Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Með víginu á íranska hershöfðingj- anum Qasem Soleimani í Bagdad í fyrrinótt eru erjur Bandaríkjamanna og Írana komnar á nýtt og alvarlegra stig. Óttast er að afleiðingarnar geti orðið miklar og því hvöttu leiðtogar um heim allan báða deiluaðila til að sýna stillingu og draga úr væringum. Með því að taka æðsta yfirmann ír- anska byltingavarðarins, úrvals- sveita hersins, úr umferð hefur Do- nald Trump Bandaríkjaforseti tekið ákvörðun sem átt getur eftir að valda pólitískum stórskjálfta og alvarleg- um afleiðingum í Mið-Austurlöndum, að sögn franska blaðsins Le Figaro. Í sama streng tekur breska út- varpið BBC og varar við víxlverkun árása og hefndaraðgerða sem gæti leitt til hernaðarátaka milli Írans og Bandaríkjanna. Það sagði að héðan í frá myndi reyna verulega á stefnu Trumps í heimshlutanum, ef hún væri þá einhver. Philip Gordon, sem samræmdi að- gerðir Bandaríkjamanna í Mið-Aust- urlöndum og á Persaflóasvæðinu í stjórnartíð Baraks Obama, sagði af- tökuna jaðra við stríðsyfirlýsingu gegn Íran. Ekki stóð á yfirvöldum í Teheran. „Píslarvættisdauði eru launin fyrir óaflátanlega baráttu hans í öll þessi ár,“ sagði æðsti leiðtogi Írans, Aya- tollah Ali Khamenei, um fall Soleim- ani á twittersíðu sinni. „Þótt hann sé horfinn mun Guð sjá til þess að verk- um hans verði haldið áfram og vægð- arlaus hefnd bíður glæpamannanna sem ötuðu skítugar hendur sínar með blóði hans og annarra píslarvotta þeirra í gærkvöldi.“ Khameini bætti því við að banamenn Soleimanis væru mestu hrottar jarðarkringlunnar. Gjald fyrir morð „Af staðfestu og styrk felldum við leiðtoga þeirra sem ráðist hafa gegn landsvæðum okkar,“ sagði leiðtogi repúblikana á Bandaríkjaþingi um aðgerðina gegn Soleimani, Kevin McCarthy. „Wow-gjaldið fyrir að særa og drepa Bandaríkjamenn hef- ur stórhækkað,“ sagði náinn sam- starfsmaður Trumps, öldungadeild- armaðurinn Lindsey Graham, á twitter. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, var á öðru máli. Morðið á Soleimani væri storkun er leitt gæti til hættulegrar aukningar ofbeldisverka. „Ameríka og heimur- inn allur hafa ekki efni á að viðsjár vaxi þar til því stigi er náð að ekki verður snúið til baka.“ „Trump forseti hefur kastað dýna- míttúpu í púðurtunnu,“ sagði Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. „Íran mun efalítið bregðast við. Við gætum staðið á þröskuldi stórátaka þvert og endilangt á Mið-Austurlönd.“ „Dráp Soleimanis var ævintýra- mennska sem mun auka á spennu í heimshlutanum. Hann varði þjóðar- hagsmuni Írana af einstakri helgun,“ sagði utanríkisráðuneytið í Moskvu um atvikið. Konstantín Kosatsjev, formaður utanríkisnefndar efri deild- ar rússneska þingsins, sagði drápið á Soleimani vera mistök sem ættu eftir að hitta Bandaríkjamenn sjálfa fyrir. „Hefndarárásir munu tvímælalaust eiga sér stað,“ sagði hann. Víða um heim voru þjóðarleiðtogar uggandi yfir aðgerð Bandaríkjahers í Írak. Kínverjar hvöttu til stillingar og það gerðu einnig leiðtogar Frakk- lands og Þýskalands. Olía og hluta- bréf á alþjóðlegum mörkuðum féllu strax við fyrstu fréttir af lífláti Sol- eimanis. Hættulegri heimur „Við vöknuðum upp í hættulegri heimi í morgun,“ sagði Amelie de Montchalin, Evrópuráðherra frönsku stjórnarinnar, í útvarpssamtali í gær- morgun. „Við tökum afstöðu með hvorugum aðilanum, heldur ræðum við báða og reynum að skapa um- hverfi fyrir frið og varanlegan stöð- ugleika,“ sagði hún. Utanríkisráð- herra Breta, Dominic Raab, sagði að Bretar hefðu ætíð verið meðvitaðir um ógnina af Soleimani og Quds- sveitum hans. Frekari átök yrðu ekki í neinna þágu. Quds-sveitirnar er sá armur ír- anska heraflans sem sinnir aðgerðum utan Írans. Um árabil, hvort sem er í Líbanon, Sýrlandi eða annars staðar, hefur Soleimani verið lykilmaðurinn í að auka áhrif Írana í Mið-Austur- löndum, m.a. með árásaraðgerðum. Í augum Bandaríkjamanna voru hend- ur hans ataðar bandarísku blóði. Ekki þótti á óvart koma að Soleimani væri eitt af skotmörkum