Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Fjölbreytilegur hópur tónlistar- manna er á listanum yfir þá sem koma fram á Coachella-tónlistarhá- tíðinni í Kaliforníu í apríl, en hann var kynntur í gær. Coachella-hátíðin er sú umfangsmesta sem árlega er haldin í Bandaríkjunum og koma sömu listamenn fram tvær helgar í röð í apríl. Þremur nöfnum er slegið mest upp. Það eru pólitíska rapp- rokkhljómsveitin Rage Against the Machine, sem lýkur föstudagskvöld- inu, rapparinn Travis Scott verður aðalmaðurinn á laugardagskvöldinu, en hann nýtur mikilla vinsælda vest- anhafs um þessar mundir, og á sunnudagsköldinu beinast sjónir einkum að Frank Ocean sem kemur í fyrsta skipti fram á tónleikum í þrjú ár. Verður hann þá að byrja að fylgja eftir nýrri plötu, sinni fyrstu síðan Blonde kom út 2016 en Pitch- fork valdi hana plötu áratugarins. Meðal annarra tónlistarmanna sem koma fram á Coachella má nefna rapparana 21 Savage, DaBaby og Run the Jewels; og söngvarana Lönu Del Rey, Rex Orange County, Daniel Caesar, Fatboy Slim og FKA twigs. Þá mun Thom Yorke, söngv- ari Radiohead, troða upp. AFP Rapparinn Travis Scott á tónleikum í Texas á dögunum. Ólík á Coachella  Rage Against the Machine spilar og Frank Ocean snýr aftur eftir hlé spor Ámunda þar í borg á árunum 1767-1770, en hann bjó í Sívalaturni og var aðstoðarmaður í stjörnuskoð- unarstöð konungs. Í hinum reynir Guðrún að nálgast hugarheim Ámunda, gegnum hlutverk kirkjunnar í samfélaginu á hans tíma og tákn- myndirnar sem hann setti í sköp- unarverk sín. Og hún segist hafa séð sig „knúna til að rýna í aðstæður al- múgafjölskyldunnar sem Ámundi var hluti af og mála þau í sínu rétta um- hverfi með barnaskarann, þau sem lifðu.“ Hún málaði tvö verk af for- eldrum Ámunda og börnum þeirra; þrettán í reifum í fjallshlíð, þau sem létust öll ung, og á hinni horfast hjónin í augu við okkur með þau fjögur börn sem komust á legg. Ámundi var eitt þeirra. Málverkin eru birt í bókinni og eru einnig á sýningunni í Hallgríms- kirkju. Sólveig Jónsdóttir forvörður fjallar í einum kafla um rannsókn á litarefnum sem Ámundaði notaði í eina af alt- aristöflum sínum. Það er fræðileg grein, þar sem á nokkuð athyglis- verðan hátt er fjallað um uppruna lit- arefna og hvaðan þau sem Ámundi notaði gætu mögulega verið komin, án þess að það sé þó fyllilega ljóst. Megin- textar bókarinnar eru síðan eftir Arn- dísi S. Árnadóttur, sagnfræðing og sýningarstjóra. Í hinum fyrri, „Lífs- reisa Ámunda smiðs, málara og bíld- skera“, fjallar hún á mjög áhugaverð- an hátt um ævi og fjölskyldu Ámunda, út frá þeim heimildum og upplýsingum sem hún hefur getað grafið upp, og setur í sögulegt samhengi. Í seinni grein sinni, „Leitin að kirkjunum þrettán“, fjallar Arndís á ekki síður forvitnilegan hátt um þær kirkjur sem talið er að Ámundi hafi reist víðs vegar á Suðurlandi – þær eru allar löngu horfnar – og önnur listaverk hans. Umfjöllunin er ríkulega prýdd vönd- uðum ljósmyndum af mörgum þeim sköpunarverkum sem eignuð eru eða eru fyrir víst eftir Ámunda. Þá er for- vitnilegt að sjá kort af þeim stöðum þar sem kirkjurnar stóðu sem hann byggði og skapaði verk í, sem og til- gátuteikningu sem Þorsteinn Gunn- arsson hefur gert af einni kirkjunni. Afraksturinn er oft athyglisverður þegar listamenn ráðast í skapandi heimildaverkefni