Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
Dalsbraut 3, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Fallegar 3 og 4. herbergja íbúðir í nýbyggingu.
Fullbúnar íbúðir með gólfefnum og eldhústækjum.
Verð frá aðeins kr. 29.900.000.-
• Lyftuhús
• Klætt að utan
• Sérinngangur
• Svalagangar vindvarðir
• Stórar svalir
• Afhending í vor
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask (1787-1832) var ekkieinhamur í rannsóknum á mannlegu máli. Hann dvaldist hér álandi 1813-15 og sýndi þá fram á uppruna íslensku; í leiðinni lagðihann grunn að indóevrópskri samanburðarmálfræði. Færri vita að
hann var líka með hugmyndir um sameiginlega alheimstungu eða „hið al-
menna tungumál“ eins og hann kallaði það. Þetta tilbúna mál átti að koma í
staðinn fyrir latínu, sam-
skiptamál lærðra manna
fyrr á öldum. Hugmyndir
Rasks um alheimstunguna
er að finna í óprentuðu
handriti frá 1823 og voru
því settar fram 64 árum áð-
ur en Ludwik Zamenhof,
pólskur læknir af gyð-
ingaættum, samdi tilbúna
tungumálið esperantó árið
1887.
Þessar upplýsingar koma
fram í ævisögu Rasks sem
nú liggur fyrir í íslenskri
þýðingu Magnúsar Óskars-
sonar. Bókin er eftir danska
fræðimanninn Kirsten
Rask, sem er víst ekkert
skyld málfræðingnum
(Rasmus Kristian Rask:
Hugsað stórt í litlu landi,
2019; upphaflega á dönsku
2002).
Hið almenna mál átti
ekki bara að vera fyrir
lærða menn eða íbúa í okkar
heimshluta. Hugsun Rasks
var víðfeðmari en svo:
„Tjáningarmáti skynsem-
innar ætti ávallt að vera eins
fyrir gervallt mannkyn,“ rit-
ar hann og bætir við:
„Tungumálið ætti að vera eitt og hið sama um alla jörð.“ Þessi hugmynd virð-
ist hafa kviknað í sex og hálfs árs leiðangri Rasks til Austurlanda á árunum
1816-23. Þessi gríðarlegi tungumálagarpur sem hafði 55 mál á valdi sínu virð-
ist þá hafa áttað sig á hve samskipti fólks af ólíku þjóðerni yrðu miklu auðveld-
ari ef allir gætu talað saman á einu tungumáli.
Rask lét sér ekki nægja að viðra ómótaða hugmynd heldur bjó til „full-
komna áætlun fyrir tilbúið tungumál“. Í hinni óbirtu ritgerð setti hann fram
skýrt mótaðar reglur um hvernig þetta tilbúna tungumál ætti að vera.
Í samræmi við hugmyndir þeirra tíma þótti Rask eðlilegt að latína og gríska
mynduðu grundvöllinn í orðaforða og orðmyndun. Hins vegar var horft til
rómönsku málanna um málfræðina, sem átti að vera eins einföld og kostur var.
Rót hvers orðs væri óbreytanleg, kyn nafnorða „eðlilegt“ (þ.e. ekki mál-
fræðilegt kyn heldur líffræðilegt) og lýsingarorð alveg óbeygð. Áhersla orða
yrði á næstsíðasta atkvæði; stafsetning yrði einföld þannig að hver bókstafur
táknaði ávallt sama hljóð. Loks gætu hugtök verið afleidd með forskeyti sem
nota mætti um alla orðflokka. Þetta minnir á esperanto þar sem granda merk-
ir ‘stór’ en malgranda ‘lítill’ (með andstæðuforskeytinu mal-); sbr. la mal-
granda flava kokino ‘litla gula hænan’. Reyndar minna öll ofangreind atriði á
esperantó. Eins og Kristen Rask segir er þó ósennilegt að Zamenhof, höf-
undur esperantó, hafi þekkt tillögur Rasks um alheimstunguna, þar sem þær
hafa aldrei verið gefnar út. Hins vegar sýnir þetta, segir hún, að „hugmyndir
Rasks voru enn og aftur langt á undan sinni samtíð“. Það er síst ofmælt.
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Legsteinn Rasks Þar eru áletranir á
sanskrít, arabísku, íslensku og dönsku.
Alheimstunga Rasks
Þegar til skemmri tíma er litið er nokkuð ljóstað við erum að sigla inn í ár stöðnunar eðasamdráttar í efnahagsmálum. Það getur leittaf sér enn frekara atvinnuleysi en orðið er.
