir síðdegis. Ýmsar leiðir að og frá höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi og Suðurlandi gætu verið lokaðar fyrrihluta dagsins og seinnihluta dags er búist við að fjallvegir á Norðurlandi lokist. Ekki er búist við að rokið nái sér upp á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur fólk verið að moka snjó. Varað við suðaustan stormi eða roki með snjókomu á stórum hluta landsins Búist við að vegir lokist víða Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdastjóri þjónustusviðs Landspítalans er ekki sammála því að stórslys sé í aðsigi á bráðamót- töku spítalans vegna inniliggjandi sjúklinga sem eru þrefalt fleiri en þeir voru fyrir tveimur árum. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúk- dómalækninga, lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðunni í viðtali við Læknablaðið. „Ég hef miklar áhyggjur af vetr- inum. Það er stórslys í aðsigi,“ seg- ir Már og telur að ábyrgð á ástand- inu sé öll sett á herðar starfsfólks spítalans. Hann segir að deildin sé sprungin og ef þróunin haldi áfram muni bráðamóttakan ekki hafa tök á að taka við öllum sem þurfa á að- stoð hennar að halda í vor þegar inflúensa stendur sem hæst. Vekur hann sérstaka athygli á stöðunni sem upp kæmi við stórslys. Jón Hilmar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs sem leysir forstjóra Landspítalans af þessa dagana, vill ekki tala um neyðarástand þótt staðan á bráða- móttökunni sé ekki alltaf til fyr- irmyndar og álagið mikið. „Það koma dagar og klukkutímar sem eru mjög erfiðir og veturnir eru það almennt vegna mikillar að- sóknar að bráðamóttöku,“ segir Jón. Hann telur að lækkun á komu- gjaldi á heilsugæslu muni ekki fækka þeim verulega sem leita á bráðamóttöku. Fáir leiti á bráða- móttöku sem ekki eigi þangað er- indi. Telur bráðamóttöku ekki geta tekið við öllum  Læknir hefur áhyggjur  Ekki neyð, segir yfirmaður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bráðadeild Oft eru miklar annir á fyrsta viðkomustað sjúklinga. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Óvissa ríkir um mælingar á loðnu- stofninum í vetur og þar með mögu- leika á útgáfu veiðiheimilda. Ástæð- an er sú að Hafrannsóknastofnun hefur aðeins eitt rannsóknarskip til umráða í verkefnið og hefur ekki verið tilbúin að semja við útgerðar- menn uppsjávarskipa um að koma til hjálpar. Það gæti kostað stjórnvöld á annað hundrað milljónir, ef greitt yrði fyrir þjónustuna. Stefnt er að því að rannsóknar- skipið Árni Friðriksson fari til leitar og mælinga á loðnu eftir rúma viku. Útgerðir loðnuskipa hafa á undan- förnum árum lagt til skip til að að- stoða við leitina. „Það stefndi í að þeir kæmu líka núna. Það virðist stranda á því að þeir vilja fá leitina borgaða,“ segir Sigurður Guðjóns- son, forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar. „Án allra lagaheimilda“ „Afstaða okkar er að lög séu virt. Það er lögbundið hlutverk Hafrann- sóknastofnunar að annast þessar rannsóknir. Útgerðirnar greiða veiðigjald til að standa undir kostn- aði við þær,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Hún bendir á að ný aflaregla sem tekin var upp árið 2015 hafi falið í sér að nokkur skip þurfi til mælinga á loðnu. Eitt dugi ekki. „Ef stjórn- völd hafa ekki skip sjálf til að sinna þessu hlutverki hljóta þau að þurfa að útvista verkefnum með einhverj- um hætti,“ segir Heiðrún og bætir því við að fyrir tveimur árum hafi verið rætt um að mögulega þyrfti að bjóða verkefnið út. Ekki hafi komið til þess en útgerðirnar eigi að síður komið að leitinni með skipum sínum án þess að fá greitt fyrir það. „Það er án allra lagaheimilda og í því felst í raun aukin gjaldtaka eða skatt- heimta á sjávarútveginn, án þess að til þess standi nokkur lagaheimild.“ Tvísýnt um árangur Sigurður Guðjónsson segir að Hafrannsóknastofnun hafi aðeins eitt skip til að sinna loðnumælingum. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmunds- son er með bilaða vél og þarf að fara í slipp. Það skip er auk þess of lítið til að ráða vel við verkefnið. Því þurfi helst önnur skip, til að tryggja góða mælingu. Stofnunin hafi ekki þá fjár- muni sem þurfi til að kosta þá viðbót. „Ef þetta verður niðurstaðan, sem ég trúi ekki fyrr en á reynir, þá för- um við með Árna Friðriksson til mælinga. Þetta er fiskur í göngu og við þurfum helst að geta mælt göng- una í einu lagi. Ef veður stoppa okk- ur þýðir það að við þurfum að byrja upp á nýtt. Þar fyrir utan hefur loðn- an verið dyntótt og verið að koma inn í skömmtun. Við reynum hvað við getum en tvísýnt er um árangur,“ segir Sigurður. Miklir hagsmunir Miklir hagsmunir eru í húfi. Ef ekki finnst nógu mikið af loðnu verð- ur ekki gefinn út kvóti. Það var nið- urstaðan á síðasta ári og því var eng- in loðna veidd það árið. Fram kom í Morgunblaðinu í haust að vertíð upp á 150 þúsund tonn gæti gefið um 20 milljarða í útflutningsverðmæti. „Öll skynsemi segir að við hljótum að finna einhverja lausn. Ef loðna finnst í veiðanlegu magni skapar það verðmæti sem eru fljót að greiða þennan kostnað og vel það,“ segir Sigurður. Meiri óvissa um árangur af loðnuleit  Útgerðarmenn segja það hlutverk stjórnvalda að annast mælingar á loðnu og leggja ekki til skip nema fá kostnaðinn greiddan  Hafrannsóknastofnun hefur ekki fjármuni til að leigja skip Sigurður Guðjónsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Loðna Árni Friðriksson fer að óbreyttu einn til loðnuleitar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.