Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 10
Ég sá fólk út um gluggann og áttaði mig strax áþví að eitthvað mikið var á seyði. Ég dreifmig því út og var þá sagt að snjóflóð hefði fallið og að ung stúlka væri grafin undir því á heim- ili sínu í götunni,“ segir Sýrlendingurinn Tojan Al Nashi, sem býr ásamt eiginkonu sinni, Ruaa Al Bdiwi, og þremur dætrum við Ólafstún á Flateyri. Tojan tók þátt í að grafa Ölmu Sóleyju Erics- dóttur Wolf upp úr flóðinu. „Ég sá blóð og óttaðist það versta. Síðan heyrðum við stúlkuna gráta og kalla og það gaf okkur von. Það tók okkur svona fjörutíu mínútur að ná henni upp og það gleður mig mjög að hafa getað orðið að liði. Hún getur ekki hafa haft mikið súrefni þarna undir öllum snjónum og það er ótrúlegt að hún hafi lifað þetta af. Hún var bæði köld og hrædd. Ég þakka Guði fyrir að allt fór vel,“ bætir Tojan við á prýðilegri íslensku en hann hefur búið hér á landi í tvö ár. Hann segir eiginkonu sinni og dætrum að vonum hafa brugðið verulega. „Það er sláandi að horfa á alla eyðilegginguna sem flóðið skilur eftir sig; bátana undir snjó og svo framvegis.“ Vill vera áfram á Íslandi Spurður hvort hann geti hugsað sér að búa áfram á Flateyri svarar Tojan: „Ég veit það ekki; við höf- um einfaldlega ekki haft tíma til að velta því fyrir okkur. Ég er smiður og vinn á Ísafirði og mögulega reynum við að flytja þangað. Annars hefur okkur liðið mjög vel á Flateyri; hér býr yndislegt fólk sem hefur tekið okkur opnum örmum og við höfum haft nóg að gera.“ Hann þagnar um stund. „Við yfirgáfum Sýrland út af stríðinu og töldum okkur vera örugg hér á Íslandi,“ heldur hann svo áfram. „Auðvitað vekur svona lagað spurningar en við stefnum ótrauð á að búa áfram á Íslandi. Hér líður okkur vel.“ Stund milli stríða, björgunarsveitar- menn súpa kaffi á Flateyri snemma á föstudagsmorguninn. Úr stríðinu í snjóflóðið Sýrlendingurinn Tojan Al Nashi tók þátt í að grafa Ölmu Sóleyju upp úr snjóflóðinu á Flateyri. Hann flúði stríðið heima fyrir og taldi sig öruggan á Íslandi. Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið/RAX SNJÓFLÓÐIN Á VESTFJÖRÐUM 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2020 Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari upplýsingumumáhættuogaukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Þú færð Dolorin í næsta apóteki Dolorin500mg paracetamól töflur - 20stkog30stk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.