Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 ✝ Jón Gústi Jóns-son bóndi í Steinadal á Strönd- um var fæddur 20. október 1933 á Broddanesi í Kolla- firði á Ströndum. Hann lést 26. des- ember 2019 eftir stutta legu á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f. 10. jan. 1908, d. 19. feb. 1995, og Svanborg Gísla- dóttir, f. 30. júní 1904, d. 8. nóv. 1992, bændur á Broddanesi. Systkini Jóns Gústa eru Guð- björn Jónsson, f. 8. ágúst 1935, Ragnheiður Björg Jónsdóttir, f. 5. júní 1939, og Guðbjörg Jóns- dóttir, f. 22. feb. 1942. Jón Gústi útskrifaðist sem búfræðikandídat frá Hvanneyri 1955 og var bóndi alla tíð. 27. ágúst 1961 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ásdísi Jónsdóttur, f. 16. apríl 1943, nuddfræðingi og handverks- konu á Hólmavík. Þau byrjuðu saman búskap á Óspakseyri í Bitrufirði árið 1961, þar sem Jón Gústi gegndi jafnframt starfi kaupfélagsstjóra Kaup- Sparisjóði Strandamanna á Hólmavík, maki Jón Vilhjálms- son, börn þeirra Jón Gústi, Vil- hjálmur Jakob og Agnes. 3) Jón Jónsson, f. 17. ágúst 1964, d. 25. nóv. 1964. 4) Jón Gísli Jónsson, f. 19. maí 1966, stýrir Trésmiðj- unni Höfða á Hólmavík, maki Brynja Rós Guðlaugsdóttir, börn þeirra Sylvía Rós Bjarka- dóttir og Ásdís, dætur Jóns Gísla eru ennfremur Hafdís Björk og Lovísa Rut. 5) Jón Jónsson, f. 5. apríl 1968, þjóð- fræðingur á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, maki Ester Sigfúsdóttir, börn þeirra Dag- rún Ósk, Arnór, Sigfús Snævar og Jón Valur. 6) Jóhanna Signý Jónsdóttir, f. 28. júlí 1971, bú- sett í Kópavogi, starfar við heimaþjónustu í Reykjavík, maki Birgir Valur Bárðarson. 7) Arnar Snæberg Jónsson, f. 5. ágúst 1977, tómstundafulltrúi, búsettur í Hafnarfirði, verk- efnastjóri hjá Reykjavíkurborg, maki Hildur Guðjónsdóttir, börn þeirra Tómas Andri, Brynjar Freyr, Egill og Bryn- hildur Una. 8) Árdís Björk Jóns- dóttir, f. 3. ágúst 1978, búsett í Reykjavík, forstöðumaður hjá Vodafone og Stöð 2. Barna- barnabörn Jóns Gústa og Ásdís- ar eru orðin tíu. Útförin fer fram frá Hólma- víkurkirkju í dag, 4. janúar 2020, klukkan 14. félags Bitrufjarðar í eitt ár. Fluttu síð- an að Steinadal í Kollafirði vorið 1962, sem þá hafði verið eyðibýli í nokkur ár, og þar bjó Jón Gústi síðan og stundaði sauð- fjárbúskap. Jón Gústi var virkur í félags- málum á Ströndum og áhugasamur um byggðamál og hagsmunabaráttu í þágu bænda og samtaka þeirra. Hann sat lengi í sveitarstjórn Fells- hrepps og síðan Broddanes- hrepps eftir sameiningu og gegndi starfi oddvita. Jón Gústi sat í mörgum nefndum, ráðum og stjórnum, m.a. Búnaðarsam- bands Strandamanna og Spari- sjóðs Kirkjubóls- og Fells- hrepps, sem nú heitir Spari- sjóður Strandamanna. Börn Jóns Gústa og Ásdísar eru: 1) Hrafnhildur Guðbjörns- dóttir, f. 6. sept. 1960, skóla- stjóri á Hólmavík, maki Har- aldur V.A. Jónsson, börn þeirra Harpa Hlín, Guðmundína Arn- dís, Árný Huld og Jón Örn. 2) Svanhildur Jónsdóttir, f. 18. mars 1962, skrifstofustjóri hjá Jón Gústi í Steinadal var sauð- fjárbóndi, fyrst og síðast sauðfjár- bóndi, fæddur Jóni og Svanborgu á Broddanesi þar sem allt snerist um búskap, sauðfé, æðarvarp, reka og selveiði, öllu sinnt af atorku og samviskusemi, engan