Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 17
þegar verið varið til þessara verkefna. Síðustu at- burðir á Flateyri hafa í senn sýnt að vel hefur tekist til þar í öllum meginatriðum, en þetta mikla snjóflóð sýnir um leið alvarlegan veikleika leiðigarðanna sem nauðsynlegt er að taka á. Atburðirnir hafa svo sannarlega áréttað að það er fjarri því að unnið sé til einskis þótt við ofurefli vetrarríkis, snjósöfnunar og vindálags sé að etja. Eftirlit, aðvörunarkerfi og velþjálfað lið sérfræðinga á þessu sviði geta ásamt öflugum varnarvirkjum, þar sem þeim má koma við, treyst öryggi byggða til mik- illa muna, þótt óvarlegt væri að fullyrða að þar geti ekkert út af borið. Lofað og efnt Það er þekktur veruleiki að flest þeirra loforða sem stjórnmálamenn gefa væru í mörgum tilvikum betur óefnd en efnd væri aðeins horft til pyngju borgar- anna. Auðvitað gildir það ekki um loforð um lækk- anir á sköttum og gjöldum, enda eru slík loforð orðin verðmætt fágæti, eins og einn gamall frímerkja- safnari orðaði það forðum tíð. Og loforð ríkisstjórnarinnar sem sat þegar ósköpin fyrir vestan skullu á lutu þeim lögmálum að lands- menn hafa staðið undir kostnaðinum við efndirnar. Samkvæmt lögum um varnirnar voru megintekj- urnar tengdar sérstöku álagi við innheimtu á bruna- tryggingum fasteigna. Það gefur augaleið að megin- þungi þeirrar innheimtu lenti á þeim eigendum fasteigna sem áttu ekkert undir persónulega í þess- ari miklu aðgerð og þar sem snjóflóðahætta var eng- in. En þjóðin var ein og söm í þessum efnum og var viðbótarálögum tekið betur en mörgum öðrum, sem menn óttast að aldrei muni linna, þótt verkefninu ljúki, og hafa nokkra ástæðu til þess ótta. Upplýst hefur verið að þegar hefur 21 milljarði króna (núvirði) verið varið til þessara varnaraðgerða og einnig að gera megi ráð fyrir að önnur eins upp- hæð fari til framkvæmda sem ólokið er. Einnig var upplýst að yfir 40 snjóflóð hafa fallið á varnargarða síðan 1995 og er flóðið á Flateyri það mesta til þessa. Tugir snjóflóða hafa fallið síðustu daga. Flest eru fjarri þéttbýlisstöðum en falla mörg á samgöngu- æðarnar innanlands. Veðurstofa og snjóflóðavarnir bjarga miklu en ár- vekni allra þeirra sem eiga í hlut er þýðingarmikil. Öflug varðskip og þyrlur eru mikilvægur hlekkur í hinum sameiginlegu vörnum okkar gagnvart nátt- úruvá. Í þeim efnum er kominn tími til að taka sig á. Það er svo sárgrætilega rétt auglýsingaslagorðið: Þú tryggir ekki eftir á. Það gildir sennilega jafnt um stjórnmálamenn og auglýsingaslagorð að of langt sé gengið að gefa sér að aldrei sé neitt að marka þau. Hvað segið þið til að mynda um þetta: Hann er rogginn Mogginn. Morgunblaðið/RAX Þorvaldur Þórðarson, bóndi á Stað í Súgandafirði, með hundana sína við trönur skammt frá bænum á föstudag. 19.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.