Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skjálfti hefurleikið umMið- Austurlönd eftir að Qasem Soleimani, foringi írönsku byltingarvarðanna, féll í árás Bandaríkjamanna á flugvellinum í Bagdað í Írak. Soleimani hefur lengi verið Bandaríkjamönnum þyrnir í auga, en elskaður og dáður heima fyrir. Hann hefur verið lykilmaður í að breiða út áhrif Írans í nágrannalöndunum. Þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan 2001 gætti So- leimani hagsmuna Írans þar, gaf fyrirskipanir og tók ákvarð- anir. Hann hefur einnig stýrt íhlut- un Írana í Sýrlandi allt frá 2013. Birtust myndir af honum frá vígvellinum og hann varð áber- andi. Í hittifyrra birtist skoð- anakönnun þar sem hann mæld- ist vinsælli en Hassan Rouhani, forseti Írans. Hann hefur sömuleiðis látið að sér kveða í Írak. Hermt er að hann hafi átt stóran þátt í stjórnarmyndun þar í landi 2018 og haft úrslitaáhrif þegar þrýst var á Kúrda að láta af fyrirætl- unum um að knýja fram sjálf- stæði eftir þjóðaratkvæði í sept- ember. Hann hefur verið fastagestur í Írak undanfarið og kynti sem mest hann mátti undir þeirri ólgu, sem ríkt hefur í landinu, þar á meðal aðförinni að banda- ríska sendiráðinu í Bagdað und- anfarna daga. Í árásinni féll einnig Abu Mahdi al-Muhandis, næstæðsti foringi íraskra þjóðvarðliða, sem nefnast Hashed al-Shaabi. Hann var sömuleiðis svarinn andstæðingur Bandaríkjanna og nátengdur Írönum, sem og þjóð- varðliðarnir, sem hann leiddi. Það voru einmitt stuðnings- menn þeirra, sem réðust að sendiráðinu, og var Muhandis þar fremstur í flokki. Muhandis barðist gegn harð- stjóranum Saddam Hussein þegar hann réð ríkjum í Írak. Eftir að hann féll sat hann stuttlega á þingi, en tók síðan þátt í að stofna samtökin Kata- eb Hezbollah, sem hafa beint spjótum sínum að bandarískum hermönnum. Soleiman og Muhandis hafa því báðir gert Bandaríkjamönn- um ýmsa skráveifu í áranna rás. Það kom engu að síður á óvart að Bandaríkjamenn skyldu ráða þá af dögum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frekar haldið að sér höndum en að grípa til vopna hingað til. Í sum- ar var til að mynda greint frá því að Trump hefði samþykkt loftárásir á Íran fyrir að hafa grandað bandarísku eftirlits- flygildi. Vélar bandaríska flug- hersins munu hafa verið komnar á loft þegar forsetinn afturkall- aði þær. Íranar hafa hins vegar jafnt og þétt gengið lengra og lengra í aðgerðum sínum í þeirri von að Bandaríkja- menn drægju úr af- skiptum sínum í Írak og víðar og þeir gætu fyllt upp í tómarúmið, sem bandaríski herinn skildi eftir sig. Átakalínurnar við Íran liggja þvers og kruss um Mið- Austurlönd. Í Íran eru sjíar við völd og reyna þeir að ýta undir málstað sjía um allt á þessum slóðum í valdabaráttunni við súnnía, sem Sádi-Arabar leiða. Þessi átök hafa valdið miklum hörmungum í borgarastríðinu í Jemen þar sem ráðamenn í Te- heran og Ríad halda um átaka- þræði. Íranar hafa einnig sterk ítök í Líbanon og eiga sér dyggan bandamann í hreyfingunni Hez- bollah, sem einmitt hefur verið atkvæðamikil í Sýrlandi við hlið Assads forseta. Soleimani sá um þau tengsl. Í Sýrlandi hafa út- sendarar Írans barist við hlið rússneska hersins, enda for- dæmdi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, árásina á Soleimani. Hagsmunir Bandaríkjanna og Írans rekast þó ekki alltaf á og hafa Íranar gert sitt til að ráða niðurlögum Ríkis íslams, enda súnní-múslimar þar við völd. En Íranar hafa einnig stutt samtökin Hamas dyggilega í baráttu þeirra gegn Ísraelum og þar kemur Soleimani aftur við sögu. Íranar og Ísraelar hafa lengi elt grátt silfur. Ír- anar vilja þurrka Ísrael burt af landakortinu. Ísraelar hafa lagt allt kapp á að hemja áhrif Írana með það sérstaklega fyrir aug- um að koma í veg fyrir að þeir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þar eiga þeir sér fullan stuðning Trumps. Ógerningur er að segja hvað nú tekur við. Íranar hóta því að láta eldi og brennisteini rigna yfir Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra víða um Mið- Austurlönd hótuðu einnig hefndum. Bandaríkjamenn vonast hins vegar til þess að árásin muni fæla Írana frá frekari aðgerð- um. Koma mun í ljós hvort það reynist óskhyggja, en víst er að viðbúnaður mun aukast til muna og ýmsir spá því að allt muni nú fara í bál og brand. