Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar nýlega skaltu láta verða að því.
Þangað er heillandi að koma, stórbrotið landslag, gott vegakerfi,
góður matur og rómuð gestrisni eyjaskeggja.
Ferðaskrifstofa eldri borgara og Hótelbókanir.is verða með sérferð fyrir
eldri borgara til Færeyja dagana 25.-31. mars. Fararstjóri: Gísli Jafetsson.
Dagskrá: Þann 25. mars er ekið frá Reykjavík að Seyðisfirði og þaðan siglt með Norrænu til
Þórshafnar og komið þangað 26. mars. Fyrsti dagurinn er frjáls en síðan verða skoðunarferðir
um eyjarnar næstu 3 daga undir leiðsögn fararstjóra. Gist er á Hotel Hafnia 4* í miðbæ Þórs-
hafnar. Siglt er frá Þórshöfn mánudaginn 30. mars og komið til Seyðisfjarðar að morgni 31.
mars. Þaðan ekið til Reykjavíkur og komið þangað að kvöldi. Innifalið í verði ferðarinnar er
morgunverður alla daga, kvöldverður á leið til Færeyja og á Hotel Hafnia og veitingar á leið til
Seyðisfjarðar.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri
borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með
tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is
og á www.hotelbokanir.is
Niko ehf | Pósthólf 72 | 802 Selfoss | kt. 590110-1750
FÆREYJAR
25. – 31. mars 2020
Sérferð fyrir
eldri borgara
Mikil upplifun
Verð 167.500 kr. m.v. gistingu í tvíbýli/einbýli
Barbára Sól Gísladóttir knatt-spyrnukona og HaukurÞrastarson handknattleiks-
maður, bæði úr Ungmennafélagi Sel-
foss, voru kosin íþróttakona og -karl
Árborgar 2019. Valnefnd réð för en
einnig fór fram kosning á netinu sem
vó 20% á móti atkvæðum nefndar.
Yngstur á stórmóti
Haukur Þrastarson var lykilmaður
í liði Selfoss sem náði Íslandsmeist-
aratitlinum í handbolta karla í maí í
fyrra. Var jafnframt valinn efnileg-
asti leikmaður Olísdeildarinnar og er
fastamaður í landsliði Íslands. Hauk-
ur, sem fæddur er í apríl 2001, lék í
janúar með liðinu á HM í Þýskalandi
og varð yngsti leikmaður Íslendinga
til að leika á stórmóti í handbolta. – Í
kvennaliði Selfoss í knattspyrnu er
Barbára Gísladóttir burðarás, en liðið
fagnaði bikarmeistaratitlinum í
fyrsta skipti sl. sumar eftir glæstan
sigur á KR. Í úrvalsdeildinni varð
Selfossliðið í 3. sæti.
Sjö tindar
Á Húsavík voru blakkonan Arna
Védís Bjarnadóttir og Heiðar Hrafn
Halldórsson langhlaupari kjörin
íþróttamaður og íþróttakona Völ-
sungs 2019. Arna Védís hefur verið
burðarás í meistaraflokksliði Völ-
sungs og lék stórt hlutverk í liðinu
tímabilið 2018-2019, bæði í bikar-
keppni og úrvalsdeild. Er jafnframt í
landsliðinu og spjarar sig vel. Hjá
Heiðari Hrafni var árið 2019 það
langbesta í sportinu til þessa. Hann
bætti sig mest í 10 kílómetra hlaup-
um. Reyndi sig einnig við fjallahlaup,
svo sem við Snæfellsjökul. Tók einnig
þátt í Tindahlaupi Mosfellsbæjar í
ágúst og var þar í öðru sæti, með því
að hlaupa á sjö tinda á 4:21 klst. Alls
er hlaupið 38,2 km og heildarhækkun
1.822 metrar.
Afreksfólk á Selfossi og Húsavík sæmt heiðurstitlum um áramótin
Burðarásarnir spjara sig
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kraftur Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss, er meðal fremstu hand-
knattleiksmanna þjóðarinnar og sést hér í sveiflu í spennandi úrslitaleik.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarson
Völsungar Blakkonan Arna Védís
Bjarnadóttir og Heiðar Hrafn Hall-
dórsson langhlaupari voru kjörin
íþróttafólk Húsavíkurfélagsins.
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Selfoss Barbára Gísladóttir knatt-
spyrnukona með verðlaunin.
Sölvi Geir Ottesen knattspyrnu-
maður var útnefndur íþróttamaður
Víkings 2019. Er fyrirliði meist-
araflokks karla, lék sinn 100. leik
fyrir félagið í sumar og fór fyrir lið-
inu þegar það varð bikarmeistari í
fyrsta sinn í 48 ár. Eftir tímabilið var
Sölvi var valinn besti leikmaður liðs-
ins, en með því spilaði hann alls 24
leiki í sumar og skoraði þrjú mörk.
Þetta var annað tímabil Sölva Geirs
með liðinu síðan hann kom heim úr
atvinnumennsku erlendis.
Stefnir á ÓL í Japan
Hjá Grafarvogsfélaginu Fjölni
var Úlfar Jón Andrésson íshokkí-
maður valinn íþróttakarl ársins.
Íþróttakonan var Eygló Ósk Gúst-
afsdóttir sem hefur verið afrekskona
í sundi frá 13 ára aldri. Meðal annars
keppt á tvennum Ólympíuleikum og
stefnir nú á leikana í Japan síðar á
árinu.
Hjá Fylki í Árbænum var Iveta
Ivanova úr karatedeild valin íþrótta-
kona ársins. Hún hefur lengi verið í
landsliðinu í karate og jafnframt
þjálfari hjá Fjölni sem skipuleggur
félagsstarf og viðburði. Íþróttakarl
Fylkis er Ólafur Engilbert Árnason,
einnig úr karatedeild. Ólafur er í
landsliðinu og hefur verið fastamað-
ur þar síðan hann var 14 ára. Hefur
æft með Fylki frá barnsaldri en býr
nú í Danmörku og æfir með landsliði
Dana. Keppir þar í erfiðasta karla-
flokknum í kumite, frjálsum bar-
daga, og hefur skákað þeim bestu í
heiminum.
Markakóngur og boðhlaupari
Í FH í Hafnarfirði voru Ásbjörn
Friðriksson handknattleiksmaður
og frjálsíþróttakonan Þórdís Eva
Steinsdóttir kjörin íþróttakarl og
íþróttakona ársins. Ásbjörn var einn
besti leikmaður Olísdeildarinnar á
síðasta tímabili og varð markakóng-
ur. – Um afrek Þórdísar Evu er það
að segja að hún keppti víða á nýliðnu
ári í boðhlaupum, svo sem á Evrópu-
og Norðurlandamótum og náði þar
góðum árangri. Þá var hún auk þess
að vera valin íþróttakona FH kjörin
til sama titils í Hafnarfjarðarbæ.
Fram Steinunn Björnsdóttir hand-
knattleikskona þykir vera góður
fulltrúi kvenna í félagi sínu.
Ljósmynd/Jóhannes Long
FH Ásbjörn Friðriksson og Þórdís
Eva Steinsdóttir eru afreksfólk.