Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 15
19.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 besta en það heppnast alls ekki alltaf. En mað- ur er í þessu fyrir töfrastundirnar; það er svo þess virði!“ Björn einn besti mótleikarinn Það er nóg að gera hjá Unni þessa dagana en ferillinn hefur leitt hana víðar en á leiksvið. „Ég hef meira verið í seríum en kvikmynd- um, Ófærð 2, Rétti og Föngum. Nú er ég í Ráðherranum og er að fara í tökur á Verbúð- inni með Vesturporti. Það er mikil gróska í seríum núna. Ég hef mikinn áhuga á að fara í bíómyndir líka, það er draumur flestra leikara að blanda saman sviðsleik og kvikmyndaleik,“ segir hún. „Um þessar mundir er ég svo að leika í Vanja frænda í Borgarleikhúsinu og svo vor- um við að endurfrumsýna Kæru Jelenu, sem ég leikstýri. Í síðustu viku frumsýndi ég Kæru Jelenu með nýrri leikkonu, Þórunni Örnu, og Vanja frænda þar sem ég leik persónu sem heitir Jelena! Það er ekki eins og það sé al- gengt nafn,“ segir hún og hlær. „Það hefur verið brjálæðislega gaman að takast á við Tsjekhov í öruggum höndum Brynhildar Guðjónsdóttur með geggjuðum leikhópi. Það er fátt meira nærandi en að fá að leika marglaga og breyskar persónur Tsjek- hovs og yndislegt hvað sýningin fær góðar við- tökur.“ Fyrir fjórum árum lék Unnur á móti manni sínum, Birni Thors, í Brot úr hjónabandi. Hvernig er að leika á móti manninum sín- um? „Það er náttúrlega bara geggjað af því hann er svo góður leikari! Hann er einn besti mót- leikari sem ég hef haft. Það var auðvitað rosa- leg áskorun þegar við vorum beðin að leika í Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman. Það var sko ekki sjálfgefið! Það var bæði ópraktískt og mjög afhjúpandi. Það að ganga svona nærri raunveruleikanum fannst okkur bæði heillandi en líka hættulegt og spennandi. Við dönsuðum þarna á línu; hvar voru mörkin á milli okkar og leiksins? En þegar maður er með frábæran leikstjóra, sem var Ólafur Eg- ilsson, og góðan mótleikara er geggjað að mætast svona á sviðinu. Aðeins eftir eina sýn- ingu af áttatíu rifumst við eftir sýninguna, ég kalla það gott,“ segir hún og hlær. Bæði flutt á spítala með sjúkrabíl Unnur viðurkennir að stundum geti verið erf- itt að púsla saman vinnu og fjölskyldulífi, en hún og Björn eiga saman fjögur börn á aldr- inum þriggja til tólf. „Ég hef lært það eftir að börnunum fjölgaði og maður eldist að forgangsraða betur og minnka vinnu frekar en að ætla sér um of. Það hefur sem betur fer gengið ágætlega upp á síð- kastið. Ég á mjög stóra fjölskyldu og vil gefa mig alla í þau verkefni sem ég er í og þá verð ég að passa mig á að vinna minna. Ég er oft spurð að því hvernig við hjónin förum að þessu, af því við erum í áberandi starfi, en í raun erum við ekki að vinna svo mikið miðað við venjulegt fólk, fólk tekur bara meira eftir því,“ segir hún. „Við eigum einn tólf ára strák, Dag, og Bryndís er sjö ára. Við ákváðum svo að kýla á eitt í lokin, þegar ég var að detta í fertugt, en þá komu tvíburar! Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það var svo óvænt, Jesús minn. Þetta var algjört sjokk. Þetta var eins og í bíómynda- senu þegar við fórum í sónar og sáum það mjög skýrt á skjánum að það voru tvö börn. Ég kreisti bara höndina á Bjössa og svo hlóg- um við og grétum í korter. Ljósmóðirin sagði við okkur – og mögulega laug hún því bara til að róa okkar – að konan á undan okkur hefði haldið að hún væri með eitt en var með þrjú!“ segir Unnur og skellihlær. „Ég fór beint á rennsli á Mamma Mia! og reyndi að halda andliti en tárin streymdu niður af geðshræringu þegar Abba-lögin byrjuðu að hljóma, en Bjössi fór og keyrði um bæinn í þrjá klukkutíma að leita að byggingarlóð. Beint eft- ir sónarinn! Hann var næstum búinn að kaupa eina. Nú eru tvíburarnir að verða þriggja ára, dásamlegir og kraftmiklir,“ segir Unnur en viðurkennir að síðustu ár hafi tekið á. „Þetta er búið að vera rosalega töff, maður gerir ekkert lítið úr því. Við vorum bæði flutt með sjúkrabíl upp á spítala í sama mánuði í fyrra. Ég var með mikla magakrampa heima en Bjössi var sóttur beint af sviðinu! Það þurfti að stoppa sýningu á Fólk, staðir, hlutir. Þetta var álagstengt; við vorum vansvefta til langs tíma og að reyna að vinna krefjandi verkefni. Nú er þetta allt annað líf; þeir orðnir stærri og hættir að fá allar leikskólapestir. Við vorum bara í bugun. En þetta var „wake-up call“ fyrir okkur. Við höfum reynt að vera góð í að for- gangsraða en þarna fattaði maður að við réð- um ekki við alveg jafn mikið og við héldum. Maður verður að sníða sér stakk eftir vexti.