af þessu tagi; vinna með söguna og verk sem aðrir hafa mótað, og taka á þeim á persónulegan Um þessar mundir stenduryfir í fordyri Hallgríms-kirkju áhugaverð sýning ástórum olíumálverkum Guðrúnar Arndísar Tryggvadóttur myndlistarkonu. Þegar sýningin var opnuð 1. desember síðastliðinn kom jafnframt út bók Guðrúnar sem nefn- ist Lífsverk, rétt eins og sýningin. Þá var um miðjan desember enn fremur opnuð í skólahúsinu í Skálholti sýning á 30 vatnslita- myndum eftir Guðrúnu, sem all- ar eru prentaðar í bókinni. Öll þessi verk, bókin og myndverkin á sýningunum tveimur, eru afrakstur leitar Guðrúnar undan- farin ár að lífsverki forföður síns, Ámunda Jónssonar, smiðs, listmálara og bíldskera (1738-1805). Í bókverkinu lukkast afar vel að flétta saman á forvitnilegan hátt þrenns konar þræði: Einn er um 50 ljósmyndir af öllum þekktum verkum Ámunda, sem eru varðveitt í Þjóð- minjasafninu og nokkrum kirkjum á Suðurlandi; annar er vatnslitamynd- irnar 30 en í þeim hefur Guðrún unnið á huglægan og persónulegan hátt með ævi og iðju Ámunda; og þriðji þráð- urinn er textinn. Höfundar hans eru þrír. Guðrún skrifar sjálf inngang að bókinni, um verkefnið í heild, og eftir- mála. Hún á tvo aðra textakafla. Sá fyrri fjallar um dvöl hennar sjálfrar í Kaupmannahöfn þar sem hún fetaði í hátt, óbundnir af köntuðum reglum fræðasamfélags sem verður sífellt bundnara af gerilsneyddum reglum hins ritrýnda háskólasamfélags. Í inn- gangi sínum segist Guðrún hafa á und- anförnum árum unnið að verkum sem fjalla um tímann og birtingarmyndir hans. Og tíminn er áfram viðfangsefnið í þessu vel lukkaða verkefni, þar sem hún nálgast Ámunda forföður sinn á sínum eigin forsendum sem myndlist- armaður. „Markmiðið með myndlist- inni sem af þessu sprettur er að öðlast einhverskonar skilning á mannlegu lífsferli, sjálfri mannsævinni. Hvernig umhverfi, uppruni og reynsla móta okkur, letja eða hvetja, og hvernig fjar- lægðin milli okkar og Ámunda í árum og öldum kemur í veg fyrir að við skynjum raunverulegt virði þess sem eitt sinn var,“ (9) skrifar hún. Kjarni bókarinnar er frjálslegar en þó persónulegar vatnslitamyndir Guð- rúnar, sem eru allt frá því að vera raunsæislegar myndskreytingar yfir í hálf abstrakt og kosmískar útleggingar um kirkjur smiðsins og myndverk hans. Þegar upplýsandi texti Arndísar og myndirnar af verkum Ámunda leggjast við myndrænar og skrifaðar hugleiðingar Guðrúnar, í listagóðri hönnun Ámunda Sigurðssonar – sem vitaskuld er líka afkomandi Ámunda smiðs – er ekki annað hægt en að hrósa útkomunni. Þessu fyrirtaks listaverki sem hyllir merkismann aftan úr sög- unni sem vert er að minnast. Lífsverk Ámunda smiðs í samtímanum Morgunblaðið/Einar Falur Listakonan Guðrún A. Tryggvadóttir á sýningu sinni í Hallgrímskirkju. Vatnslitamyndirnar eru sýndar í Skálholti. Myndlist og fræði Lífsverk – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar bbbbm Hugleiðingar Guðrúnar Arndísar Tryggvadóttur um lífsverk Ámunda Jónssonar og tímann ásamt rann- sóknum Arndísar S. Árnadóttur og Sól- veigar Jónsdóttur um sama viðfang. Listrými 2019. Kilja í stóru broti, ríku- lega prýdd myndum, 139 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Vatnslitir „Ámundi þjónustumaður í Sívalaturni 1769.“ Ein mynda Guðrúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.