Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
✝ Sverrir Gunn-arsson fæddist
í Reykjavík 18.
ágúst 1928. Hann
lést á heimili sínu á
Dvalarheimilinu
Ási í Hveragerði
23. desember 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Gunnar
Jónsson, kaupmað-
ur í Reykjavík, f.
4.12. 1896, d. 22.6.
1960, og Ingibjörg Ólafsdóttir,
húsmóðir, f. í Reykjavík 12.8.
1909, d. 30.4. 1959. Systkini
Sverris voru: Gunnar Þorbjörn,
f. 8.8. 1926, d. 28.4. 2007, Þor-
gerður Vilhelmína Gunn-
arsdóttir, f. 4.6. 1930, d. 24.5.
2006, og Ævar Guðbjörn, f. 25.4.
1933, d. 9.6. 1996.
Sverrir ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Hverfisgötu 69 í
Reykjavík, en langdvölum var
hann hjá systkinunum Halldóri
og Margréti í Hrosshaga sem
voru honum sem hann væri
þeirra barn. Hann eignaðist
jörðina árið 1948 eftir nám í
Bændaskólanum á Hvanneyri.
Sverrir kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Ólöfu Fríðu Gísla-
dóttur, oftast nefnd Fríða, f.
30.11. 1927 á Ölkeldu í Stað-
Bergþór Sigurðsson. Barna-
börnin eru átta. 4) Margrét, f.
21.3. 1957, eiginmaður Helgi
Guðmundsson. Börn þeirra eru
Þórey, eiginmaður Sólon Mort-
hens, Ketill, sambýliskona Sædís
Arnardóttir, Fríða, eiginmaður
Morten Dreyer, og Andri, sam-
býliskona Silja Runólfsdóttir.
Barnabörnin eru átta. 5) Ólöf, f.
13.6. 1958. Dóttir hennar er
Tara Róbertsdóttir. 6) Ingi-
björg, f. 18.9. 1963, eiginmaður
Óttar Ægir Baldursson. Dætur
þeirra eru Adda María og Vil-
borg. Börn Ingibjargar og fyrri
eiginmanns, Harðar Gunnars-
sonar, eru Nanna Dröfn, eigin-
maður Sigþór Sigurðsson, og
Gunnar Þórbergur, sambýlis-
kona Kristrún Hildur Bjarna-
dóttir. Barnabörnin eru sjö.
Sverrir og Fríða bjuggu í
Hrosshaga alla sína búskapartíð
utan tvö ár þegar þau áttu
heima í Laugarási. Þau stofnuðu
garðyrkjustöðina Akur. Auk bú-
skaparins vann hann um tíma
sem ýtustjóri hjá ræktunar-
sambandinu Ketilbirni. Hann
var alla tíð mjög áhugasamur
um framfarir í sveitinni og sat
um skeið í hreppsnefnd. Hann
stóð meðal annars fyrir stofnun
hitaveitu fyrir Hrosshaga og
nokkra aðra bæi. Síðustu
sautján ár hafa Sverrir og Fríða
átt heima á dvalarheimilinu Ási í
Hveragerði.
Útför Sverris fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 4. janúar
2020, klukkan 14.
arsveit, 7.5. 1949.
Foreldrar hennar
voru Gísli Þórðar-
son, f. 12.7. 1886, d.
20.9. 1962 og Vil-
borg Kristjáns-
dóttir, f. 13.5. 1893,
d. 26.12. 1993. Börn
Sverris og Fríðu
eru: 1) Halldór, f.
4.3. 1950, eiginkona
Gunnþórunn Jóns-
dóttir. Börn þeirra
eru Flóki, Sólveig og Halldór.
Eiginkona Flóka er Elísabet
Þórey Þórisdóttir og eiga þau
þrjár dætur. 2) Gísli, f. 12.12.
1951. Sonur hans og Eddu Þor-
valdsdóttur er Hjálmar, eigin-
kona Margrét Dóra Ragnars-
dóttir og eiga þau einn son.
