Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 7
féll árið 1995, þannig að hann hefur ekki samanburðinn. Þorgils býr niðri á eyrinni og var á leiðinni niður á bryggju til að slá inn rafmagnið á bátnum þegar snjóflóðið féll en það hafði slegið út fyrr um kvöldið. „Það var þreifandi bylur og lítið skyggni og engin leið að átta sig á því hvað var að gerast. Flóðið kom bara eins og hendi væri veifað. Ég varð ekki var við neitt, þannig lagað. Maður fékk bara sjokk og trúði þessu ekki,“ segir Þorgils. Þorgils komst ekki hefðbundna leið niður á bryggju vegna þess hversu mikill sjór var á Hafnargötunni. „Það var allt á floti. Ég fór bara uppfyrir á stígvélunum og fór að rýna í aðstæður; þá hef- ur flóðið verið fallið. Ég gekk áfram og sá að fólk var komið á vett- vang og allir bátarnir í höfninni farnir. Björgunarsveitin bannaði okkur að fara alla leið niður á bryggjuna og þá fór ég niður á hina bryggjuna til að skima eftir bátnum en sá hann hvergi. Höfnin var bara full af snjó og það sáust engir bátar. Það var ótrúlegt að horfa upp á þetta.“ Um er að ræða dragnótarbát og var hann nýkominn úr slipp í Stykkishólmi. „Ég var nýbúinn að skvera hann fyrir margar milljónir. Tjónið er því mikið. Nú marar hann bara á hvolfi og ég veit ekki hvenær hægt verður að líta betur á hann. Vonandi á allra næstu dögum.“ – Heldurðu að hann sé ónýtur? „Ég reikna fastlega með því. Ég sé ekki hvernig á að vera hægt að gera við þetta.“ Ekki bjartsýnn á framhaldið – Hvað tekur nú við? „Ef ég vissi það. Ég er alveg ráðþrota. Fyrir utan bátinn rek ég hérna fiskvinnslu og fiskmarkað og báturinn minn hefur séð vinnslunni fyrir hráefni. Nú eru heldur engir bátar eftir á staðn- um til að útvega fisk á markaðinn.“ – Hvað ertu með marga í vinnu? „Við höfum verið fjögur í vinnslunni og þrír á bátnum.“ – Reiknarðu með að þurfa að flytja burt frá Flateyri? „Ég er ekki bjartsýnn á framhaldið. Það er ekki lengur hægt að treysta höfninni. Hvað er þá eftir í sjávarplássi?“ – Viltu beina einhverjum orðum til stjórnvalda í þessu landi? „Það blasir við að koma þarf til aðstoð ef koma á þorpinu á lappirnar aftur. Þetta er svakalegt tap fyrir okkur. Það hefur oftast verið bjartara yfir Flateyri. Það er ágætt að búa hér en þegar maður er ekki öruggur hlýtur maður að hugsa sinn gang.“ Morgunblaðið/RAX 19.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.