“ Lífið á ekki bara að vera auðvelt Fleira veldur því að Unnur og Björn þurfa meiri tíma til að sinna stórri fjölskyldu því Bryndís er með CP-hreyfihömlun. „Það er heilkenni sem lýsir sér þannig að hún er mjög stíf til fótanna og með lélegt jafn- vægisskyn. Hún getur ekki gengið óstudd og er bæði í göngugrind og í hjólastól,“ segir hún. Unnur segir ganga vel með Bryndísi; henni gangi vel í skóla og dafni vel. „Hún er ótrúlega skýr og flott stelpa og byrjuð að semja ljóð eins og mamma hennar gerði,“ segir hún. „Hún er okkar stærsta verkefni; tvíburarnir eru ekkert mál í samanburðinum. Við eign- uðumst í raun heilbrigt barn en fórum svo að átta okkur á því að eitthvað væri að og var hún greind með CP níu mánaða. Þetta var mikið áfall, auðmýkjandi og þroskandi. Maður fær nýja sýn á lífið sem ég hef nýtt mér í leiklist- inni,“ segir hún. „Það er mjög merkilegt að ég var á einhvern hátt undirbúin fyrir þetta því ég vann öll sum- ur með menntaskóla á Lyngási, dagvistunar- heimili fyrir mjög fötluð börn, þannig að ég þekkti þennan heim, en á þeim tíma voru fötl- uð börn varla sjáanleg í samfélaginu. Það var eitthvað þarna uppi að undirbúa mig fyrir það að eignast hana og geta tekist á við það. Við er- um á besta stað í heimi til að fást við svona verkefni. Maður er fljótur að fara í þakklætið,“ segir Unnur. „Maður þarf að velja hvernig maður bregst við áföllum. Ég man að Baldur bróðir minn sagði við mig daginn sem við fengum frétt- irnar: „Hamingjan er afstæð; það getur verið allt í lagi með þig en þú getur verið í sjálfs- vorkunnarkasti alla ævi. Svo geturðu verið með stóra áskorun og hömlun og samt upplifað hamingjuríkt líf.“ Þessu verður maður að huga að þegar maður stendur frammi fyrir svona stóru verkefni. Lífið á ekki bara að vera auð- velt; það er ekki auðvelt fyrir neinn. Það hjálp- ar manni á erfiðum tímum að muna að við er- um öll í þessu saman. Það lenda allir í áföllum,“ segir hún. „Ég held maður geti upplifað ríkari ham- ingju þegar maður hefur siglt ofan í harminn. Allar tilfinningar verða dýpri.“ Barnlaus í Vesturbæjarlaugina Fjölskyldan þurfti að leita að stærra húsnæði eftir að tvíburarnir, Björn og Stefán, birtust á sjónarsviðinu. Fundu þau hús í Garðabæ og fóru úr bóhemlífinu í 101 í vísitölulífið í Garða- bæ. „Vinahópurinn ætlaði ekki að trúa þessu og við vorum næstum því lögð í einelti!“ segir hún og hlær. „Við erum bara orðin svo mörg og þurftum að komast á eina hæð og duttum niður á geggj- að hús sem var nýuppgert, með gróðurhúsi og risagarði. Við sáum aldrei fyrir okkur að enda í úthverfi en þarna er ótrúlega stutt í náttúruna og þetta var dásamlegt gæfuspor.“ Hvað gerið þið fjölskyldan í frítíma? „Okkur finnst ótrúlega gaman að komast út í náttúruna þótt það geti verið óttalegt maus með alla strolluna. Við eigum heilsárshús á Snæfellsnesi og erum dugleg að fara þangað. Svo förum við mikið í sund. Þegar við Bjössi viljum gera okkur glaðan dag förum við barn- laus í Vesturbæjarlaugina og á Kaffi Vest. Það eru svona lúxusaugnablikin okkar. Þar hlöðum við batteríin,“ segir hún. „Varðandi vinnuna eru spennandi tímar fram undan að fylgja eftir Föngum til Holly- wood. En það er enginn draumur hjá mér að enda þar; ég er of mikil fjölskyldumanneskja. Ég hef fengið að leika mikið erlendis og ferðast um allan heim, sem er stórkostlegt. En ég er alveg jafn hamingjusöm að fá að leika Tsjekhov í Borgarleikhúsinu. Stórar listrænar áskoranir þurfa ekkert að koma frá útlöndum. Það er svo afstætt hvað veitir þér raunveru- lega hamingju í lífinu og listinni.“ „Við ákváðum svo að kýla á eitt í lokin, þegar ég var að detta í fertugt, en þá komu tvíburar! Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það var svo óvænt, Jesús minn. Þetta var algjört sjokk. Þetta var eins og í bíómyndasenu þegar við fórum í sónar og sáum það mjög skýrt á skjánum að það voru tvö börn. Ég kreisti bara höndina á Bjössa og svo hlógum við og grétum í korter,“ segir Unnur. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.