Eiginkona Gísla er Guðrún Ásta
Einarsdóttir og á hún dæturnar
Bryndísi Björk, eiginmaður
Kjartan Már Másson, Eyrúnu
Ösp, eiginmaður Jón Valur Vals-
son og Hildi, Eyþórsdætur og
sex barnabörn. 3) Gunnar, f.
16.10. 1953, eiginkona Sigríður
Jónína Sigurfinnsdóttir. Börn
þeirra eru Henrietta Ósk, Jón
Ágúst, unnusta Sólrún Lilja
Ragnarsdóttir, Ásta, sambýlis-
maður Ægir Freyr Hallgríms-
son, og Sigrún, sambýlismaður
Elsku pabbi sofnaði sæll að
kveldi í sínu rúmi við hlið
mömmu en vaknaði ekki að
morgni Þorláksmessu. Þannig
vildi hann kveðja. Það er erfitt
að sjá eftir svona yndislegum
manni eins og faðir minn var en
minningar um hann geymum
við í huga okkar.
Pabbi var afkastamikill mað-
ur, mikill framkvæmdarmaður,
ósérhlífinn og hjálpsamur.
Stríðinn og spaugsamur og
hafði létta lund alveg fram á
síðustu stundu. Hann hafði
gaman af að ferðast og ferð-
uðust þau mamma mikið. Varla
kominn úr einni ferð, að hann
var farinn í tölvuna að skoða
næstu ferð. Svo hafði hann það
á orði að hann missti puttann á
staðfestingartakkann í tölvunni
og þá varð ekki aftur snúið,
næsta ferð komin. Eitt var það
sem háði pabba en það var
heyrnin. Hann var með slæma
heyrn og fékk snemma heyrn-
artæki en heyrnin versnaði
stöðugt og þar með dró hann
sig til hlés og var ekki mikið
fyrir að vera innan um marg-
menni. Það var á þeim tíma
sem við bjuggum hér hlið við
hlið í Hrosshaga, og kom hann
oft í morgunkaffi án heyrnar-
tækjanna og heyrði náttúrlega
illa, að mamma tók eftir tækj-
unum heima hjá sér og kom
trítlandi með þau. Hann var nú
ekkert að kippa sér upp við
það.
Börnin mín nutu þess að
hafa afa sinn í næsta húsi og
voru mjög náin honum.
Það var svo árið 2002 að
pabbi og mamma fluttu frá
Hrossahaga að Dvalarheimilinu
Ási í Hveragerði. þetta var
stórt stökk því á þessum tíma
voru þau mjög hress og vel fær
um að sjá um sig sjálf. En á Ási
leið þeim vel. Þar höfðu þau
nóg að gera. Pabbi fékk að-
stöðu fyrir smíðadótið sitt og
tók það eins og sína vinnu að
fara og skera út eða tálga.
Maðurinn sem var vanur að
smíða heilu húsin úr járni eða
timbri fór að tálga smáa hluti
og skera út. Hann var byrjaður
á þessu áður en hann flutti að
Ási en þarna leit hann á þetta
sem sína vinnu.
Pabbi varð að leggja niður
þessa vinnu sína fyrir fáeinum
árum því hann var svo slæmur í
öxlinni og þá var mikið frá hon-
um tekið.
Pabbi var alltaf með hugann
hér uppi í Tungum og spurði í
hvert sinn þegar ég kom hvort
eitthvað væri að frétta úr sveit-
inni og hvort það væru ein-
hverjar framkvæmdir. Nú
framkvæmir hann ekki meir
hér á jörðu en ef til vill heldur
hann áfram annars staðar.
Bestu þakkir fær starfsfólkið
á Ási fyrir frábæra umönnun
gegnum árin og talaði pabbi oft
um hvað allir væru hjálplegir.
Hvíl þú friði, pabbi minn.
Margrét Sverrisdóttir.
Elsku pabbi sofnaði kvöldið
fyrir Þorláksmessu við hlið
mömmu og vaknaði ekki aftur.
