Morgunblaðið - 28.01.2020, Side 4

Morgunblaðið - 28.01.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Landris á Reykjanesskaga Arnar Þór Ingólfsson Sigurður Bogi Sævarsson Símar gullu og skjáir blikkuðu á miðjum íbúafundi í Grindavík síð- degis í gær, þar sem fólki voru kynntar líklegar sviðsmyndir og að- stæður hefjist eldgos í nágrenni bæjarins. „Þetta er prófun váboða, vinsamlegast ekki svara,“ stóð í smá- skilaboðum sem öllum stöddum í Grindavík bárust frá Neyðarlínunni, sem er ein þeirra stofnana sem nú starfa skv. óvissustigi, eftir að mæl- ingar sýndu landris og aukna jarð- skjálftavirkni, sem bent geta til kvikusöfnunar í jörðu vestan við fjallið Þorbjörn. Hugsanlegt er að þetta geti leitt til eldgoss, sem þó er ólíklegt eins og sakir standa. „Þetta er eldgosaland“ „Við verðum að vera tilbúin, við búum á Íslandi og þetta er eldgosa- land,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur, sem flutti tölu á fundinum sem á annað þúsund manns sóttu. Einnig fylgd- ust margir með yfir netið. Ástæður landrissins við Þorbjörn eru enn ekki ljósar en sé kvikusöfn- un orsök þess þarf slíkt ekki endi- lega að leiða af sér eldsumbrot. Slíkt gerist raunar sjaldnast. Stundum fjarar atburðarásin út, stundum geta komið gangainnskot í jörðu eða kröftugir jarðskjálftar. Hraungos á sprungu er svo enn einn möguleik- inn, en Magnús Tumi segir að ef til eldgoss á þessum slóðum kæmi yrði það líklega vestan við Þorbjörninn. Ósennilegt sé að gos við Grindavík yrði stórt og hraun varla meira en 20 ferkílómetrar, væri mið tekið af öðr- um hraunum á þessum slóðum. „Það er nauðsynlegt að allir séu búnir undir eldgos,“ sagði Magnús Tumi og bætti við að líklegast kæmi þarna hraungos og slíkt fæli ekki í sér bráðahættu fyrir nærstadda. „Fólk verður yfirleitt ekki undir hrauni, það hleypur hraðar en hraun og forðar sér. Alveg sama hvar er. Hins vegar getur orðið mjög mikið eignatjón.“ Margir búa við ótta og kvíða „Það eru örugglega margir sem búa við ótta og kvíða vegna þessa ástands,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri í ávarpi. Hann hvatti bæjarbúa til að standa saman og sér- staklega að gæta að hag og líðan barna og ungmenna. Ef rýma þarf Grindavíkurbæ í skyndingu vegna aðsteðjandi eld- goss verða Kórinn í Kópavogi, Reykjaneshöll í Reykjanesbæ og íþróttamiðstöðin í Þorlákshöfn nýtt sem fjöldahjálparstöðvar. Fólk er einnig hvatt til þess að fylgjast vel með skilaboðum frá 112 og vista neyðarnúmerið í tengiliðaskrá far- síma. Mælitækjum fjölgað og varðstaða lögreglu efld Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sagði í samtali við mbl.is í gær að HS Orka og HS veitur hefðu þegar gert ráðstafanir um viðbrögð við landrisi og verið væri að fjölga mælitækjum. Einnig kom fram í gær að lögreglan efldi viðbúnað í Grinda- vík og lögreglumenn á einum bíl yrðu þar á verði öllum stundum. Kemur það til viðbótar við aðra varð- stöðu sem haldið er úti í bænum. Einnig er í umræðu að fleiri sjúkra- bifreiðar verði til taks. „Aðalatriðið er að taka á þessu, eins og bæjarstjórn er að gera, með faglegum hætti og þannig að það valdi ekki óróa hjá íbúum. Svo segi ég eins og oft áður, það á að nota skólana til að uppfræða börnin, þau eru oft bestu kennarar foreldranna,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson lög- reglustjóri við mbl.is í gær. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjömenni Íbúafundurinn var haldinn í íþróttahúsinu í Grindavík og vegna fjölmennis varð að fjölga stólum í salnum. Nauðsyn að allir séu búnir undir eldgos  Váboð á íbúafundi  Landris vekur ugg  Viðbúnaður „Fundurinn var verulega upplýs- andi og ég finn á samtölum við íbúa hér að mörgum mikilvægum spurningum þeirra hefur verið svarað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra. Hún var meðal gesta á fundinum í Grindavík í gær þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, var einnig og aukin- heldur nokkrir af þingmönnum Suðurkjördæmis. Þá sat ríkislög- reglustjóri fundinn, sveitarstjórar úr nágrannabyggðum og fleiri. „Tilgangur svona funda er auð- vitað sá að koma öllum upplýs- ingum á framfæri og hér voru viðbragðsaðilar og fleiri til svara. Þetta heppnaðist vel,“ segir dómsmálaráðherra. Þegar ljóst varð upp úr hádegi að land væri farið að rísa við Grindavík og órói væri í jörð gerði almannavarnadeild Ríkis- lögreglustjóra lögreglu á svæðinu viðvart, björgunarsveitum, bæjar- stjórum sveitarfélaga á Suður- nesjum og svo fleiri. Einnig voru send boð til forystu ríkisstjórnar- innar en