skyldi undra að búskapur væri áhugamálið og yrði ævistarfið alt til loka þó síðustu 30 daga ævinnar ætti Gústi enga kind. Síðasta ærin hans fór í nóvember frá Steinadal og hann sjálfur skömmu síðar, dvaldi á Sjúkrastofnuninni á Hólmavík réttan mánuð og kvaddi jarðvistina á sinn hógværa en ákveðna hátt, sofnaði í hinsta sinn með bókina Kindasögur á nátt- borðinu líkt og hann hafði svo oft áður gengið til hvílu, þreyttur en jafnframt sáttur og ánægður eftir erfiða fjárleit vitandi ærnar komn- ar í öruggt skjól fjárhússins, ærn- ar, hrútarnir, lömbin voru hans áhugamál og ævistarf, Jón Gústi var með allra fjárgleggstu mönn- um, þekkti allar sínar ær með nafni og númeri, og hann þekkti líka nánast öll lömbin þegar þau komu af fjalli að hausti, undan hvaða á þau voru og númerið sem þau fengu í eyra að vori, oft sá ég Gústa framvísa lömbum í slátur- húsi að hausti, og jú það kom fyrir að hann rétt svona leit á númerið, en var þá nánast alltaf búinn að nefna það áður, og það þurfti ekki leiðréttingar við, svona var Jón Gústi í Steinadal, fjárglöggur og minnugur, Jón Gústi var afskap- lega stilltur maður en traustur, gætinn í orðum en sagði þó ávallt það sem segja þurfti á þann hátt að skildist, talaði aldrei illa um nokk- urn mann en sagði þó alltaf skoðun sína umbúðalaust í fáum orðum, þannig ávann hann sér virðingu samferðamanna hvort sem þeir voru sammála honum eður ei, hann stóð alltaf fast á því sem hann taldi rétt, sama í hvaða stöðu samfélagsins viðmælandi var, þannig ávann hann sér virðingu allra, og því kom fljótt að öðru hlutverki í hans lífi sem hann þó sótti ekki eftir, en störf að fé- lagsmálum urðu snemma mikil og það lá beint við að félagsmál heimahéraðs margvísleg kæmu á hans borð, Jón Gústi var í sveit- arstjórn lengi, var oddviti Brodda- neshrepps auk þess að starfa að fé- lagsmálum bænda í Strandasýslu lengi, þau störf urðu fljótt mjög umfangsmikil, hann var um langt árabil í stjórn Búnaðarsambands Strandamanna á tímum mikilla og jafnframt umdeildra breytinga í félagsmálum bænda, á þeim tíma var hann kletturinn sem allar öld- ur búmarks, greiðslumarks, full- virðisréttar og hvað sem þetta allt var kallað skullu á, þá var gott að eiga Jón Gústa í Steinadal í for- ustusveitinni, þar var hann margra manna maki, á hann var treyst, á hann var hlustað heima, já líka var hlustað á Jón Gústa „fyrir sunnan“. Jón Gústi hélt hvorki langar ræður á fundum né háværar, sagði það sem segja þurfti á þann hátt að skildist, var rökfastur og skýr, oftar en ekki var mál útrætt er hann hafði lokið máli sínu. Ég þakka Jóni Gústa fyrir vin- áttuna ómetanlegu, samstarfið og alla aðstoð, m.a. við að raða saman tölum á skattablaði þar sem ég ásamt mörgum öðrum naut góðs af greiðasemi hans og talnavísi. Aðstandendum öllum vottum við samúð okkar Guðbrandur og Lilja, Bassastöðum. Með örfáum orðum langar okk- ur að minnast Jóns Gústa Jóns- sonar, bónda í Steinadal í Kolla- firði á Ströndum, sem fæddur var 20. október 1933 og lést á Heilsu- gæslustöðinni á Hólmavík 26. des- ember síðastliðinn. Jón Gústi fæddist og ólst upp hjá foreldrum sínum á Brodda- nesi í sömu sveit og hneigðist snemma til bústarfa. Varð snemma góður fjármaður