Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 48
Bubbi Morthens heldur tónleika í
kvöld kl. 20.30 í menningarhúsinu
Hofi á Akureyri og eru þeir liður í
árvissri Þorláksmessutónleikaröð
hans. Bubbi verður á kunnuglegum
slóðum líkt og undanfarin ár, að því
er fram kemur á miðasöluvefnum
tix.is, og mun flytja úrval laga sinna
og spjalla við gesti.
Bubbi heldur tónleika í
Hofi á Akureyri í kvöld
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 4. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Þetta er búið að vera flott. Við er-
um að verða tilbúnir og þetta lítur
vel út. Allir eru í góðu standi og við
erum spenntir,“ segir Sigvaldi
Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í
handbolta. Íslenska landsliðið
mætir Þýskalandi í vináttulandsleik
í dag og undirbýr sig af krafti fyrir
EM en Ísland mætir þar Danmörku í
Malmö næsta laugardag. »41
Allir spenntir og í góðu
standi fyrir EM
Boðið verður upp á leiðsögn á
morgun, sunnudag, kl. 14 um yfir-
litssýningu Hafnarborgar á verkum
Guðjóns Samúelssonar, húsameist-
ara ríkisins á árunum 1920-1950.
Hana veitir Ágústa Kristófersdóttir,
forstöðumaður Hafnarborgar og
annar tveggja sýningarstjóra. Sýn-
ingin er sett upp í tilefni af því að
öld er liðin frá því Guðjón lauk há-
skólaprófi í byggingarlist, fyrstur
Íslendinga, árið
1919 og var
skipaður húsa-
meistari rík-
isins ári síðar.
Ágústa vann
sýninguna með
Pétri H. Ár-
mannssyni.
Leiðsögn um sýningu
á verkum Guðjóns
ÍÞRÓTTIR MENNING
Las Palmas þegar fjölskyldan bjó á
Gran Canaria og síðan með meist-
araflokki Fram. Eftir fyrsta leikinn
2015 meiddist hann illa og var frá í
um ár, en hefur síðan spilað nokkra
leiki í sumarfríinu frá náminu, alls 37
leiki í deild og þrjá í bikar 2015-2019.
Sigurður segir að flestir samherj-
arnir í Georgetown stefni á atvinnu-
mennsku en námið hafi forgang hjá
sér. Hann hafi því ekki verið fasta-
maður í liðinu, en engu að síður æft
eins og aðrir og tekið þátt í nokkrum
leikjum. „Mér hefur gengið vel í skól-
anum og gleðin var því tvöföld, en
gangi allt eftir útskrifast ég eftir
tæpt ár.“
Margir íslenskir knattspyrnu-
menn og -konur hafa leikið með há-
skólaliðum vestra en Sigurður er í fá-
mennum hópi meistara. „Ég legg alla
áherslu á námið,“ segir hann. „Mér
hefur verið boðið að æfa áfram með
liðinu og ég sé til með það.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Georgetown og Virginia léku til úr-
slita í efstu deild bandarísku há-
skólakeppninnar í fótbolta (NCAA)
skömmu fyrir jól og sigraði George-
town eftir vítaspyrnukeppni. Sig-
urður Þráinn Geirsson mastersnemi
var leikmaður Georgetown á tíma-
bilinu og fagnaði því fyrsta meist-
aratitli skólans á þessu sviði.
„Þetta var magnaður endir á fót-
boltaferli mínum í Bandaríkjunum
og langt umfram væntingar,“ segir
hann.
Úrslitaleikurinn var í beinni út-
sendingu hjá ESPNU. Hann fór
fram í Cary í Norður-Karólínuríki og
Georgetown kom, sá og sigraði, en lið
skólans hafði einu sinni áður leikið til
úrslita. „Þetta er draumur svo
margra,“ segir Sigurður um titilinn.
Hann segir að þjálfari liðsins hafi
sett sér þetta markmið og unnið að
því í áratug. Allir sem hlut eigi að
máli hafi lagt mikið á sig og fórnað
miklu til að ná þessum árangri. Álag-
ið sé svipað og hjá bestu liðum Ís-
lands og ánægjulegt sé að það skili
titli.
Með námsbækurnar á hnjánum
„Tímabilið var hreint út sagt ævin-
týri,“ heldur Sigurður áfram. Hann
útskrifaðist með BA-gráðu í stjórn-
málafræði frá háskólanum í New
Hampshire, þar sem hann lék með
skólaliðinu í tvö ár og var fyrirliði
þess í fyrra. Hann ákvað síðan að
fara í framhaldsnám í Georgetown og
segir það mjög krefjandi. „Fótbolta-
tímabilið okkar hefði getað endað
fyrir tveimur mánuðum og þá hefði
verið nægur tími til þess að einbeita
sér að náminu, en í miðjum loka-
prófum vorum við í burtu í sex daga.
Í stað þess að einbeita okkur að
stærstu stundinni í boltanum vorum
við með námsbækurnar og lærðum í
rútunni á milli staða. Þetta var mjög
súrrealískt.“
Meiðsl hafa sett strik í reikninginn
hjá Sigurði. Hann þótti mjög efnileg-
ur í yngri flokkum Fram, lék með
Tvöfaldur fögnuður
hjá Sigurði Þráni
Meistari í háskólakeppninni og gengur vel í náminu
Ljósmynd/John Picker, Georgetown Voice
Gleði Sigurður Þráinn Geirsson fagnar meistaratitli Georgetown.