Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 18
Tískusérfræðingar úti í heimi eru hrifniraf þessari nýju línu þar sem gervi-skinn er áberandi ásamt tvíhnepptum jakkafötum og víðari buxum. Samkvæmt línu Armani heyra þessar þröngu jakkafatabuxur og aðeins of litlu jakkar sögunni til. Enda miklu herralegra og klæðilegra að vera með góða hreyfivídd í karlmannsfötum. Það sem vekur athygli er að Armani vill ekki hafa karla í hefðbundnum skyrtum undir tvíhnepptu jakka- fötunum heldur einhvers konar blússu með víð- um rúllukraga. Ég er ekki alveg viss um að for- stjórar, bakarar og smiðir þessa lands muni láta sjá sig í slíkum blússum en hver veit. Það borgar sig aldrei að útiloka neitt. Svo er það fiskibeinamunstrið sem hefur verið dúnd- urvinsælt hjá gullætum þessa lands síðust ár þegar kemur að gólfefnum. Nú er það komið í fatnaðinn og augljóst að það verður enginn maður með mönnum nema fjárfesta í buxum með þessu fallega munstri, eða jafnvel jakkafötum. Þeir sem kunna ekki að meta fiski- beinamunstrið og finnst það aðeins of fullorðinslegt geta þá klæðst köflóttum buxum eða jafnvel plastbux- um. Lykilatriðið er að fötin eru að víkka og miðað við Armani eiga karlar að klæða sig mikið, fara jafnvel í nokkur lög af fötum. Ef þú ætlar að verða eins og herr- arnir sem sýndu fyrir Armani er mikilvægt að sýna engin svipbrigði og brosa alls ekki því þá missir þú kúl- ið. Hér má sjá hvernig fötin eru að víkka. Víðar buxur við víðan jakka er það sem koma skal. Köflótt tví- hneppt jakka- föt við blússu með víðum kraga er það sem Armani ber á borð. Arnaldur Karl Einarsson, fyrirsæta hjá Eskimo, sýndi fyrir Armani á tísku- vikunni í Mílanó. Íslenska fyrirsætan Arnaldur Karl Einarsson var einn af þeim sem sýndu haust- og vetrarlínu Armani 2020/21 í Mílanó í vikunni. Arnaldur er 22 ára og á framtíðina fyrir sér í faginu. Yfirskrift sýningar Armani þetta árið er sjálfbærni og endurvinnsla. Marta María mm@mbl.is Arnaldur sýndi fyrir Armani 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.