Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2020 ekki fara í Þjóðleikhúsið þar sem pabbi var enn. Það var líka þessi höfnunarótti. Þótt ég væri búin að sanna það fyrir sjálfri mér að ég ætti erindi og komast í gegnum námið vildi ég ekki fara auðveldu leiðina eða gefa fólki færi á að segja að ég væri þar vegna hans. Ég var hörð á því og var því í sjálfstæða geiranum um tíma. Ég hafði þá strax áhuga á leikstjórn. Ég fann strax mikla þörf fyrir að fá að hafa um hlutina að segja. Það er svo mikil sköpunar- útrás að leikstýra,“ segir hún. „En svo fóru tækifærin að koma í leiklistinni og ég hef leikið miklu meira en leikstýrt. Í dag er ég farin að blanda þessu meira saman og svo hef ég líka verið að framleiða. Stærsta verkefnið mitt hingað til er Fangar, sem var áratug í vinnslu, en við unnum það saman, ég og Nína Dögg Filippusdóttir, ásamt frábærum hópi fólks. Á þessum áratug vorum við enda- laust við það að gefast upp, koma okkur svo aftur í gang; þetta var ótrúlega lærdómsríkt. Þetta var mörg hundruð milljóna króna verk- efni og óyfirstíganlega flókið og stórt fyrir fólk eins og okkur Nínu, sem unnum báðar í fullu starfi sem leikkonur með þessu. En það var eitthvert erindi þarna sem brann á okkur sem varð þess valdandi að við gátum ekki sleppt takinu á þessu. Við unnum mikla rannsóknar- vinnu inni í fangelsinu og okkur fannst við skulda þessum konum að raddir þeirra fengju að heyrast. Og það er gaman að segja frá því að nú erum við heldur betur að uppskera. Við erum búin að selja réttinn til Hollywood. Það er búið að skrifa undir samning og er þetta fyrsta íslenska serían sem er endurgerð í Hollywood,“ segir Unnur og brosir út að eyr- um. Farið þið út að vinna við þættina? „Það er allt opið. Þetta er rosa stórt! Mjög stór nöfn sem koma að þessu sem við megum ekki greina frá strax. Og þetta sem byrjaði bara sem hugmynd þegar við Nína vorum að láta okkur leiðast í fæðingarorlofi! Maður skal aldrei vanmeta sköpunarkraftinn sem getur myndast þegar nýtt líf kviknar.“ „Ekki vera þessi týpa“ Við vendum kvæði okkar í kross og ræðum um konur í listum og jafnréttismál sem eru Unni hugleikin. Unnur segir að konur í listum séu loksins að verða meira áberandi og fái nú frek- ar tækifæri en áður. Í Borgarleikhúsinu hefur Kristín Eysteinsdóttir gert mikið fyrir jafn- rétti í leikhúsinu, að sögn Unnar. „Þegar konur eru komnar í valdastöður gefa þær öðrum konum oft frekar tækifæri. Þetta hefur verið ráðandi í hina áttina þegar karlar stjórna fyrirtækjum, viðskiptaheimurinn er besta dæmið um það. Þetta er aðeins að breyt- ast í listum, sem er geggjað, nauðsynlegt og mjög mikilvægt. Ég hef reynt að hafa áhrif á þessi mál, kannski óbeint, meðal annars með kvennafókusnum í Föngum. Ég er alin upp af mjög sterkri konu. Hún hefur setið ein í stjórnarherbergjum með körlum og sagt mér sögur af því. Það er svo stutt síðan við fengum ekki að vera með, sátum ekki við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar,“ segir hún. Unnur segist hafa skrifað greinar um jafn- réttismál í Morgunblaðið þegar hún var ung kona í leiklistarnáminu. „Það þótti mjög sér- stakt og ég fékk að heyra það frá kollegum mínum, strákum, sem sögðu: „Ekki vera þessi týpa.