Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 4
VETTVANGUR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2020 ÖRYGGI ÖLLUM STUNDUM ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS 09:41 100% Eða hvað? Lögfræðingum ertamt að segja okkur að efeitthvað bjátar á í lífinu eða ef eitthvað illt hendir, þá séu meiri lík- ur en minni á að finna megi sök hjá einhverjum öðrum en okkur sjálfum á því hve illa fór. Þeir skuli aðstoða við að finna sökudólginn og krefja hann um skaðabætur – að sjálfsögðu gegn vægri þóknun eða ekki mjög vægri þóknun ef „hinn seki“ er sæmilega loðinn um lófana. Svona er þetta nánast eðli máls samkvæmt ef starfið gengur út á að hala inn bætur fyrir fólk – og sjálfan sig í leiðinni. Eflaust telja einhverjir að þetta færi samfélagið í átt til rétt- lætis. Og eflaust er það oft svo. En er það einhlítt? Ég veit ekki hvað honum fannst sjálfum, manninum sem rann til í hundaskít á sögufrægum stað í Fær- eyjum fyrir nokkrum árum og fór með þessar ófarir sínar fyrir dóm- stóla. Lögfræðingurinn sem nálg- aðist viðkomandi mann hafði ekki velkst í minnsta vafa um að hann væri fórnarlamb, eigandi hundsins sem skitið hefði á stéttina þar sem hann hefði misst fótanna hlyti að vera ábyrgur nema ef vera skyldi staðarhaldarinn eða þá verkamað- urinn sem átti að hreinsa stéttina. Hafði kannski gleymst að setja það í verklýsingu hans eða skjóta inn ákvæði í reglugerð um að svo skyldi gert; lá ábyrgðin ef til vill hjá reglu- gerðasmiðum stjórnsýslunnar? Það gefur auga leið að það kostar vinnu – faglega að sjálfsögðu með gler- augum lögfræðings – að finna hvar ábyrgðin liggur hverju sinni. En ein- hvers staðar liggur hún – annars staðar en hjá sjálfum mér. Svo er mér alla vega sagt. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing þá er ég eindregið á því að stund- um sé þannig gert á hlut fólks að réttlætiskennd okkar flestra segi okkur að til þurfi að koma skaðabæt- ur. Dæmi um það eru sanngirnis- bætur og miskabætur vegna rang- látrar og illrar meðferðar eða þegar mistök verða vegna vanrækslu í heil- brigðiskerfi eða fjármálakerfi sem valda ótvíræðum skaða. Þá þarf að gera viðkomandi fyrirtæki eða stofn- un ábyrg og þá hugsanlega með skaðabótum. Önnur dæmi um rétt- lætanlegar skaðabætur mætti nefna. Ég leyfi mér hins vegar að vara við því að peningalöngun lögfræð- inga verði hér vegvísir okkar í leit að réttlæti. Aldraður maður fær hjartastopp í köfun eða í fjallgöngu, sem hann sjálfur ákvað að takast á hendur, eða einstaklingur fýkur um koll í vind- hviðu á fjöllum, þá vandast málið. Það liggur heldur ekki í augum uppi að mínu mati hvar ábyrgðin liggur þegar ferðafyrirtæki sem verður fyrir þeirri ógæfu að tímaáætlanir standast ekki vegna þess að hið ótrúlega gerist að nánast allur hinn fullkomni tækjabúnaður sem fyrir- tækið býr yfir og þar með varabún- aður bregst nær samtímis og fyrir vikið tekst ekki að forða fólki (við- skiptavinum) frá hremmingum af völdum veðurguðanna. Hér er að sjálfsögðu vísað til ný- legs slyss við Langjökul. Betur fór en á horfðist, alla vega héldu allir lífi, og ber þar að þakka starfi okkar frábæru björgunarsveita, löggæslu og hjúkrunarfólks – og starfs- mönnum ferðafyrirtækisins sem gerðu sitt besta við gríðarlega erf- iðar aðstæður. Þungbærasta stund þeirra síðast- nefndu var án efa á milli vonarinnar og óttans um afdrif hópsins sem var á þeirra vegum og þá sú nagandi spurning hvort þeir hafi ekki gætt tilætlaðrar varfærni sem þá væri óafsakanlegt. En ég get mér jafn- framt til að ekki síður erfitt hafi reynst að mæta fordæmingu og for- dómum í samfélaginu í kjölfarið. Fordómar er ágætt orð um dóma sem felldir eru áður en öll kurl eru komin til grafar. Svo komu fréttirnar um skaða- bótakröfur, að fagfólkið væri mætt til leiks. Gott og vel, hver og einn ákveður farveginn sem hann vill leita í. En mín tillaga er sú að við reynum eins og kostur er að styðjast við eigin dómgreind og útvista henni ekki í hendur löglærðra kröfugerðar- manna. Á dómgreindinni hvílir nefnilega réttlætiskenndin. Og hana eigum við að smíða