Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
Þrátt fyrir aukið atvinnuleysi
bendir Karl á að launþegum á stað-
greiðsluskrá hafi aðeins fækkað um
300 fyrstu 10 mánuði ársins 2019
samanborið við sömu mánuði 2018.
Þá bendi vinnumarkaðskönnun Hag-
stofunnar til að 4.000 manns hafi
bæst við vinnuaflið fyrstu 11 mán-
uðina í fyrra. En á það ber að líta að
hagkerfið kólnaði eftir því sem leið á
árið 2019 og varð mun snarpari sam-
dráttur á vinnumarkaði síðustu mán-
uðina en framan af árinu 2019.
Horfur á litlum hagvexti
Ingólfur Bender, aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, segir útlit
fyrir hægan hagvöxt í ár eða um og
yfir 1% en að niðurstaðan sé háð því
hvernig brugðist er við í hagstjórn.
„Horfur eru á hverfandi vexti
gjaldeyristekna og fjárfestinga at-
vinnuveganna. Hægur vöxtur gjald-
eyristekna er mikið áhyggjuefni en
lykilþátturinn í því að auka þann
vöxt er að efla samkeppnishæfni at-
vinnulífsins. Með aukinni samkeppn-
ishæfni er lyft undir framleiðnivöxt
og myndaður grundvöllur varanlegs
lífskjarabata en hægt hefur á vexti
framleiðni undanfarið. Það sem mun
líklegast knýja hagvöxtinn í ár er
einkaneyslan sem hefur haldið
sæmilegum dampi, þótt dregið hafi
úr vextinum. Við höldum hins vegar
ekki hagvexti lengi uppi til lengdar
með vexti einkaneyslu einvörðungu,“
segir Ingólfur um horfurnar í ár.
Færri íbúðir í smíðum
Samtök iðnaðarins telja reglulega
fjölda íbúða sem er í smíðum.
Fram kom í Morgunblaðinu í sept-
ember að ný íbúðatalning SI hefði
bent til að dregið hefði úr byggingu
nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu.
Þannig voru um 14% færri íbúðir
komnar að fokheldu en í mars sl.
Útlit fyrir aukið atvinnuleysi í ár
Ef hagvaxtarspár í ár ganga eftir mun fjölgun starfa ekki fylgja náttúrulegri fjölgun á vinnumarkaði
Það gæti aftur haft áhrif á búferlaflutninga til og frá landinu Einkaneyslan eini aflvaki vaxtar í ár
Rauntölur Lágspá Miðspá Háspá
8
6
4
2
0
-2
-4
-6
-8
-10
22.600 Fjölgun starfa 2005 til 2008 33.050-34.000
Hugsanlegt atvinnuleysi 2020
3.400
4.400
1.500
1.500
950
550
6.900
1.700
5.900
2.800
5.900
’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 ’20
-600
5.100
8.200 7.700
1.600
-600
0
-11.100
Þús.
starfa
Lágspá 2012-2020 Háspá 2012-2020
Hagvaxtar-
forsendur
Fjöldi fólks án vinnu,
árslok 2019 ***
Náttúruleg fjölgun fólks
á vinnualdri 2020
Fjöldi nýrra
starfa ****
Mögulegur fjöldi
fólks án vinnu
0,6% * 7.600 + 2.000-2.500 - 500-600 ≈ 9.400
1,0% 7.600 + 2.000-2.500 - 900-1.000 ≈ 9.000
1,6% ** 7.600 + 2.000-2.500 - 1.500 ≈ 8.500
*Spá Arion banka í desember 2019. **Spá Seðla-
bankans í Peningamálum í nóvember. ***7.617 einstak-
lingar voru á atvinnuleysisskrá VMST í nóvember 2019.
****Áætlun Vinnumálastofnunar (VMST) fyrir 2020.
Heimild: Hagstofan og Vinnumálastofnun.
Nokkrar sviðsmyndir m.v. mismunandi hagvöxt og fjölgun starfa
Áætlun VMST um fjölgun starfandi 2012-2020****
Áætlun
VMST
Morgunblaðið/Frikki
Blikur á lofti Dregið hefur úr umsvifum í byggingariðnaði að undanförnu.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ef spár um hagvöxt ganga eftir eru
meiri líkur en minni á að atvinnu-
leysi aukist á þessu ári.
Eftir því sem líða tók á síðasta ár
voru spár um hagvöxt 2019 og 2020
endurmetnar til lækkunar.
Nýjasta spáin var lögð fram af
Arion banka í desember en þar er
gert ráð fyrir 0,6% hagvexti í ár.
Með þessar breyttu væntingar í
huga kannaði Morgunblaðið hver
áhrifin af minnkandi hagvexti gætu
orðið á atvinnustigið. Miðað var við
0,6%-1,6% hagvöxt á þessu ári í takt
við nýjustu hagspár (sjá graf).
Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá
Vinnumálastofnun (VMST), áætlaði
að með þessum hagvexti gætu orðið
til 500-1.500 ný störf á árinu. Það er
undir náttúrulegri fjölgun fólks á
vinnualdri í ár sem aftur þýðir að
öðru óbreyttu aukið atvinnuleysi.