og lét vel að sinna sauðfé. Fyrst hóf hann búskap í félagsskap við for- eldra sína og bróður á Brodda- nesi, en keypti síðar jörðina Steinadal í sömu sveit og hóf þar búskap ásamt konu sinni, Ásdísi Jónsdóttur. Jóni búnaðist vel í Steinadal, var með gott bú og arð- samt og ræktaði upp góðan fjár- stofn. Félagsmálum sveitar sinn- ar og bænda sinnti hann einnig, en var þó heimakær og fór ekki oftar af bæ en honum þótti hóf- legt. Á tímabili kom hann að mál- um stéttar sinnar á landsvísu, og gat sér á þeim vettvangi sérlega gott orð fyrir hyggindi og góða yf- irsýn yfir málefni landbúnaðar og þjóðfélagsmál og var mjög tillögu- góður um hin ýmsu mál sem komu þar til meðferðar. Jón Gústi var hæglátur í allri framgöngu og ekki margmáll, en brosmildur í viðmóti og gat verið kíminn ef því var að skipta. Fjölskyldu sinni, nánum skyldmennum og vinum reyndist hann afar vel með ýmsu móti, enda var hann vel að sér um flest, þótt hann væri ekki lang- skólagenginn. Var þar þó oft um að ræða hluti sem útheimtu tals- verða fyrirhöfn, sem hann var þó ekki vanur að nýta sér til tekju- auka fyrir sig. Margur mun hafa þegið frá honum góð ráð og leið- beiningar, þótt það hafi ekki farið hátt, og notið vel. Að leiðarlokum viljum við þakka honum góð samskipti og hollráð við ýmis tækifæri um leið og nánustu fjölskyldu hans er vottuð samúð á skilnaðarstundu. Droplaug Þorsteinsdóttir, Guðbr. Þorkell Guðbrandsson. Einhvern tímann um haust, lík- lega haustið 1963 eða 1964, stóð ég við hliðina á pabba fremst í heyvagni á leiðinni milli bæja í Krossárdalnum og horfði fram og niður á dráttarvélina sem dró vagninn. Erindið var að sækja kindur á næsta bæ, það hafði snjó- að svolítið og vegurinn var háll. Dráttarvélin var af gerðinni Mas- sey Ferguson 35, með enga ör- yggisgrind, enda var þetta fyrir tíma slíkra grinda. Í ekilssætinu sat ungur bóndi úr næstu sveit, þá rétt um þrítugt. Það sem mér er minnisstæðast úr þessari ferð er hvernig afturhjólin á dráttarvél- inni leituðu til hliðar í hálkunni, ýmist til hægri eða vinstri, en aldrei haggaðist ungi bóndinn í sætinu. Hverri hliðarsveiflu var mætt með hægum en öruggum tökum á stýrinu og alltaf hélt dráttarvélin sömu stefnu og sama hraða. Þetta er fyrsta skýra minn- ingin sem ég á um Jón Gústa, eða Gústa í Steinadal eins og hann hét alltaf í mínum huga upp frá þessu. Gústi var systursonur pabba og líklega áttu þeir frændurnir býsna margt sameiginlegt, þ.m.t. mikla vinnusemi og hugarró. Það þurfti talsvert til að hagga þess- um mönnum. Gústi var maður sem naut alls staðar trausts. Hann var vel menntaður og nat- inn bóndi, einstaklega nægjusam- ur, hagsýnn og hógvær. Til hans leituðu menn með hvers kyns við- fangsefni og vandamál. Hann gerði skattframtöl fyrir nágrann- ana, ráðlagði þeim um búrekstur- inn, útskýrði fyrir þeim kvóta- kerfið og stappaði í þá stálinu þegar þrengdi að í einkalífi eða á öðrum sviðum. Hann valdist líka til forystustarfa, jafnt á vettvangi sveitarstjórna sem í samtökum bænda, þó að hann sæktist aldrei eftir því sjálfur, var mannasættir og fann lausnir á deilumálum sem virtust óleysanleg. Honum fylgdi þessi einstaka ró sem fáir búa yf- ir. Meira að segja rithöndin bar þess vitni. Ég kynntist Gústa mest á þeim árum sem við hjónin kenndum í Broddanesskóla. Skólinn var ný- byggður og auðvitað hafði Gústi verið formaður byggingarnefnd- ar. Flest mál fengu farsæla lausn með aðstoð hans, hvort sem þau snerust um bókhald skólans eða stíflað frárennsli. Og hann kenndi mér líka ýmislegt, m.a. þetta: „Það er tvennt sem maður heldur oftast um aðra. Það er að þeir hafi meiri tíma en maður sjálfur og eigi meiri peninga.