Þannig hafði hann margoft sagt
að hann vildi fara og honum
varð að ósk sinni. Við vorum
heppin að fá að hafa hann
svona lengi en hann var tilbú-
inn að fara þó hann væri enn
ótrúlega hress.
Pabbi er fæddur 1928 og al-
inn upp á Hverfisgötu 69 í
Reykjavík, sonur Gunnars
Jónssonar, Hanssonar, Natans
Ketilssonar. Pabbi sagði sjálfur
í gríni að hann væri kominn af
drykkjumönnum og sauðaþjóf-
um langt aftur í ættir enda ætt-
aður úr Húnavatnssýslunni.
Pabbi gat verið mjög skemmti-
legur þegar sá gállinn var á
honum. Hann sagði skemmti-
lega frá og var góð eftirherma.
Þegar hann tók sig til varð
hann skemmtikraftur og
hermdi eftir pólitíkusum og
ýmsum körlum í sveitinni.
Hann hélt í húmorinn fram á
dauðadag. Alltaf tilbúinn að
gera grín og þá aðallega að
sjálfum sér.
Hann var hörkuduglegur á
yngri árum og ætlaðist til að
aðrir væru það líka. Dugnaður
til vinnu var æðsta dyggðin og
veraldlegur auður mikils met-
inn. Andlegt ríkidæmi var þó
líka í heiðri haft og pabbi hvatti
okkur öll til náms. Þó að hann
sjálfur væri ekki mikið mennt-
aður fylgdist hann alltaf með
tækninýjungum og var fljótur
að kaupa ýmsar vélar sem nota
þurfti á búinu eða tæki til
heimilishalds og var einna
fyrstur til í sveitinni að kaupa
sjónvarp þegar það kom á
markaðinn.
Hann var líka framkvæmda-
glaður og hafði ekki síður
áhuga á framkvæmdum og upp-
byggingu en á bústörfunum.
Hann reif upp kotbæinn Hross-
haga og gerði að stórbýli og
byggði gróðurhús í mýrinni í
Laugarási og nefndi Akur.
Dugnaðarforkurinn var ekki
alltaf sáttur við sveimhugann
og lestrarhestinn mig þegar ég
var yngri og það átti að taka til
hendinni í sveitinni en hann var
stoltur af mér þegar ég stóð
mig vel í skóla. Pabbi hafði
stórt hjarta og þó hann væri
ekkert að flíka tilfinningunum
þá fann maður að hann vildi öll-
um vel. Hann hefur líka alltaf
verið hjálpsamur og örlátur og
ég er honum óendanlega þakk-
lát fyrir það.
Bless, elsku pabbi minn.
Mamma er alveg viss um að þú
sért miklu hamingjusamari þar
sem þú ert núna og ég er ekki
frá því að þér líði betur á tungl-
inu, eins og eitt barnabarna-
barnið sagði þegar við sögðum
að þú værir kominn til himna.
En ég á eftir að sakna þín.
Ólöf Sverrisdóttir.
Elsku Sverrir tengdafaðir
minn er látinn. Sverrir var kát-
ur og glettinn fram á síðustu
stundu, þó þrekið og skamm-
tímaminnið hafi látið undan. Og
hann var tilbúinn að fara. Tal-
aði um að honum lægi orðið á
upp að Torfastöðum, í kirkju-
garðinn. Og að sofna síðasta
kvöldið við hliðina á Fríðu sinni
og svífa síðan inn í Sumarland-
ið, þannig vildi hann fá að fara.
Sverrir hefur líklega verið
orkumikill og óþekkur ungur
drengur þar sem hann ólst upp
hjá foreldrum sínum í Reykja-
vík. Hann átti því láni að fagna
að vera sendur í sveit til systk-
inanna Margrétar og Halldórs í
Hrosshaga. Og hann vildi
hvergi annars staðar vera.
Enda fór svo eftir lát Halldórs
að Sverrir eignaðist jörðina.
Hann kynntist henni Fríðu
sinni á Hvanneyri, þau giftu sig
og fluttu saman í sveitasæluna.