Trumps, heldur hvers vegna var látið til skar- ar skríða gegn honum nú. Af hálfu varnarmálaráðuneytisins í Wash- ington snerist uppgjörið við Soleim- ani ekki bara um að refsa honum fyrir fyrri gjörðir gegn bandarískum her- afla heldur skyldi dauði hans vera öðrum „fæling“. Hann hafi verið að undirbúa árásir á bandaríska sendi- fulltrúa og hersveitir í Írak og annars staðar í Mið-Austurlöndum. Hvað nú tekur við er stóra spurn- ingin, segir BBC. Trump mun vona að með árásinni hafi hann bæði hrætt Írana til undirgefni og sýnt og sannað fyrir óþolinmóðum bandamönnum eins og Ísrael og Sádi-Arabíu, að fæl- ingarmáttur bandaríska hersins hefði enn bit. Óhugsandi þykir að Íranar muni ekki aðhafast í framhaldinu. Í Írak væri 5.000 manna herafli Banda- ríkjanna augljóst skotmark. Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra þurfa að gæta að vörnum sínum. Fyr- irliggjandi munu áætlanir um stór- aukinn herafla í Mið-Austurlöndum, ef á þarf að halda. Íranar hóta vægðarlaus- um hefndum  Þjóðarleiðtogar hvetja Bandaríkja- menn og Írana til að sýna stillingu Spenna milli Bandaríkjanna og Írans 2 0 1 8 2 0 1 9 AFP Photo Íran tilkynnir að það muni létta takmörkunum af birgðum af þungu vatni og auðguðu úrani Bandaríkin beita viðskipta- þvingunum sem beinast að járni, stáli, áli og kopar frá Íran 8. maí 7. september Donald Trump tilkynnir að Bandaríkin muni segja sig frá samkomulagi frá 2015 um kjarnorkuáætlun Írans og boðar viðskiptaþvinganir 8. maí Íran tilkynnir að þróaðar skilvindur hafi verið gang- settar á ný til að auka forða af auðguðu úrani 16. september Trump sakar Írana um að hafa gert drónaárás á olíuframleiðslu- svæði Sádi-Arabíu sem hafði veru- leg áhrif á olíuframleiðslu landsins 18. september Trump tilkynnti að hann hafi skipað ríkisstjórn sinni að herða til muna viðskiptaþvinganir gagnvart Írönum 7. júlí Íran staðfestir að úranbirgðir séu yfir umsömdum mörkum 4. september Hassan Rouhani fyrirskipar að öllum takmörkunum á rann- sóknum og þróun verði aflétt 18. júlí Bandaríkin staðfesta að bandarískt herskip hafi grandað írönskum dróna yfir Hormuzsundi 1. júlí Birgðir Írana af úrani eru orðnar meiri en þeir höfðu heimild til 20. júní Byltingarverðir Írans tilkynna að þeir hafi skotið niður bandarískan dróna. Daginn eftir tilkynnti Trump að hann hefði fallið frá hefndarárásum Bandaríkin Íran Donald Trump Hassan Rouhani 3. janúar 2020 Qasem Soleimani, einn æðsti her- stjóri Írana, drepinn í loftárás á alþjóðaflugvellinum í Bagdad í kjölfar vaxandi hernaðaraðgerða þar sem bandarískur verktaki lét m.a. lífið í flugskeytaárás á borgina Kirkuk 7. nóvember Íranar hefja á ný auðgun úrans í Fordow verksmiðjunni Helstu atburðir 1957-2020 Gekk árið 1979 í Íslömsku byltingarvarða- sveitirnar (IRGC) Tign: Yfirhershöfðingi Herstjóri Byltingarvarðanna í Íran Frá 1998 stýrði hann sérsveitum IRGC Vestrænir leiðtogar töldu hann lykiltenglilið Írans við herská samtök á borð við Hezbollah í Líbanon og Hamas í Palestínu Talinn hafa mótað utanríkis- stefnu Írana í Miðausturlöndum og aukið áhrif Írans í Írak, Sýrlandi og víðar Um 83% Írana höfðu jákvætt viðhorf til Soleimani samkvæmt könnun IranPoll og Maryland- háskóla árið 2018 Lét lífið í loftárás Bandaríkja- manna í Bagdad 3. janúar Qasem Soleimani Heimild: AFP/bandarískir fjölmiðlar Ljósmynd: IRIB AFP Mótmælt Í Lahore í Pakistan mótmælti fólk árásinni sem varð Qasem Solei- mani að bana. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, sagði heiminn ekki hafa efni á nýju stríði við Persaflóa og hvatti til stillingar. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is GLÆSILEGIR „PLUG IN HYBRID“ TIL SÖLU AUDI A3 E-TRON, VW GOLF GTE, VW PASSAT GTE OG M. BENZ E350E M.BENZ E 350E AVANTGARDE EQ POWER nýskr. 02/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín/ rafmagn, sjálfskiptur, stafræntmælaborð. Glæsilegt eintakmeð fullt af aukahlutum! Verð 7.450.000 kr. TILBOÐ 6.999.000 kr. Raðnúmer 259893

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.