“ Það fannst mér áhugavert, því ég er alin upp við að það sé enginn munur á mér og bróð- ur mínum; að ég gæti gert allt sem ég vildi. Svo allt í einu mætti ég fordómum og sá að ég hafði ekki eins sterka rödd og ég hélt; ég þótti bara frekar leiðinleg að vera að hafa skoðanir á þessu. En það virkaði alveg þveröfugt á mig og ég hef verið á kafi í þessum málefnum síð- an, meðal annars verið verndari UN Women í mörg ár,“ segir hún. „Ég er mikill jafnréttissinni en það fer líka í taugarnar á mér þegar það hallast í hina átt- ina. Eins og mér fannst stundum gerast í MeToo. Þetta er ekki kynjastríð, þó að sumum finnist það. Ég er ekki átakamiðuð og finnst við verða að gera talað um hlutina saman, ann- ars er þetta einskis virði,“ segir hún. „MeToo-byltingin var ekki bara óþægileg fyrir karla heldur líka konur; að uppgötva að það var ým- islegt í samskiptum sem var alls ekki í lagi en manni hafði fundist í lagi. Það fór í gang ótrúlega sársauka- fullt þroskaferli sem ég held að mjög margar konur hafi gengið í gegnum. Mað- ur var orðinn samdauna mjög óþægilegum og óeðlilegum hlutum. Það sem flækir þetta hins vegar er að í listinni þarf maður að fara út fyrir þægindarammann og fara á staði sem eru óþægilegir og mörkin eru óljós. Mér hefur fundist MeToo-byltingin ótrú- lega mikilvæg í okkar bransa, en að sama skapi ógeðslega erfið. Þetta hafa verið ótrúleg- ir tímar síðan þessi bylting varð, fullir af átök- um og erfiðleikum, og við verðum alveg lengi að vinna úr því. En í stóra samhenginu var þetta nauðsynlegt fyrir okkur öll. Mörkin afmáð í starfinu Starf okkar leikara er í eðli sínu markalaust; við erum að vinna með okkar eigin tilfinningar. Það er í rauninni sturlað að maður sé ekki stanslaust í dáleiðslu og hjá sálfræðingum mið- að við hvað maður gengur nærri sér í þessu starfi. Maður afhjúpar sig alla daga, tilfinn- ingalega, líkamlega, verður ástfanginn á svið- inu. Svo mætir maður í viðtal eins og þetta og talar um börnin sín. Maður fórnar sér á vissan hátt fyrir starfið. Starfið gengur út á að afmá mörk; að þú sem áhorfandi sjáir eitthvað sem er truflandi, spennandi og hættulegt. Að þú sjáir inn í sál persónunnar á sviðinu. Og ef vel tekst til upplifir áhorfand- inn einhvers konar hreins- un eða vakningu, létti eða innblástur. Listin á að ganga út á það. Þetta á ekki að vera öruggur stað- ur; það má aldrei vera vopnahlé, og það eiga ekki að vera mörk úti um allt. Listin felst í því að sprengja upp mörk. Þetta er eldheit umræða núna. Við verðum auðvitað að geta átt samtal um þessi mörk og það er auðveldara núna. Ég er ekki bara að tala um ástarsenur eða eitthvað kyn- ferðislegt heldur ekki síst tilfinningaleg mörk,“ segir Unnur. „Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa fengið að leika stórar rullur á mínum ferli þar sem ég geng í gegnum miklu sterkari og dýpri tilfinn- ingar en maður gerir í lífinu, alla vega á svona venjulegu ári. Og maður þarf að vera tilbúinn að fara þangað,“ segir hún. „Þegar ég kem heim eftir þriggja tíma drama er ég eins og undin tuska. Góður leik- stjóri krefur mann um að fara á mjög afhjúp- andi staði í manni sjálfum. Það er eins og að vera í endalausri þerapíu af því maður fær að lifa svo hátt og gráta svo mikið og fara í gegn- um svo margt í vinnunni. Á meðan flestir reyna að fela það, þá vinn ég við að afhjúpa varn- arleysi mitt,“ segir Unnur og brosir út í annað. „Þá er mikilvægt að vera með gott jarð- samband og fara vel með sig. Margir halda því fram að maður þurfi að vera í rugli til að geta framkallað rugl. Það er þvert á móti. Mjög margir leikarar passa vel upp á skrokkinn sinn og andlegu hliðina.