Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2020 BÖRN Þ að eru tvær Þórhildar Líndal í síma- skránni, báðar lögfræðingar og raunar náfrænkur, þegar betur er að gáð. Til aðgreiningar frá hinni hnýtir sú, sem ég er að leita að, titlinum „fv. umboðsmaður barna“ við nafn sitt til að forðast misskilning. Fimmtán ár eru síðan Þórhildur lét af embættinu en það fylgir henni enn þá og mun ugglaust gera um ókomna tíð enda er hún stolt af starfinu sem þar var unnið í hennar tíð, en Þórhildur var fyrst til að gegna embætti umboðsmanns barna hér á landi, frá 1995 til 2005. „Ég stóð á vissum tímamótum, sá embættið auglýst og hugsaði með mér: Er þetta ekki eitt- hvað fyrir mig?“ rifjar Þórhildur upp þegar við höfum komið okkur fyrir í borðstofunni á heim- ili hennar. Útsýnið er engu líkt yfir sundin blá af sjöttu hæðinni á Kirkjusandi en rúðurnar bera þess þó merki að utan að hver lægðin á fætur annarri hafi skollið á þeim nú í janúar- bálinu. Þær hafa verið hreinni. Þórhildur hafði fengist við barnaverndarmál meðan hún var deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu auk sveitarstjórna- og skipulagsmála og þekkti því ágætlega til málefna barna á breiðum grundvelli, en þar á undan hafði hún starfað sem dómarafulltrúi. Þegar hér var kom- ið sögu hafði hún fært sig yfir í forsætisráðu- neytið. „Svo er ég líka sjálf móðir og hef haft ríka réttlætiskennd frá blautu barnsbeini og viljað gera það sem í mínu valdi stendur til að vinna í þágu þeirra sem eiga undir högg að sækja.“ Renndi blint í sjóinn Hún viðurkennir að hafa rennt blint í sjóinn. „Þegar ég tók til starfa 1. janúar árið 1995 var hefðin auðvitað engin og ég hafði bara nýsam- þykkt lög um umboðsmann barna og Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna að styðjast við. Í fyrstu leit ég á það sem mestu áskorunina að þurfa að hafa frumkvæði að opinberri umræðu um málefni barna en þegar á reyndi var það eiginlega sá hluti starfsins sem mér fannst mest gefandi. Eftir á að hyggja var afskaplega ánægjulegt að fá tækifæri til að ryðja þessa ótroðnu braut.“ Þegar Þórhildur var að búa sig undir starfið fékk hún sér góðan göngutúr á Þingvöllum. „Veiti sá fallegi staður manni ekki innblástur þá veit ég ekki hvaðan hann ætti að koma,“ seg- ir hún brosandi. „Ég þurfti að byrja frá grunni og setja niður fyrir mér hvernig þetta ætti allt saman að vera. Vegna þess að hér var að ræða um nýtt embætti taldi ég mikilvægt að sýna strax fram á að þörf væri fyrir það og afla því jafnframt trausts og trúverðugleika.“ Eitt af fyrstu verkefnum embættisins var að safna saman upplýsingum um málefni barna innan stjórnsýslukerfisins. Engin heildarstefna var til og upplýsingar á víð og dreif um kerfið. „Ég gerði kröfu um að allra þessara gagna yrði aflað og það gekk á endanum. Þegar þessum upplýsingum hafði verið safnað saman voru þær gefnar út 1998 í bók, Mannabörn eru merkileg. Markmiðið með þessu var að fá sem heillegasta mynd af stöðu og högum barna á Ís- landi svo að hægt væri að móta heildarstefnu á grundvelli þeirra.“ Sjálf kveðst Þórhildur hafa verið eins og Kató gamli með því að nota hvert tækifæri til að skora á valdhafa að móta stefna í málefnum barna á breiðum grunni og ekki nóg með það, heldur að útbúa áætlun um framkvæmd henn- ar. „Þá munaði miklu að geta bent á þessa bók.“ Þórhildur bætir við að loks í fyrra hafi verið komið á stýrihópi stjórnarráðsins í málefnum barna, sem m.a. hafi það verkefni að móta stefnu í málefnum þeirra. „Þetta er fagnaðar- efni.