Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2020 LESBÓK SÉRÞRIF og almenn ræsting – heildarlausnir Hafðu samband og við gerum fyrir þig þarfagreiningu og tilboð í þjónustu án allra skuldbindinga. Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is VESEN Leikarinn og handritshöfundurinn Andrew Hunt benti á það á Twitter á dögunum að Brad Pitt væri ekki á réttri leið ætlaði hann sér að ganga í augun á sveitasöngkonunni Shaniu Twain og vísaði þar í kvikmyndina Ad Astra, þar sem Pitt leikur geimflaugavísindamann sem á bíl. Eins og margir muna þá lætur söngkonan þess getið í lagi sínu That Don’t Impress Me Much frá árinu 1997 að slíkt heilli hana alls ekki upp úr skónum. Ekki heldur menn sem haldi að þeir séu Elvis en í framhaldinu var bent á að Pitt hefði talað fyrir ofurhetjuna Mega Man í teikni- myndinni Megamind en sá ágæti kappi er byggður á Elvis Presley. Ekki virkar betur fyrir Pitt að vera hann sjálfur en í laginu tekur Twain skýrt fram að það heilli hana ekki sérstaklega. Heillar ekki Twain Ætli Glóburinn heilli Twain? AFP SNIÐGANGA Margir hafa móðgast fyrir hönd bandarísku leikkonunnar Jennifer Lop- ez í vikunni fyrir þær sakir að hún er ekki til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hustlers. Einn þeirra er Adam White, blaðamaður breska blaðsins The In- dependent. „25 ára ferill hennar í kvikmynd- um hefur oftar en ekki verið talaður niður ef ekki hreinlega hafður að háði og spotti, þrátt fyrir tálmana sem hún hefur stöðugt brölt yf- ir á leiðinni. Töfrandi frammistaða hennar í Hustlers ber mikilvægi hennar í Hollywood fagurt vitni, að ekki sé talað um hæfileikana sem hafa haldið henni þar,“ skrifar hann. Móðgaður fyrir hönd Jennifer Lopez Lopez á ekki upp á pallborðið hjá Óskari. AFP Breski leikarinn Brian Blessed. 90% karla leiðinleg FYRIRMYNDIR „Allar mínar hetjur eru konur. Gegnum tíðina hafa 90% karla hér um bil drepið mig úr leiðindum. Konur hafa kennt mér allt sem ég kann,“ segir breski leikarinn Brian Blessed í eld- hressu samtali við breska blaðið The Guardian. Blessed hefur löngum þótt hrjúfur, alltént á yf- irborðinu, en upplýsir í samtalinu að hann eigi sér viðkvæma og fem- iníska hlið. Blessed, sem er 83 ára, hefur unnið mikið með Kenneth Branagh en kveðst í samtalinu vona að því samstarfi sé lokið. „Vinátta okkar er miklu mikilvægari en að vera í einhverjum kvikmyndum, þannig að við sömdum um að hann leikstýrði mér ekki oftar.“ Það hefur ekki farið framhjánokkrum manni sem fylgsthefur með rokkskotnum fjöl- miðlum og rokkurum á samfélags- miðlum, ekki síst trymblum, undan- farna viku að Neil Peart, trommari Rush, er mörgum harmdauði, en hann féll frá 7. janúar síðastliðinn 67 ára að aldri eftir langa og stranga baráttu við heilaæxli. Í yfirlýsingu sem félagar hans í Rush, gítarleik- arinn Alex Lifeson og bassaleik- arinn og söngvarinn Geddy Lee, sendu frá sér eftir að hann lést kom fram að Peart hefði greinst fyrir hálfu fjórða ári; örfáum mánuðum eftir að síðasta tónleikaferðalagi Rush lauk. Peart hélt veikindum sínum raun- ar leyndum fyrir öllum nema nán- ustu fjölskyldu og vinum. Í viðtali við útvarpsstöðina SiriusXM í vik- unni viðurkenndi aldavinur hans og kollegi, Mike Portnoy, oftast kennd- ur við Dream Theater, að honum hefði verið kunnugt um veikindi Pearts í um tvö ár. „Það að ég hafi vitað af þessu um tíma og hafi sumpart haft tækifæri til að búa mig andlega undir hið Neil Peart á tón- leikum í Las Vegas í Nevada árið 2008. Gerði hið ómögulega auðvelt Neil Peart, trommuleikari kanadísku rokksveitar- innar Rush, lést fyrir rúmri viku. Fjölmargir hafa minnst hans sem mikils öðlings og eins fremsta trymbils sem rokkið hefur alið af sér. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Alex Lifeson, Neil Peart og Geddy Lee í Nokia-leikhúsinu í Los Angeles þegar hljómsveit þeirra, Rush, var limuð inn í Frægðarhöll rokksins árið 2013. AFP Neil Peart er almennt álitinn einn fremsti rokktrymbill sögunnar; þurfi menn vitnanna við má vísa í val álits- gjafa tímaritsins Rolling Stone um árið, þar sem hann var í fjórða sæti á eftir John Bonham úr Led Zeppelin, Keith Moon úr The Who og Ginger Baker úr Cream. Þeir eru nú allir látnir. Peart varð fyrir miklu áfalli árið 1997 þegar einkadóttir hans, Selena Taylor, fórst í bílslysi í Kanada. Að- eins tíu mánuðum síðar missti hann konuna sína úr krabbameini og að einhverju leyti „hjartasorg“, eins og Peart orðaði það síðar. Eftir þetta tók Peart sér langt frí frá tónlist til að freista þess að jafna sig og ná áttum eftir áföllin sem á honum dundu. Hann sneri þó aftur til liðs við Rush árið 2001 en lagði kjuðana endanlega á hill- una árið 2015 eftir langvarandi glímu við vöðvabólgu og axlar- meiðsli. Skömmu síðar greindist hann með krabbamein. Missti eiginkonu og dóttur John Bonham þykir besti rokktrymbill sögunnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.