sjálf. Allt illt sem hendir mig er öðrum að kenna Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’En mín tillaga er sú aðvið reynum eins ogkostur er að styðjast viðeigin dómgreind og útvista henni ekki í hendur lög- lærðra kröfugerðarmanna. Hver ber sök ef maður hrasar í hundaskít sem skilinn var eftir á gangstétt? Morgunblaðið/Árni Sæberg Stundum sér maður rannsóknir semmaður hreinlega efast um að geti stað-ist. Tölurnar eru bara svo ótrúlegar. En þegar maður skoðar þær betur kemur í ljós að sennilega er þetta allt rétt og við höf- um bara litið framhjá þessu á penan hátt. Ég sá svona rannsókn um daginn sem sagði að um 32 prósent háskólanema upplifðu andlega vanlíðan. Þetta er einn af hverjum þremur. Sannarlega háar tölur en ef til vill eiga þær ekki að koma á óvart, enda nokkur ár síðan slíkar tölur fóru að sjást í evrópsk- um háskólum. Ósjálfrátt hugsar maður um hvort þetta hafi kannski alltaf verið svona. Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að stór hópur fólks hafi farið í gegn- um nám sitt á hnefanum, á tímum þar sem ekki var til siðs að barma sér heldur bíta á jaxlinn og berjast. Ég held samt ekki. Ég held að þetta tengist samfélagsgerð okkar og sérstaklega samfélagsmiðlum. Núna erum við að drukkna í upplýsingum um líf annarra en þær upplýsingar eru fjarri raun- veruleikanum. Við sjáum alltaf bara spari- hliðina. Það ætti að vera einhver vísbending þegar samfélagsmiðlastjörnur segja opinskátt frá því að það taki stundum tvo til þrjá tíma að ná réttu myndinni. Hve langan tíma það tek- ur að grípa andartakið sem lýsir einhverjum draumaheimi þess sem allt hefur. Þar sem alltaf er sólskin, heiður himinn og fagurblár sjór. Þar sem allir eru vel tilhafðir, matur undantekningarlaust fallegur og hollur, öll heimili björt og snyrtileg og öll börn hrein, kurteis og vel upp alin. Þetta er það sem ungt fólk hefur til saman- burðar í sínu ófullkomna lífi. Í lífi þar sem börnin fara of seint að sofa, óhreinir diskar bíða í vasknum, það er drasl á gólfinu og upphituð pizza í kvöldmatinn. Og enn ein lægðin á leiðinni. Daglegt líf er nefnilega ekkert alltaf mjög spennandi og trúið mér, það eru fáir sem birta mynd af því. Ég held að það sé samt eftirspurn eftir veruleika. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég er spenntur fyrir tilraun Félags- stofnunar stúdenta sem tók við nýjum há- skólagörðum í vikunni. Í einu húsi er gert ráð fyrir 300 íbúum. Þar er ný hugsun í hönnun sem miðar að því að fækka inngöngum í hús- ið og fjölga sameiginlegum rýmum. Hugmyndin er sú að fá fólk til að vera saman og tala saman. Hitta einhvern og búa í nánu samfélagi við aðra. Sjá að líf flestra í kringum mann er stundum alveg sama baslið en fá líka tækifæri til að finna gleðina í þessu daglega lífi sem er ekki fullkomið og á ekki að þurfa að vera það. Hitta raunverulegt fólk sem rétt eins og þú veit ekki hvað það á að hafa í matinn, ýtir heimanáminu á undan sér, gleymir sér yfir Netflix, hefur takmarkaða stjórn á börnunum sínum og nennir ekki allt- af að vera að laga til. Stundum setjum við einfaldlega markið of hátt og ætlum okkur um of. Kannski líður okkur aðeins betur þegar við sjáum að hinir eru í raun á nokkurn veginn sama stað. Við sem eigum of marga óflokkaða sokka og komum því aldrei í verk að endurnýja sófa- borðið með glerinu sem brotnaði fyrir fimm árum, verðum bara að finna gleðina í litlu sigrunum. Þeir skipta máli og eru raunveru- legir. Það er örugglega til fólk sem er alltaf með allt á hreinu, gleymir aldrei foreldrafundi og er nákvæmlega á þeim stað í lífinu sem það ætlaði alltaf að vera á. Ég samgleðst því, en ég er ekkert viss um að það sé allt með of- virkan instagramreikning. ’Það ætti að vera einhver vísbending þegar sam-félagsmiðlastjörnur segja opinskátt frá því að þaðtaki stundum tvo til þrjá tíma að ná réttu myndinni.Hve langan tíma það tekur að grípa andartakið sem lýsir einhverjum draumaheimi þess sem allt hefur. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Daglegi veruleikinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.