dómsmálaráðherra mætti í samhæfingarstöð og fylgdist með framvindunni. Málið verður svo til umfjöllunar á ríkis- stjórnarfundi sem er venju sam- kvæmt í dag, á þriðjudags- morgni. „Í ríkisstjórninni fylgjumst við vel með vinnu almannavarna- deildar og allra sem að málum koma. Núna þarf meðal annars að huga að þeim innviðum sem gætu beðið hnekki í náttúru- hamförum eins og fjarskipta- kerfi, veitur og fleira. Ýmislegt hefur nú þegar verið gert, eins og að löggæsla og vetrarþjónusta vega verður efld á svæðinu,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir. sbs@mbl.is Spurningum var svarað  Hugað að innviðum, segir dómsmálaráðherra Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ráðherra Fundurinn heppnaðist vel, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. „Aðstæðurnar núna eru óvenju- legar og við hög- um undirbúningi samkvæmt því, “ segir Bogi Adolfsson, for- maður björg- unarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Liðsmenn sveitarinnar fengu um hádegi á sunnudag upp- lýsingar um landris nærri bænum og voru þá kallaðir til fundar í samhæfingarstöð almannavarna. „Núna erum við að yfirfara bún- að okkar og tækni. Starfið síðasta sólarhring hefur meðal annars ver- ið aðstoð við lögreglu í skipulags- vinnu, svo sem því hvernig rýma eigi bæinn komi þær aðstæður upp. Í þeim undirbúningi höfum við skipt bænum upp í 33 reiti og raunar þarf að taka ótal fleiri at- riði inn í myndina. Í björgunar- sveitinni hér er um 30 manna kjarni en ef upp koma stór verk- efni hér fáum við klárlega ut- anaðkomandi aðstoð, rétt eins og skipulag landssamtakanna gerir ráð fyrir. Annars þarf að taka svona verkefni stig af stigi, því sí- fellt koma nýjar upplýsingar og aðstæður geta breyst hratt.“ Bogi Adolfsson Aðstæður óvenjulegar „Þyrla frá Landhelgisgæsl- unni sveimaði hér yfir bænum í dag og þegar svona viðbún- aður er í gangi fer fólk auðvit- að að hugsa hvað gæti verið í uppsiglingu. Það fór ábyggilega ónotatilfinning meðal allra bæjar- búa,“ segir Linda Heimisdóttir. „Að hugsanlega gæti brotist út eldgos hér alveg við bæjardyrnar er nokkuð sem maður bjóst aldrei við en hér hef ég átt heima í þrettán ár. Ég á átta ára stelpu sem hefur fylgst með fréttum af þessum hræringum af miklum áhuga og við þessar aðstæður er einmitt mjög mikilvægt að halda vel utan um börnin og halda þeim upplýstum. Sjálf kom ég helst á þennan fund til þess að fá upplýs- ingar um rýmingaráætlun og landrisið, sem heldur áfram. Al- mennt sagt fékk ég svör við því sem ég vildi vita – og held því ró minni.“ Linda Heimisdóttir Ónotatilfinn- ing í bænum „Fundurinn var góður og upplýs- andi,“ sagði Ár- dís Sif Guðjóns- dóttir, sem starfar á íbúða- kjarna fyrir fatl- að fólk í Grinda- vík. „Ég kom hingað til að afla mér upplýsinga um hvaða leiðir væru færar ef eldgos leiddi til þess að yfirgefa þyrfti bæinn í skyndingu. Auðvitað hefur maður alltaf vitað að Grindavík er á virku eldgosasvæði, en nýjustu fréttir af landrisinu komu á óvart. Til þess að vera viðbúin fann ég til föt og fleira og setti í poka sem ég hef tilbúinn í bílnum mínum ef við íbúarnir þurfum að flýja bæinn. Ég bara vona að börnin mín sem eru þrjú, 5, 7 og 10 ára, verði heima ef slíkt gerist. Í þessum að- stæðum nú finnur maður líka vel hversu mikilvægt er að fólk haldi hópinn og fjölskylda mín stendur þétt saman. Auðvitað fengum við svör við mörgum spurningum á fundinum í dag en eðlilega er mörgum órótt innanbrjósts vegna þessara tíðinda. Hugsunarháttur fólks hér og samfélagið almennt hefur breyst mikið á einum sólar- hring.“ Samfélagið hefur breyst Árdís Sif Guðjónsdóttir „Ég var inni í Reykjavík í allan dag og þú getur rétt ímyndað þér hvað fólk talaði um og spurði þegar það vissi að ég væri úr Grindavík. Þetta var helsta um- ræðuefnið hvar sem ég kom í dag,“ segir Birgir Pétursson flutningabíl- stjóri. „Ég skal svo sem ekki segja hvernig fólk undirbýr sig ef nátt- úruhamfarir steðja að. Kannski er slíkt ekki hægt. En svo ég svari fyr- ir mig sjálfan þá er ég alveg róleg- ur yfir þessum fréttum enn sem komið er. Við sem hér búum erum fyrir löngu orðin vön jarðskjálftum en hugsanlegt eldgos er óvæntar fréttir og vissulega nokkuð sem þarf að óttast. En þá er bara að fylgja þeim upplýsingum sem vís- indamenn, almannavarnir og aðrir hafa komið með hér í dag. Fólk mun flýja bæinn ef þarf og ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því að flóttaleiðir séu ekki í lagi.“ Birgir Pétursson Eldgos þarf að óttast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.