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hraðaði sér heim úr opinberri heimsókn til Grikk- lands til að vera við öllu búinn og flugfélög aflýstu flugi til Bagdað, svo eitthvað sé nefnt. Til lengri tíma litið gæti þetta leitt til þess að Bandaríkjamenn efldu viðbúnað í Írak af ótta við að fámennt herlið þeirra standi ella berskjaldað. Þar verður þó að hafa í huga að markmið Trumps hefur verið að draga úr kostnaðarsömum afskiptum og íhlutunum á erlendri grund. Ljóst er hins vegar að fall Solei- manis og Muhandis er áfall fyrir Írana og þeir munu ekki fylla skarð þess fyrrnefnda í bráð. Bandaríkjamenn veita Írönum högg og ótti vex um að átök magnist} Aukin spenna N ægjusemi er dyggð. Það á ekki að vera of gráðugur og vanþakk- látur fyrir það sem gert er. Við gerum meira en áður, eruð þið ekki að sjá það? Þetta var meðal þess sem greina mátti í orð- um ráðherra í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlárs- dag. Umræðuefnið var, eins og búast mátti við, hamfarahlýnun sem hvolfist yfir heimsbyggð- ina. Ástralía brennur, skógareldar geisa í regn- skógum og heimsmet falla ítrekað víða um heim. Í kryddsíldinni voru formenn stjórn- málaflokka er sæti eiga á Alþingi spurðir út í til hvaða aðgerða yrði gripið, hvort íslensk stjórn- völd ætluðu sér að verja því fjármagni sem sér- fræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna og aðrir vísindamenn hafa sagt nauðsynlegt til að lífríki jarðar eigi sér farsæla framtíð. Forsætisráðherra svaraði óhikað að sitjandi ríkisstjórn væri sú fyrsta sem sett hefði fram aðgerðaáætlun í lofts- lagsmálum og að sitjandi ríkisstjórn væri að setja meira fé til málaflokksins en áður hefði gerst. Að engin ríkisstjórn hefði staðið sig betur en sú sem nú situr. Gott og vel. Þessi ríkisstjórn, líkt og aðrar um heim all- an, er að opna augun fyrir þeim gríðarlega vanda sem heimsbyggðin glímir við en við tökumst ekki á við vandann með því að berja okkur á brjóst fyrir að hafa innleitt hita- veitu í hús okkar fyrir tæpri öld eða fyrir það að hafa orðið fyrsta ríkisstjórn landsins til að setja saman áætlun. Það eru töluleg, fjármögnuð markmið sem skipta máli og þar er ríkisstjórn Íslands því miður ekki með á nótun- um. Aldrei hef ég heyrt borgarstjóra London slá sig til riddara í loftslagsmálum fyrir það að hafa sett upp gott almenningssamgangnakerfi í neðanjarðarlestum borgarinnar. Ekki hef ég heldur heyrt af því að forsætisráðherrar Dan- merkur, Noregs eða annarra ríkja hafi hreykt sér af því að hafa sett á blað hugmyndir um hvað megi mögulega gera. Það eru raunveru- legar aðgerðir sem skipta máli. Ísland hefur sett sér markmið um einungis 29% samdrátt á næstu tíu árum og er því ljóst að áðursett markmið, um kolefnishlutleysi árið 2040, mun ekki nást. Með slíku metnaðarleysi og ómarkvissum hugmyndum á blaði skilum við ekki neinum árangri. Við erum enn nálægt því að vera heimsmeistarar í losun gróðurhúsa- lofttegunda á hvern íbúa og það þrátt fyrir að hafa innleitt hitaveitu og þrátt fyrir að hafa loksins sett upp ómarkvissa áætlun. Íslensk stjórnvöld verða að birtast með trúverðuga áætl- un um róttækar alvöruaðgerðir á komandi mánuðum og misserum. Þar skal líta til markmiða Evrópusambandsins í loftslagsmálum, sem stefnir á 55% samdrátt í losun gróður- húsalofttegunda, eða til Danmerkur, sem festi í lög mark- mið um 70% samdrátt fyrir árið 2030! Þetta eru alvöru- markmið sem hafa raunveruleg áhrif, en til þess þarf kjarkmikla stjórnmálamenn en ekki kyrrstöðu. Helga Vala Helgadóttir Pistill Hversu mikið er nóg? Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gríðarlegur vöxtur hefurverið í fjárfestasvikum ánetinu og fjölgaði tilvikumþar sem reynt var að blekkja viðskiptavini Landsbankans í fyrra um 152% frá því sem var árið 2018, að sögn Hermanns Þórs Snorrasonar, sérfræðings á fyr- irtækjasviði Landsbankans. Ferlið getur hafist með óvæntu símtali, tölvupósti eða skilaboðum þar sem gylliboði er komið á framfæri. Oft er boðið upp á fjárfestingu í rafmyntum og mjög hagkvæm kaup á hlutabréf- um í fyrirtækjum sem eru ekki til í raun. Landsbankinn er í samvinnu við alþjóðlega netöryggisfyrirtækið RSA sem starfar með þúsundum banka og fyrirtækja um allan heim. Auk þess er gott samstarf við skand- inavíska banka auk fjölda banka víða um heim. Í þriðja lagi er Landsbank- inn með sinn eigin hugbúnað til að greina tilraunir til fjársvika. Þá er hann í miklu samstarfi við lögreglu á Íslandi og í nágrannalöndum þegar upp kemur grunur um tilraunir til fjársvika. Viðskiptavinir sem lenda í klóm svikahrappa eru hvattir til að tilkynna það lögreglu og síns við- skiptabanka að sögn Hermanns. Aðferðirnar sem beitt var í fyrra til að blekkja fólk og fyrirtæki voru yfirleitt þekktar, segir Hermann. Einn angi hennar er fyrirmælafals- anir sem beinast að fyrirtækjum. Starfsfólk þeirra er þá blekkt til að millifæra peninga samkvæmt föls- uðum fyrirmælum frá t.d. yfirmanni. Landsbankinn varð var við slíkar til- raunir gagnvart viðskiptavinum í hverri einustu viku ársins 2019, að sögn Hermanns. Annar angi svikastarfseminnar er samskiptasvik (e. social engineer- ing) þar sem einstaklingar eru plat- aðir til að láta fjármuni af hendi. Ein tegund þeirra er ástarsvik (e. love scam) þar sem stofnað er til róm- antískra kynna og spilað á tilfinn- ingar fólks með einbeittum og skipu- lögðum hætti. Þegar kynni hafa tekist og traust skapast lendir „nýja ástin“ í vanda og biður um aðstoð sem þá er veitt í góðri trú. Fórn- arlambið situr svo eftir með sárt enn- ið og talsvert fátækara að fjár- munum. Umfang ástarsvikatilrauna gagnvart viðskiptavinum Lands- bankans jókst um 72% á milli áranna 2018 og 2019. Tilfellum sæmdarkúgunar (e. sextortion) fjölgaði talsvert á síðasta ári. Þá hefur fjárkúgari samband og segist vera með myndskeið úr síma eða tölvu fórnarlambsins sem sýna það á viðkvæmu augnabliki. Svo er krafist greiðslu til að eyða myndefn- inu, ella verði því dreift. Gjarnan fylgja eitt eða fleiri lykilorð fórnar- lambsins til að auka á trúverðugleik- ann. Hermann þekkti engin dæmi þess að slíkt myndskeið hefði verið til og ráðleggur Landsbankinn fólki að borga alls ekki sé reynt að kúga það. Samkvæmt skýrslu ríkislög- reglustjóra, sem vitnað er í hér til hliðar, urðu íslensk einkafyrirtæki fyrir verulegum fjárhagslegum skaða vegna netglæpa á síðustu misserum og hljóp hann á hundr- uðum milljóna króna. Hermann sagði þá hjá Lands- bankanum ekki sjá hundraða millj- óna tjón vegna svika hjá sínum við- skiptavinum. „Við teljum að það sé vegna árangursríkra eigin varna og vegna fræðslu til viðskiptavina okk- ar,“ sagði Hermann. Hann kvað sig þó gruna að heildarsvik sem íslensk fyrirtæki hefðu orðið fyrir gætu hlaupið á hundruðum milljóna á ári. Umfang fjársvikatil- rauna á netinu eykst Morgunblaðið/Golli Svikahrappar Það hefur færst í vöxt að reynt sé að blekkja fólk og fyrir- tæki með ýmsu móti á netinu til að láta fé af hendi. „Ljóst er að íslenska lögreglan þarf að búa yfir nægilegum styrk og tæknilegri getu til að rannsaka net- og tölvuglæpi. Geta hennar til þess er í dag lítil,“ segir í stefnumiðaðri greiningarskýrslu embættis ríkislögreglustjóra, Umhverfi löggæslu á Íslandi 2020-2024, sem kom út í desember. Enn fremur segir þar: „Greiningar- deild ríkislögreglustjóra telur næsta víst að lögreglan standi frammi fyrir auknum kröfum á þessu sviði á næstu fimm ár- um og að nauðsynlegt reynist að grípa til sérstakra aðgerða til að stórefla rannsóknargetu á þessu sviði.“ Þar kemur einnig fram að brotamönnum hafa áskotnast margvísleg tækifæri til að hafa fjármuni af fólki og fyrir- tækjum fyrir tilstilli tækni- breytinga. Auknar kröf- ur næstu ár LÖGREGLAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.