En það hefur eflaust ekki verið
tóm sæla. Húsin, túnin og allt
búið var smátt í sniðum. Þeirra
beið mikið verk. Hér var torf-
bær, og þar bjuggu þau fyrstu
sjö árin og synirnir urðu þrír
meðan þau bjuggu í gamla
bænum. Þrjár dætur fæddust
síðar. Magga gamla var þeim
mikil hjálparhella og Fríða hef-
ur oft sagt að hún vissi ekki
hvernig hún hefði farið að án
hennar.
Fyrstu búskaparárin hafa oft
verið erfið. Búið lítið, börnun-
um fjölgaði og Fríða var ekki
góð til heilsunnar fyrstu árin,
þó hún fengi sem betur fer bata
síðar. En hjálpsemi nágranna
og sveitunga, auk fjölskyldunn-
ar var mikil og skipti sköpum.
Fríða vill koma þakklæti á
framfæri til allra þeirra sem
hjálpuðu þeim.
Margt breyttist næstu árin.
Sverrir átti eftir að byggja tvö
fjós, tvö íbúðarhús, garðyrkju-
stöð á Akri í Laugarási og
gróðurhús í Hrosshaga. Og
mikið var ræktað, þeim hefði
líklega fundist þau endalaus
túnin, ungu hjónunum sem
keyrðu hingað austur vorið
1949.
Að búa félagsbúi í sveit er
eins og annað hjónaband. Það
reynir á sömu hluti. Og það var
ekki erfitt fyrir mig að flytjast
hingað um tvítugt og fara að
búa með Fríðu og Sverri. Við
áttum mjög góð ár saman þó
ekki væru þau mörg í búskapn-
um. Þau voru alltaf tilbúin í ný
ævintýri og 1984 hættu þau
kúabúskap og gerðust garð-
yrkjubændur. En árin á Akri
urðu bara tvö. Þá byggði Sverr-
ir nýtt hús í Hrosshaga og
gróðurhús, sem skapaði þeim
vinnu. Að ógleymdum kleinu-
bakstrinum, en þau komu upp
aðstöðu til þess og seldu klein-
ur. Að koma úr fjósinu og finna
kleinuilminn á móti sér er ein
af þessum ógleymanlegu minn-
ingum. Þá var gott að rölta til
þeirra og fá sér kleinu. Og ekki
var verra að fá þau í morg-
unkaffið þegar kleinupoki var
með í för. Barnabörnin nutu
þess að kíkja til afa og ömmu.
Og oft fengu litlir fingur að
hjálpa til við að snúa klein-
unum.
Fríða og Sverrir ferðuðust
mikið og nutu þess.
Sverrir fór að tapa heyrn á
miðjum aldri. Það einangraði
hann, m.a. missti hann hann
mikið samband við gömlu vin-
ina.
Sverrir og Fríða fluttu að
Ási í Hveragerði 2002. Þar leið
þeim afskaplega vel. Fjölskyld-
an er þakklát fyrir mjög góða
umönnun á Ási.
Elsku Fríðu votta ég samúð
mína og þakka Sverri fyrir
samfylgdina.
Sigríður Jónína Sigur-
finnsdóttir (Sigga Jóna).