Fyrr á tíð hefði slík þróun verið erfið, ekki sízt fyrir
stjórnarflokk á borð við VG, en nú orðið sýnast
tengsl þess flokks við verkalýðshreyfinguna nánast
horfin fyrir utan persónuleg tengsl forsætisráðherra
og forseta ASÍ og sá veruleiki kann að breyta stöð-
unni fyrir forystuflokk ríkisstjórnarinnar.
En almennt talað er líklegt að vaxandi atvinnuleysi
verði ríkisstjórninni erfitt. Það skapar óvissu og ör-
yggisleysi.
Í atvinnulífinu sem slíku kann minnkandi fjöldi
ferðamanna að valda umtalsverðum erfiðleikum í at-
vinnugrein sem hefur staðið í miklum fjárfestingum á
undanförnum árum.
Af öðrum málum sem eru ofarlega á baugi mun
Samherjamálið verða í brennidepli. Það má finna
meðal fólks vissar efasemdir um
að því verði fylgt eftir af festu og
þess vegna umhugsunarefni fyrir
þá, sem hafa rannsókn málsins
með höndum, hvort þeir geti
tryggt meira upplýsingastreymi
til almennings en tíðkazt hefur hér við rannsókn
slíkra mála. Það á að sjálfsögðu ekki bara við um
Samherjamálið heldur öll mál sem koma til rann-
sóknar í framtíðinni.
Á síðustu vikum ársins var nokkuð ljóst að tor-
tryggni var að skapast um fiskverð í landinu og hvort
verið væri að hlunnfara sjómenn og jafnvel skattyfir-
völd í því sambandi. Það sem leiddi til þess voru upp-
lýsingar sem komu fram í haust hjá Verðlagsstofu
skiptaverðs um muninn á makrílverði hér og í Nor-
egi. Við þær upplýsingar bættust svo ábendingar um
verðmun á makríl milli Íslands og Færeyja.
Og því til viðbótar spurningar um hvort íslenzk
sjávarútvegsfyrirtæki væru farin að flytja fiskinn
óunninn út til þess að láta vinna hann á eigin vegum í
öðrum löndum þar sem kaupgjald er mun lægra, svo
sem í Póllandi. Ef eitthvað er hæft í því verður það
enn viðkvæmara þegar harðnar á dalnum í atvinnu-
málum.
Nokkuð ljóst er að það var til slíkra spurninga sem
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var að vísa í
áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar þegar hún sagði
að stjórnvöld mundu gera „skýrar kröfur um
gagnsæi og upplýsingagjöf þessara fyrirtækja“.
Í ljósi þess hvernig Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,
talaði í Silfri RÚV fyrir nokkrum vikum er ekki
ástæða til að ætla annað en að þau muni bregðast vel
við slíkum kröfum stjórnvalda.
Á árinu má gera ráð fyrir að landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins veki athygli vegna ágreinings sem
upp kom á síðasta ári innan flokksins um orkupakka
3 og málefni honum tengd. Gera má ráð fyrir að áhrif
eða afleiðingar samþykktar Alþingis á orkupakka 3
muni smátt og smátt koma fram, sem getur aukið á
þær deilur svo og orkupakki 4.
Þá er ekki ólíklegt að hugmyndir innan einstakra
sjávarútvegsfyrirtækja um sölu á hlutum í þeim til
útlendinga eigi eftir að valda deilum og að almennir
borgarar muni upplifa slíkar hugmyndir sem aðferð
til að selja útlendingum aðgang að fiskimiðum, sem
lögum samkvæmt eru sameign þjóðarinnar.
Loks má gera ráð fyrir að kröfunni um eflingu inn-
viða í ljósi reynslunnar af því óveðri sem yfir gekk
fyrir nokkrum vikum verði fylgt fast eftir, bæði af al-
menningi og sveitarstjórnum.
Því má svo við bæta að væntanlega sjá lagafrum-
vörp sem tengjast því barnaverkefni sem Ásmundur
Einar Daðason, félags- og barna-
málaráðherra, hleypti af stað í kjöl-
far myndunar núverandi rík-
isstjórnar dagsins ljós á fyrri hluta
ársins. Þar verður um að ræða ein-
hverja mestu breytingu á velferð-
arkerfi okkar sem ráðist hefur verið í seinni áratugi
og búast má við þverpólitískri samstöðu um.