“ Starfið hljómar mjög taugatrekkjandi! „Já, en að sama skapi er það mjög heilandi. Mér finnst það lúxus að fá að gráta í vinnunni og upplifa hluti sem ég myndi annars aldrei upplifa. Ef ég hefði ekki farið í leiklist hefði ég líklega farið í sálfræði. Í báðum störfum þarf maður að hafa áhuga á fólki og geta sett sig í spor þess. Og hlusta á fólk. Sem leikari þarf maður að vera í raunverulegri hlustun og hlusta á mótleikara sinn. Þar liggur galdurinn, í loftinu á milli fólksins á sviðinu. Það má aldrei allt vera öruggt, heldur verður það að vera svo- lítið hættulegt.“ Tekið til í lífinu eftir leikhúsferð Talið berst að hlutverki leikhússins. „Mér finnst allar listir lífsnauðsynlegar öllum sam- félögum, eins konar súrefni og andleg næring. Við getum haft alveg gríðarleg áhrif til góðs með góðu leikhúsi. Pólitískt leikhús ýtir við fólki og gildum þess og viðmiðum en ekki síður skiptir máli að leikhús gleðji. Það þarf ekki allt að vera stuðandi. Ég leikstýrði Mamma Mia! og kynntist því hversu gefandi það getur verið þegar leikhús virkar heilandi á fólk. Ég fékk mörg bréf frá fólki sem lýsti því hvernig það gat gleymt sínum persónulegu erfiðleikum um stund og fengið að njóta augnabliksins. Ég hef líka fengið bréf þar sem fólk segist hafa tekið til í lífi sínu og hjónabandi eftir leikhúsferð. Ég hef verið í mörgum hjónaátakaverkum, eins og Brot úr hjónabandi og Dúkkuheimili. Það hef- ur virkað sem einhver spegill og fólk hefur far- ið heim og ákveðið að ræða saman. Í leikhúsinu áttu að geta speglað þitt líf og þínar tilfinn- ingar. Þetta á að vera heilagur staður. Sam- bandið milli leikarans og áhorfandans er mag- ískt. Það getur allt gerst; maður er kannski búinn að æfa verk í átta vikur en það er ekki fyrr en áhorfendur mæta að galdurinn verður. Það er svo spennandi að finna sambandið við áhorfendur,“ segir hún. Finnurðu hvernig áhorfendum líkar verkið? „Já, maður finnur hlustunina. Hvernig fólk hlustar og hvernig það klappar. Stundum eftir áhrifamikið verk er ekkert klappað í heila mín- útu; það má heyra saumnál detta. Svo byrjar fólk að klappa. Það eru mestu töfrastundirnar. Á móti finnur maður líka ef fólki leiðist. Það er ekkert verra en vont leikhús, það er hræðilegt. Líka fyrir listamennina, en aðallega fyrir áhorfendurna. Auðvitað eru allir að gera sitt Unnur leikur um þessar mundir í Vanja frænda eftir Antons Tsjekhov. Hér eru hún í dramatískri senu með Katrínu Halldóru Sigurðardóttur. Verkið hefur fengið afar góða dóma. Morgunblaðið/Ásdís Íslenska sjónvarpsserían Fangar hefur nú verið seld til Hollywood. Nína Dögg Filippusdóttir, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir léku allar í Föngum en Nína og Unnur voru einnig framleiðendur, ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Árna Filippusyni. Ragnar Bragason leik- stýrði en handritið skrifaði Margrét Örnólfsdóttir. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Unnur lék á móti eigin- manninum Birni Thors í Brot úr hjónabandi. Ljósmynd/Börkur Sigþórsson ’Við eignuðumst í raunheilbrigt barn en fór-um svo að átta okkur áþví að eitthvað væri að og var hún greind með CP níu mánaða. Þetta var mikið áfall, auðmýkjandi og þroskandi. Maður fær nýja sýn á lífið sem ég hef nýtt mér í leiklistinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.