Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 2
Hefurðu mikla reynslu af því að stjórna samsöng? Já, ég er að kenna í Laugarnesskóla og er með söng- stund þar á hverjum morgni og þá syngja 540 börn saman. Svo er ég vikulega á Hrafnistu og þar er sungið fyrir fullu húsi. Mér finnst frábært framtak hjá Hannesarholti að vera með samsöng sem allir geta tekið þátt í. Hvaða fólk heldur þú að mæti? Það er öll flóran. Það mætir alltaf einhver tónlistarmaður þannig oft verður þetta líka samtal milli listamannsins og gesta. Þetta er mjög notaleg stund. Þarf maður ekki að vera lagviss? Nei, veistu það að auðvitað er gaman að geta sungið vel en það eiga allir að geta sungið með sínu nefi. Söngurinn er svo góður. Það var gömul kona á Hrafnistu sem sagði við mig um daginn að maður væri aldrei leiður þegar maður væri að syngja. Ég held að margir séu feimnir en ég held að fólk ætti ekki að taka sjálft sig of hátíðlega. Hvaða lög verða á dagskrá? Öll flóran af íslenskum sönglögum. Við eigum svo mikið af flottum lögum. Hvaða lag slær alltaf í gegn? Dagný er alltaf vinsælt. Og svo líka lög eins og Ég er kominn heim, sem er orðið dáldið þreytt. En þegar allir þekkja lögin er gaman og allir taka undir. Söngurinn sameinar fólk, ef það leyfir sér að slaka á og njóta. Hvað er erfiðasta íslenska lagið? Þjóðsöngurinn og svo er Dagný frekar erfitt. Þegar lög spanna margar áttundir teygir það hressilega á raddböndunum. Morgunblaðið/RAX HARPA ÞORVALDSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Söngur sameinar fólk Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2020 TÆKNI A FYRIR H TVINNUMANNSIN E I www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar er létt og meðfærilegt og þú ert fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. SÍGILDIR SUNNUDAGAR KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ Kammermúsík- klúbburinn Páll Palomares Ólöf Sigursveinsdóttir & Bjarni Frímann 19. jan. kl.16 Nánar á harpa.is/sigildir Haldiði að mér hafi ekki tekist að móðga stærsta sértrúarsöfnuð þjóð-arinnar fyrir skemmstu – alveg óvart. Við erum auðvitað að tala umáhangendur hins fornfræga enska knattspyrnufélags Liverpool. Ódæðið var framið á síðum þessa blaðs en ég skrifaði sumsé í sakleysi mínu grein sem fjallaði um stórbrotið gengi Liverpool á almanaksárinu 2019. Greinin var samkvæmt öllum stöðlum lofsamleg, eins og tilefnið bauð upp á, enda var það ekki hún sem slík sem fór fyrir brjóstið á Púlurum, heldur fyrirsögnin, „Falla nú öll vötn til Lifrarpolls“. Þeir vilja nefnilega ekki sjá nafnið á liðinu sínu íslenskað með þessum frjálslega og óábyrga hætti. Ég var spjaldaður í tölvupósti, samtölum og símtölum en safaríkastar voru aursletturnar þó á samfélagsmiðlum, eins og gengur, þar sem ég var kallaður öllum illum nöfnum, svo sem „rasshaus“ og „ábyggilega United-maður“. Sjálfur er ég utan þjónustusvæðis slíkra miðla en kunningjar mínir hnipptu í mig – og höfðu býsna gaman af. Einn þeirra, eðalkokkurinn Kristófer hérna í Hádegismóum, brá raunar skildi fyrir mína aumu persónu í net- heimum. Takk fyrir það, Kristó! Ber er hver að baki nema sér kokk eigi! Svo ég reyni nú að bera blak af mér sjálfur, þá get ég svarið að ég hafði ekki hugmynd um að ekki mætti kalla Liverpool Lifrarpoll. Mér hefur alltaf þótt það göfug íþrótt að íslenska erlend örnefni, svo sem að kalla Oxford Uxavað, Kiev Kænugarð, Leipzig Hlaupsigar og svo framvegis. Dunduðu Fjölnismenn sér ekki við þetta á sinni tíð? Hvenær ég heyrði fyrst talað um Lifrarpoll man ég ekki nákvæmlega en eflaust var það í Gaggó Vest, sígildum sönglagatexta eftir Ólaf Hauk Símonarson, frá áttunni, eins og menn kalla það góða skeið í mannkynssögunni núorðið. „Frá Lifrarpolli ljót berast org, lýðurinn dansar um stræti og torg,“ segir í því góða kvæði. Vona að þessi upprifjun verði ekki til þess að Púlarar brúni af stað nú í bítið til að eggja hús skáldsins! Ég man ekki eftir því að hafa í annan tíma verið kallaður „rasshaus“ en þeg- ar ég fletti merkingunni upp í viðtali við höfund orðsins, Egil „Gillz“ Einarsson, hér í Morgunblaðinu fyrir réttum áratug þá kemur í ljós að það á alls ekki illa við mig. „Rasshausinn er sá sem kann ekki mannasiði og gerir allt vitlaust,“ út- skýrði Gillz. Þess utan skilgreini ég mig stoltur sem málmhaus og hef auk- inheldur óhamið dálæti á hinni goðsagnakenndu pönkhljómsveit Rass. Þess vegna tek ég „rasshaus“ alls ekki nærri mér. Hitt er alvarlegra mál, að vera uppnefndur „United-maður“. Rasshaus og United-maður! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Svo ég reyni nú aðbera blak af mér sjálf-ur, þá get ég svarið að ég hafði ekki hugmynd um að ekki mætti kalla Liverpool Lifrarpoll. Daníel Cramer Nei, því miður, ég fer ekki langt. SPURNING DAGSINS Ætlar þú í vetrarfrí? Anna María Ingibergsdóttir Nei, ég stefni á að halda áfram með BA-ritgerðina og klára hana. Bogdan Vlaicu Nei, ég fer ekki neitt. Aníta Víðisdóttir Nei, ég fer ekki neitt svo ég viti. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Sunnudaginn 19. janúar klukkan 14 verður fjöldasöngur í Hannesarholti og mun Harpa Þorvaldsdóttir, söngkona og tónmenntakennari, halda ut- an um söngstundirnar í vetur. Á Facebook-síðu Hannesarholts verður viðburðinum streymt beint. Miðar fást á tix.is en frítt er inn fyrir börn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.