Karl áætlar að atvinnulausum
gæti með þessu fjölgað í 8.500 til
9.400 í lok þessa árs en samkvæmt
skrá VMST eru nú 7.600 án vinnu.
Níunda árið í röð
Eins og lesa má úr töflunni hér til
hliðar yrði þetta 9. árið í röð sem
starfandi fólki fjölgar á Íslandi. Hins
vegar stefnir í að aukningin verði sú
minnsta á tímabilinu og minni en
árið 2012 sem var fyrsta hagvaxtar-
árið eftir efnahagshrunið.
Framboð starfa á Íslandi hefur
áhrif á búferlaflutninga. Þegar fram-
boð minnkar dregur úr aðflutningi
erlendra ríkisborgara og brottflutn-
ingur bæði innlendra og erlendra
ríkisborgara eykst.
Karl segir útlit fyrir að draga
muni úr aðflutningi erlends vinnu-
afls til landsins á næstunni. Jafn-
framt séu nokkuð fjölmennir ár-
gangar að fara af vinnumarkaði.
Hvort tveggja þýði að störfum þurfi
ekki að fjölga jafn mikið á næstu ár-
um til að halda í við náttúrulega
fjölgun fólks á vinnumarkaði.
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty
Einstaklega létt
og mjúk
micromodal
nátt- og heimaföt
frá Vanilla
Stærðir S-3XL
Verð 14.950,-
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Grímur Hergeirsson, þjálfari Ís-
landsmeistaraliðs Selfoss í hand-
knattleik karla, hefur verið settur
lögreglustjóri á Suðurlandi til næstu
tveggja mánaða. Grímur, sem er lög-
fræðingur að mennt, hefur lengi
starfað hjá lögreglunni á Suðurlandi
og meðal annars verið staðgengill
Kjartans Þorkelssonar lögreglu-
stjóra, sem nú um stundarsakir
gegnir embætti ríkislögreglustjóra.
„Þetta er mér kunnuglegt starfs-
umhverfi og breytingin í sjálfu sér
ekki mikil,“ segir Grímur, sem lengi
hefur farið með ákærumálin hjá
Suðurlandslögreglunni. Nú bætist
við starf hans almenn stjórnun emb-
ættisins, en hjá því vinna um 60
manns sem sinna löggæslu frá
Hellisheiði austur fyrir Hornafjörð.
Handboltinn hefur lengi verið
hálft líf Gríms, sem lék með Selfoss-
liðinu fyrr á árum og hefur nú síðast-
liðin sex ár verið í þjálfarahópi þess.
Liðið vann Íslandsmeistaratitilinn
síðasta vor og þá var Grímur aðstoð-
armaður Patreks Jóhannessonar
þjálfara. Þegar Patrekur reri á ný
mið tók Grímur við starfi hans og
hefur þar þrjá menn sér til halds og
trausts í þjálfarahópi, þá Rúnar
Hjálmarsson, Örn Þrastarson og
Gísla Rúnar Guðmundsson.
Selfossliðið í handbolta er nú í 5.
sæti efstu deildar með 17 stig. „Við
erum í toppbaráttunni og ætlum
okkur stóra hluti þegar kemur að úr-
slitum í vor,“ segir Grímur Her-
geirsson, lögreglustjóri og hand-
knattleiksþjálfari.
Þess má geta að bróðir Gríms er
Þórir, aðalþjálfari norska kvenna-
landsliðsins í handknattleik.
Þjálfari meistara
nú lögreglustjóri
Grímur Hergeirsson í tveimur störfum
Selfyssingur Lögreglan á daginn
og handbolti á kvöldin hjá Grími.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins, segir áhyggjuefni hversu mik-
ið hafi hægt á uppbyggingu hótela
og innviða í ferðaþjónustu. Til-
efnið er umfjöllun í Morgunblaðinu
í gær um slaka á hótelmarkaði.
Hætt hefur verið við hótelverkefni.
„Við sjáum líka að þótt mörg
stór verkefni séu framundan hafa
útboð tafist. Það er stöðugt verið
að seinka framkvæmdum,“ segir
Sigurður. Máli sínu til stuðnings
bendir hann á að útboð vegna nýs
Landspítala og stækkunar flug-
stöðvarinnar í Keflavík hafi tafist.
„Á sama tíma hefur samkeppnin
á útboðsmarkaði aukist. Smærri
aðilar, sem voru að byggja íbúðir,
eru farnir að bjóða í verk. Íbúða-
talning okkar hefur leitt í ljós að
færri íbúðaverkefni fara af stað en
áður. Þá er launþegum í bygging-
ariðnaði að fækka í fyrsta sinn í
mörg ár,“ segir Sigurður.
Þá séu tölur Hagstofunnar um
íbúðafjárfestingu ofmetnar nú um
stundir eins og Seðlabankinn hafi
m.a. bent á. Því sé þetta rétti tím-
inn til að hefja framkvæmdir og
nýta slaka á markaði. Brýnt sé að
verkefni hefjist á fyrri hluta árs.
Framkvæmdum slegið á frest
LAUNÞEGUM Í BYGGINGARIÐNAÐI ER AÐ FÆKKA