Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2020
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
STILLANLEG RÚM • HEILSURÚMOG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL.
60%AFSLÁTTUR
ALLT AÐ
ÚTSALA
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN
UNDRI
HEILSUINNISKÓR
DÚNVÖRUR Í
MIKLU ÚRVALI
SÆNGURFÖT
MIKIÐ ÚRVAL
SLOPPAR FYRIR
HANN & HANA
„Alveg eins öruggt og það er að lægðir læðist upp að
köldu landi ísa í upphafi árs, er það víst að Vestmanna-
eyingar og vinir þeirra safnast saman í Eldborgarsal
Hörpu,“ segja hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og
Guðrún Mary Ólafsdóttir, sem standa að Vestmanna-
eyjatónleikum í Hörpu í níunda skipti.
„Við þreytumst ekki á að nefna það að það er með
hreinum ólíkindum að þetta skuli vera hægt ár eftir ár.
Tónlistarmenn nefna þetta oft við okkur hjónin og aðrir
sem vilja forvitnast um verkefnið. En þegar síðan kafað
er örlítið dýpra og umræðan þróast, virðast allir sam-
mála um að þetta sé kannski ekkert svo skrýtið. Eyja-
menn eiga jú urmul laga og ljóða tengdra Eyjunum og
þar að auki finnst okkur alveg afskaplega gaman að
koma saman og skemmta okkur. Þar fyrir utan er oft
nefnt að þessi „þjóðflokkur“ sé alveg ótrúlega stoltur af
uppruna sínum og þyki nánast of vænt um Eyjar og
æskustöðvarnar,“ segja hjónin.
Söngvarar að þessu sinni verða Stefán Hilmarsson,
Pálmi Gunnarsson, Bergþór Pálsson, Stefanía Svavars-
dóttir, Matti Matt, Agnes Björt Andradóttir, Jóna Alla,
Kristján Gísla og Alma Rut.
Stoltur „þjóðflokkur“
Í níunda skipti kemur Eyjafólk nær og fjær og vinir saman í Hörpu og rifjar
upp gömul og góð Eyjalög í bland við ný laugardagskvöldið 25. janúar.
Ljósmynd/Óskar Pétur
Rífandi stemning á
Eyjatónleikum í Hörpu.
„Íslendingar eru frjálslegasta
fólk, sem ég hefi kynnzt, og svo
eru þeir svo skapmiklir, láta
bæði ánægju sína í ljós og
óánægju, og þá næ ég mér á
strik, og ég fæ það á tilfinn-
inguna að ég geti látið allt
flakka, gefið eitthvað af sjálfri
mér, verið eins og heima hjá
mér,“ sagði Ann-Christine Ny-
ström, fræg söngkona og sjón-
varpsstjarna í Finnlandi, við
blaðamann Morgunblaðsins á
Hótel Loftleiðum fyrir réttum
fimmtíu árum, en þar söng hún
með hljómsveit á finnskri kynn-
ingu sem stóð yfir.
Blaðamanni þótti sérlega
ánægjulegt að tala við hana, hún
var full af lífi og fjöri, „sannkall-
aður óskapantur blaðamanna“.
– Hvenær byrjaðir þú, Anna
Kristín?“ var spurt.
„Ég var fimmtán ára, þegar ég
fór að troða upp á skóla-
skemmtunum og sumarhátíð-
um en 16 ára fór ég að stunda
þetta sem atvinnu, bæði í sjón-
varpinu og á skemmtistöðum.“
– Svo að þú hefur ekki einu sinni
haft tíma til að gifta þig?“
„Nei, ég held ég megi segja,
að ég sé gift starfi mínu, það á
hug minn allan. En allt getur nú
gerzt, ég er ekki nema 25 ára
gömul.“
GAMLA FRÉTTIN
Allt getur
nú gerzt
Ann-Christine Nyström hætti að syngja þremur árum eftir viðtalið, 1973.
Morgunblaðið/Sv. Þorm.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Guðni Axelsson
forstöðumaður Jarðhitaskólans
Haraldur Sigurðsson
eldfjallafræðingur
Christopher Lloyd
kvikmyndaleikari