Morgunblaðið - 28.01.2020, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. J A N Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 23. tölublað 108. árgangur
SÓLIN SKÍN
Á RÁÐHÚS-
TORGIÐ Á NÝ BILLIE EILISH SÚ YNGSTA
HAFA LENGI
RENNT TIL HANS
HÝRU AUGA
Í́ SÉRFLOKKI Á GRAMMY-HÁTÍÐINNI 29 VIÐAR TIL TYRKLANDS 26SÓLARDAGUR Á SIGLUFIRÐI 10
Betolvex
Fæst án
lyfseðils
1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur
Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin
(B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti
og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/
fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag.
Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið
vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja-
fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp-
lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
B-12
A
c
ta
v
is
9
1
4
0
3
2
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vegna óvissuástands er nú verið að fjölga mæli-
tækjum við fjallið Þorbjörn nærri Grindavík, gera
áætlanir um hugsanlega rýmingu bæjarins og
styrkja viðbragð lögreglu í bænum. Eins og sakir
standa er ólíklegt að eldgos brjótist út, enda hefur
ekki verið staðfest að landris við Þorbjörninn sé
vegna kvikusöfnunar í jörðu. Möguleiki á gosi er
þó ekki útilokaður en þykir fjarlægur, að minnsta
kosti eins og staðan er nú.
Tryggja velferð íbúa
Á annað þúsund manns mættu á íbúafund sem
haldinn var í íþróttahúsinu í Grindavík í gær, þar
sem bæjarstjóri og lögregla útskýrðu fyrir fólki
hvað væri að gerast. Jafnframt var lögð áhersla á
að tryggja velferð íbúa, þá sérstaklega barna og
ungmenna.
„Aðstæðurnar núna eru óvenjulegar og við hög-
um undirbúningi samkvæmt því,“ segir Bogi
Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þor-
björns í Grindavík. Fólk úr sveitinni hefur meðal
annars aðstoðað lögreglu við skipulag þess ef
flytja þarf íbúa byggðarlagsins á brott, en bænum
hefur í því tilliti verið skipt upp í alls 33 reiti.
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðing-
ur við Háskóla Íslands, sem talaði á fundinum í
gær, segir að ef til eldgoss á þessum slóðum komi
verði það líklega vestan við Þorbjörn. Ósennilegt
sé að gos á þessum slóðum yrði stórt og hraun
varla meira en 20 ferkílómetrar, væri mið tekið af
öðrum hraunflákum á þessum slóðum. „Það er
nauðsynlegt að allir séu búnir undir eldgos,“ sagði
Magnús Tumi og bætti við að líklegast kæmi
þarna hraungos og slíkt fæli ekki í sér bráðahættu
fyrir nærstadda. Þó gæti orðið mikið eignatjón.
Hugað að innviðum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð-
herra var meðal þeirra sem sóttu Grindavíkur-
fundinn í gær. Hún segir að þar hafi mikilvægum
spurningum verið svarað enda sé mikilvægt að
halda íbúum upplýstum um stöðu mála.
„Í ríkisstjórninni fylgjumst við vel með vinnu al-
mannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Núna
þarf meðal annars að huga að þeim innviðum sem
gætu beðið hnekki í náttúruhamförum, eins og
fjarskiptakerfi og veitum. Ýmislegt hefur nú þeg-
ar verið gert, eins og að löggæsla og vetrar-
þjónusta vega verður efld á svæðinu,“ sagði dóms-
málaráðherra.
Jarðskjálfti sem mældist 3,1 að styrk varð 5,6
kílómetra norðnorðaustur af Grindavík rétt fyrir
klukkan 19 í gærkvöldi. Nokkrir eftirskjálftar
mældust í kjölfarið en þeir voru mun vægari.
Óvissuástand í Grindavík
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íbúafundur Á annað þúsund manns mættu í íþróttahúsið í Grindavík í gær, þar sem lögreglan og fleiri greindu fólki frá stöðu mála og framvindu allri.
Umbrot Mælitækjum við Grindavík var fjölgað strax í gær. Fjallið Þorbjörn hér í baksýn.
Brugðist við hættu á Reykjanesi Varðstaða efld og mælitækjum fjölgað
Rýming bæjar skipulögð Hugað að velferð íbúa Ríkisstjórnin fylgist með
MLandris á Reykjanesskaga »4, 6, 8
Íslenskt par hefur verið lagt
inn á sjúkrahús í Torrevieja á
Spáni vegna gruns um að annað
þeirra sé sýkt af kórónaveirunni.
Frá þessu var greint í spænska
fjölmiðlinum Cadenaser í gær-
kvöld.
Þar segir að parið, 66 ára kona
og 52 ára karlmaður, hafi verið í
fríi á Alicante þegar annað
þeirra fékk hita og kvef. Fólkið
leitaði á heilsugæsluna í Alicante
vegna þessa og þegar í ljós kom
að þau höfðu verið í Wuhan í
Kína áður en þau komu til Spán-
ar var ákveðið að leggja þau inn.
Fólkið hefur verið flutt í ein-
angrun á sjúkrahús í Torrevieja
og sýni úr þeim sent til Madrídar,
að því er segir í frétt spænska
miðilsins sem hafði ekki fengist
staðfest þegar Morgunblaðið fór í
prentun í gærkvöld. »2, 13
Íslenskt par í
einangrun á Spáni
vegna kórónaveiru
Áætlað er að fyrirtæki landsins
muni greiða rúmlega 28 milljarða í
fasteignaskatta í ár, næstum því
1% af landsframleiðslu.
Í skýrslu Samtaka iðnaðarins
kemur fram að fasteignaskattar
hafi hækkað um 50% að raunvirði
frá árinu 2015 og vakin er athygli
á að þeir taki sífellt stærri skerf af
tekjum fyrirtækja.
Mikill meirihluti atvinnuhús-
næðis er skattlagður með lög-
bundnu hámarki álagningar, eða
1,65%. Reykjavíkurborg er eina
sveitarfélagið af tíu stærstu sem
hefur ekki hnikað til álagningar-
prósentu fasteignaskatta á fyrir-
tæki síðasta áratug. Er nú svo
komið að helmingur fasteigna-
skatta á fyrirtæki landsins rennur
í borgarsjóð, samkvæmt skýrsl-
unni, enda hafi fasteignamatið
hækkað hratt.
Vakin er athygli á því að bæjar-
stjórnir Hafnarfjarðar og Kópa-
vogs hafi lækkað umrædda skatta
á fyrirtæki síðustu ár. »2
Önnur hver króna
rennur í borgarsjóð