Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 9
aftur í tímann í vikunni. „Þetta rifjast allt upp núna. Seinast var það pabbi sem hljóp út til að bjarga því sem bjargað varð, núna var það maðurinn minn. Pabbi segir að aðstæður hafi um margt verið líkar en sem betur fer höfðum við rafmagn núna. Það munaði miklu. Í 25 ár hefur maður verið að vinna úr þeirri lífsreynslu en er kominn svolítið á byrjunarreit aftur.“ Þrátt fyrir áfallið er ekkert fararsnið á Steinunni og fjöl- skyldu. „Það er ekki í boði að flytja; við viljum hvergi annars staðar búa. Flateyri og nágrenni er algjör náttúruperla og við njótum þess að búa hérna. Við munum á hinn bóginn berjast með kjafti og klóm fyrir því að bærinn verði gerður öruggur. Kom- ið hefur í ljós að snjórinn hefur frussast yfir varnargarðinn beggja vegna og því er vitaskuld ekki hægt að una. Á þessu þarf að finna lausn og tryggja öryggi okkar sem hér búum. Við getum ekki búið hér áfram við óvissu og óöryggi. Öll byggðin þarf að vera varin. Ég veit ekki hvað aðrir Flateyringar eru að hugsa en vona að þetta áfall verði ekki til þess að flæma þá í burtu.“ Fyrir utan heimili Steinunnar við Ólafstún, hún á bílinn til hægri en hinn flaug yfir snjóvegginn sem hún stendur á. Þessi hjólreiðakona lét ekki færðina aftra sér á leið frá Súgandafirði til Ísafjarðar. Morgunblaðið/RAX 19.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 gaia Borðstofustóll kr. 49 .900 nú kr. 39.920 Janúarútsala 10 - 50% afsláttur af öllum vörum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.