“ Annað sem Þórhildi datt strax í hug var að heyra í börnunum sjálfum. Hvað vilja þau? spurði hún sig. Hún væri í þjónustu þeirra og ekki væri hægt að ætlast til þess, alltént ekki fyrst um sinn, að þau kæmu til hennar. Fjallið og Múhameð og allt það. „Um nýmæli var að ræða og í því sambandi kom bakgrunnur minn í stjórnsýslunni í góðar þarfir; ég gerði mér strax grein fyrir því að mikilvægt væri að skrá öll erindi sem embættinu bærust og leggja með þeim hætti drög að gagnagrunni. Við bjuggum því til skilvirkt skráningarkerfi sem ég er sann- færð um að embættið býr að enn þann dag í dag.“ Ekki voru allir sammála um ágæti þess að ráða lögfræðing til starfans en Þórhildur er ekki í vafa um að það hafi verið rétt í byrjun. „Aðferðafræði lögfræðinnar hentaði mjög vel við þessar aðstæður. Margir eru ráðvilltir og vita ekki hvert skal leita í kerfinu og þurfa því á leiðbeiningum að halda. Af fyrri störfum mín- um þekkti ég leiðirnar sem hægt var að fara og gat um leið veitt lögfræðilega ráðgjöf.“ Þetta var fyrir tíma tölvupóstsins, þannig að fyrst um sinn bárust erindin aðallega gegnum gamla góða símann. Þórhildur segir fullorðið fólk aðallega hafa haft samband til að byrja með en með tímanum hafi börnin sjálf í auknum mæli leitað til embættisins; þegar þau höfðu gert sér grein fyrir tilvist þess og að embættinu mætti treysta. Tveir starfsmenn voru á skrifstofunni fyrsta kastið, Þórhildur og Ragnheiður Harðardóttir félagsfræðingur. Síðar bættist Björg Jak- obsdóttir við, fyrst sem skrifstofumaður og síð- ar skrifstofustjóri. Þegar Ragnheiður hætti kom Ásta Sólveig Andrésdóttir lögfræðingur í hennar stað. „Umboðsmanni er ætlað að ráða sitt starfsfólk sjálfur sem er mjög jákvætt,“ segir Þórhildur. „Sjálfri fannst mér ekkert at- riði að vera með fjölmenna skrifstofu. Aðal- atriðið að vera ferskur, á tánum og með augun opin. Betra fannst mér að ráða fólk með sér- fræðiþekkingu í ákveðin verkefni en að fjölga fastráðnu fólki á skrifstofunni.“ Hún vill raunar nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn þennan áratug sem hún var í embætti. „Þetta var samstarf við mjög breiðan hóp og samráð haft við ýmsa aðila, má þar nefna Barnaheill, UNICEF og fleiri frjáls félagasamtök. Sjálfri finnst mér þverfaglegt, þverfræðilegt og þverpólitískt samstarf skila bestum árangri; ætli ég sé ekki svona þvers- um,“ segir hún og hlær. Hvað skrifstofuna sjálfa varðar lagði Þór- hildur áherslu á að hafa hana miðsvæðis til að auðvelda aðgengi að henni. Þá þótti henni mik- ilvægt að hafa létt yfir henni; litrík húsgögn, fiskabúr og myndir eftir börn á veggjunum. Allt miðaðist þetta að því að fólki, ekki síst börnum, sem þangað leitaði liði vel. Þórhildur hafði ekki verið lengi í embætti þegar hún hóf að heimsækja grunnskóla lands- ins, til að kynna sig og embættið og leita eftir viðbrögðum frá nemendum og kennurum. „Við brettum strax upp ermar. Ég hef örugglega verið dálítið öðruvísi embættismaður; ég fór að hitta fólk, það þurfti ekki að leita til mín eða biðja mig um að koma,“ segir hún brosandi. „Fyrsti skólinn var í Súðavík, ekki löngu eftir snjóflóðið. Mér fannst við hæfi að byrja þar og það var ógleymanleg heimsókn, miklar tilfinn- ingar. Eftir það heimsóttum við fleiri skóla á Vestfjörðum og með tímanum skóla í öðrum Morgunblaðið/RAX Ég var eins og Kató gamli Þórhildur Líndal var fyrsti umboðsmaður barna á Íslandi en aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að embættinu var komið á fót. Hún er stolt af því sem embættið hefur fengið áorkað, ekki síst hve mörg af baráttumálum hennar hafa náð fram að ganga. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Þegar ég lít um öxl get ég ekki annað en verið stolt af þessum tíu árum. Það var óskaplega dýrmætt að sjá árangur erfiðisins,“ segir Þórhildur Líndal, fyrsti umboðsmaður barna á Íslandi. 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.