Með andáti föðurbróður
míns, Sverris Gunnarssonar,
fyrrverandi bónda í Hrosshaga,
Biskupstungum, er fallinn frá
ástkær fóstri og vinur. Við
brothvarf Sverris hrannast upp
afar verðmætar minningar frá
þeim sumrum sem ég fékk að
eiga með honum og Fríðu
Gísladóttur, húsfreyju, sem lifir
bónda sinn – já og krakkaskar-
anum, sem þá var ýmist í fæð-
ingu eða uppvexti. Það varð
mér ógleymanlegt, þegar nokk-
uð baldið borgarbarnið, ég,
kem að Hrosshagaafleggjar-
anum snemma sumars 1956,
eftir um fjögurra klst. hosserí í
rútu Óla Ket. frá planinu við
Arnarhólinn. Allt í einu stend
ég þarna, gegnt Torfatöðum,
með Hekluna í sjóndeildar-
hringnum, smá ferðatösku í
hendi og brjóstfylli af vænt-
ingum í algerri þögn náttúr-
unnar. Það sem varð sérstak-
lega eftirminnilegt, þegar ég
mætti loks Sverri og Fríðu
heima á bænum, voru faðm-
lögin, kossarnir – beint á
munninn – og fullorðins talið –
ekkert barnahjal, heldur full-
orðins umræðuefni. Mér fannst
allt í einu að ég væri kominn á
nýtt þroskastig. Yndisleg sam-
skipti við Hrosshagahjónin
voru þannig afar dýrmæt og
þroskandi. Sverrir lagði
áherslu á verksvit og dugnað,
en ekki síður léttleika tilver-
unnar. Sverrir notaði óspart
sinn glaðværa húmor til að
létta lífið og verkefnin. Þetta
Sverrir
GunnarssonOkkar yndislegi, heittelskaði sonur, bróðir,
mágur og frændi,
PÁLL ÞORSTEINSSON
tónlistarmaður,
Guli drekinn,
varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðju-
daginn 24. desember.
Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 6. janúar
klukkan 13.
Kristín Árnadóttir Þorsteinn Pálsson
Eva Þorsteinsdóttir
Hulda Sif Þorsteinsdóttir Erlendur Þór Gunnarsson
Selma Rut Þorsteinsdóttir Árni Davíð Skúlason
Fanný Hrund Þorsteinsdóttir Magni Kristjánsson
og systrabörn
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi
og langafi,
KJARTAN BJARNI KRISTJÁNSSON
Norðurbyggð 31,
Akureyri,
lést föstudaginn 20. desember.
Útför hans verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn
6. janúar klukkan 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar
(Skógarhlíð).
Sigríður Kjartansdóttir Kristján Þ. Halldórsson
Kjartan B. Kristjánsson Erla Sara Svavarsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Auður Kristjánsdóttir Magnús Finnsson
Ingunn Jóhanna Kristjánsd.
Halldóra Laufey Kjartansdóttir
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
TÓMAS B. GUÐMUNDSSON,
Lýsubergi 13,
Þorlákshöfn,
sem andaðist laugardaginn 28. desember,
verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju,
Ölfusi, fimmtudaginn 9. janúar klukkan 14. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Líknarfélagið Alfa.
Pálína I. Tómasdóttir Sigurjón Bergsson
Sigríður Tómasdóttir Árni I. Sigvaldason
Víðir Tómasson Elísabet Guðmundsdóttir
Guðmundur S. Tómasson Sigríður Ó. Zoega Sigurðard.
Ragnheiður Tómasdóttir Brynjólfur Magnússon
J. Brynja Tómasdóttir Helgi Helgason
Okkar ástkæri
HÖRÐUR EINARSSON
Skipalóni 7, Hafnarfirði,
andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi að morgni 24. desember.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði föstudaginn 17. janúar kl. 13. Blóm og kransar eru
vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Minningarsjóð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði eða Heru
líknarþjónustu.
Ólöf Þórólfsdóttir
Einar Þór Harðarson Auður Kristín Árnadóttir
Signý Dóra Harðardóttir Einar Ragnarsson
Jóna Margrét Harðardóttir Björn Freyr Björnsson
Ragnar Þór Harðarson Hanna María Óskarsdóttir
barnabörn og aðrir ástvinir
Ástkær sambýlismaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og
langafi,
RICHARD DAWSON WOODHEAD
útfararstjóri,
Kirkjuteigi 1, Keflavík,
lést á gjörgæslu Hospiten á Tenerife föstudaginn 27. desember.
Útörin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 16. janúar
klukkan 13.
Margrét Pétursdóttir
Kristín Richardsdóttir Aðalsteinn H. Jónatansson
Agnes Ásta Woodhead Einar Gunnar Einarssson
Frank Dawson Woodhead Bennie May Wright
Lára Gestrún Woodhead Ólafur Tryggvi Eggertsson
stjúpbörn, afabörn og langafabörn