“ Ég sá Gústa sjaldan síðustu ár- in, enda fór hann lítið af bæ nema erindið væri brýnt. En ég fylgdist með úr fjarlægð. Kannski var æv- in hans svolítið eins og ferðalagið haustið 1963 eða 1964. Hann haggaðist hvergi, náði alltaf að halda sömu stefnu og sama hraða þótt hált væri á veginum og farn- aðist vel þó að engin væri örygg- isgrindin. Og einn daginn er er- indinu lokið og ferðalagið tekur enda. Þá er það bara þannig. Ég minnist Gústa með þakk- læti, virðingu og hlýju og votta Steinadalsfjölskyldunni samúð mína. Stefán Gíslason. Jón Gústi Jónsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUNNARSSON, Selfossi I, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi mánudaginn 30. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Steinunn Eyjólfsdóttir Atli Gunnarsson Anna Sigrúnardóttir Guðrún Ásta Gunnarsdóttir Sveinn Sigurmundsson Erna Gunnarsdóttir Jón Árni Vignisson Sigríður Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri EINAR JÓNSSON, Hólakoti, lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði miðvikudaginn 1. janúar. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Halldóra Ásmundsdóttir Jón Einarsson Ása Margrét Einarsdóttir Baldur Orrason Gröndal Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR ÞORKELSSON Vogatungu 75, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans á gamlársdag, 31. desember. Útför hans fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 8. janúar klukkan 13. Guðlaugur Ævar Hilmarsson Jóhannes Ævar Hilmarsson Berglind Jóhannsdóttir Sverrir Ævar Hilmarsson Steinunn S. Jakobsdóttir Jakob Ævar Hilmarsson Kristín Þorsteinsdóttir Hilmar Ævar Hilmarsson Anna Heiða Pálsdóttir Kristinn Ævar Hilmarsson Suwanna Munthong barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín og systir, ELÍZA ÞORSTEINSDÓTTIR Eiðistorgi 3, varð bráðkvödd á heimili sínu miðvikudaginn 1. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar Fyrir hönd aðstandenda, Jódís Jóhannsdóttir Lilja Þorsteinsdóttir Aðalheiður Þorsteinsdóttir Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ARNBJÖRN ÁSGRÍMSSON rafvélavirki, Aflagranda 40, lést 13. desember. Útförin hefur farið fram kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirarholts fyrir góða umönnun. Kristín Guðvarðardóttir Ragnar Arnbjörnsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR frá Efsta-Dal, lést fimmtudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. janúar klukkan 13. Sigurður Sigurðsson Jórunn Sigurðardóttir Sigurður K. Eggertsson Sigrún Sigurðardóttir Þröstur Þorvaldsson Jón Sigurðsson Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir Hilmar Steinar Sigurðsson Þórdís Sigurðardóttir Jóhanna Ellý Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.