Þegar til lengri tíma er litið fer ekki á milli mála
að loftslagsmálin og viðbrögð við þeim munu setja
svip sinn á umræður á alþjóðasviðinu. Eldarnir í
Ástralíu og afleiðingar þeirra hafa orðið til þess að
fólk um allan heim hefur hrokkið rækilega við. Vænt-
anlega verða viðbrögðin þau að almenn neyzla, í víð-
tækri merkingu þess orðs, dregst umtalsvert saman,
sem getur auðvitað haft veruleg áhrif á atvinnu- og
viðskiptalíf.
Þar fyrir utan er það frumkvæði æskufólks um
heim allan í þeim málum sem vakið hefur mesta at-
hygli og ánægju. Forysta sænsku stúlkunnar Gretu
Thunberg í þeim málum er einstök og gaman að
fylgjast með því hvað jafnaldrar hennar hafa skipað
sér þétt að baki henni í kröfum til þeirra sem eldri
eru um aðgerðir.
Smátt og smátt munu raddir þeirra sem draga í
efa að hætta sé á ferðum þagna. Vísbendingar um al-
vöru málsins eru einfaldlega of margar, að ekki sé
talað um þá mynd, sem við blasir, að fjölmennir hóp-
ar fólks hafa lokast inni á ströndum Ástralíu og eiga
enga undankomu nema sjóleiðina.
Sú tilfinning er sterk, alla vega hjá þeim sem fylgj-
ast náið með framvindu stjórnmála í landinu, að þrátt
fyrir vel heppnaða endurreisn efnahagslífs þjóð-
arinnar í kjölfar hrunsins sé fyrir hendi tortryggni
og vantraust í garð kjörinna fulltrúa þjóðarinnar og
ásakanir um að þeir sinni betur sérhagsmunum fá-
mennra hópa en almannahagsmunum.
Þeir hinir sömu geta ekki lokað augunum fyrir því
hversu útbreidd þessi tilfinning er og það gagnast
þeim ekkert að kenna fjölmiðlum um.
Bregðist þeir ekki við má búast við einhvers konar
uppgjöri á allra næstu árum.
Hvað er framundan 2020?-
Hinu pólitíska uppgjöri
eftir hrun er ekki lokið
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Haustið 2014 gaf Almennabókafélagið út bók metsölu-
höfundarins Matts Ridleys, Heim-
ur batnandi fer (The Rational Op-
timist). Ridley er dýrafræðingur
að mennt, var um skeið vísindarit-
stjóri Economist, en situr í lá-
varðadeild Bretaþings. Hélt hann
því fram, að kjör mannkyns hefðu
snarbatnað síðustu tvær aldir. Á
dögunum birti Ridley grein í
Spectator um þróunina á þessum
áratug.
Nú hefur í fyrsta skipti í mann-
kynssögunni hlutfall þeirra, sem
búa við sára fátækt, farið niður
fyrir 10 af hundraði. Tekjudreifing
á heimsvísu hefur orðið jafnari,
aðallega vegna þess að í Asíu og
Afríku hefur hagvöxtur verið örari
en í Evrópu og Norður-Ameríku.
Barnadauði hefur aldrei verið
minni. Um hungursneyðir heyrist
vart lengur. Mýrakalda, löm-
unarveiki og hjartasjúkdómar er
allt orðið fátíðara.
Nú notar mannkynið minna á
mann af alls konar efnum vegna
tækniframfara og endurnýtingar.
Í Bretlandi minnkaði notkun alls
konar efna (lífrænna efna, málma,
jarðefna og jarðefnaeldsneytis) á
mann um þriðjung tímabilið 2000-
2017. Snjallsíminn hefur leyst af
hólmi myndavélina, útvarpið, vasa-
ljósið, áttavitann, landabréfið, úr-
ið, geislaspilarann, dagblaðið og
spilin. Ljósaperur nota miklu
minna rafmagn en áður, skrif-
stofur miklu minni pappír.
Tækniframfarir í landbúnaði
hafa í för með sér, að minna land
þarf nú til beitar og ræktunar, og
hafa skógar að sama skapi stækk-
að í vestrænum velsældarlöndum
og villidýr snúið þangað aftur.
Ridley telur hið mesta óráð að
reyna að minnka orkunotkun með
því að hækka orkuverð upp úr öllu
valdi. Völ sé á nægri ódýrri orku í
kjarnorkuverum.
Þess má líka geta, þótt Ridley
minnist ekki á það í pistli sínum,
að mjög hefur hægt á fólksfjölgun
í heiminum. Martröðin um sífellt
fleira fólk að eltast við sífellt færri
auðlindir á sér litla stoð í veru-
leikanum. Draumurinn um betra
og grænna mannlíf getur hins
vegar ræst.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Heimur
batnandi fer