Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 24
Margt nýstárlegt bar fyriraugu á hátæknisýningusem haldin var í Las Ve- gas um liðna helgi. Sýningin nefnist Consumer Electronics Show og er áherslan þar á neytendur eins og nafnið ber með sér. Mikið er í deiglunni í þróun farar- tækja og var meðal annars sagt frá samstarfi Hyundai og Uber um að búa til fljúgandi leigu- bíla. Á sýningunni var að finna mat- reiðsluþjarka sem sjá um að skera mat- inn, grill sem skynjar hvenær maturinn er til og búnað til að rekja uppruna matarins. Snjallbúnaður af ýmsum toga var kynntur, allt frá gleraugum sem skynja þegar bílstjórar eru orðnir of þreyttir til að keyra til legghlífa, sem mæla frammistöðu knatt- spyrnumanna, og sundgleraugna, sem miðla upplýsingum í kafi og geta meira að segja tengst efnis- veitum á borð við Netflix til að gera sundferðir fram og til baka í lauginni bærilegri. Eitt fyrirtækið bauð upp á heyrnartæki sem geta þýtt jafn- harðan úr 20 tungumálum. Þá var kynntur margs konar snjallfatnaður sem getur fylgst með hjartslætti, blóðþrýstingi og annarri starfsemi líkamans. Slíkur búnaður gæti varið fólk fyrir falli og nýst til að greina til dæmis svefnvandamál og jafnvel geðræna kvilla. Eitt fyrir- tækið greindi frá því að í bígerð væri klæðnaður fyrir óléttar konur til að fylgjast með heilsu fósturs. Þá var kynnt tæki sem greinir moskítóflugur og sendir boð til not- andans þannig að hann geti drepið þær. Stutt mun vera í aðra kynslóð þessa tækis. Það mun einnig geta drepið flugurnar með því að senda af stað örlítið nanóflygildi. Ekki var gefið upp hvernig vopnum flygildið yrði búið. Líkan af dróna, fljúgandi farartæki, sem nefnist S-A1 og getur hafið sig til flugs og lent lóðrétt, var sýnt á kynningu á samstarfi Hyundai og Uber um fljúgandi leigubíla. Matreiðsluþjarkar frá Samsung sýna listir sínar á sýningunni í Las Vegas. Annar sneiðir og hinn mundar matarolíuna. Kafdróninn Biki er með hágæðamyndavél, kemst á 305 metra dýpi og rafhlaðan endist í tvær klukkustundir. Ýmsar forvitnilegar tækninýjungar voru kynntar á hátæknisýningu fyrir neytendur í Las Vegas fyrir viku. Kona með gagnaukin veruleikagler- augu sýnir virkni stoð- grindar með gervigreind sem virkar eins og þjálf- ari. Skyggnst inn í framtíðina í Las Vegas ’ Eitt fyrirtækiðbauð upp áheyrnartæki semgeta þýtt jafnharðan úr 20 tungumálum. AFP Matreiðslumeistarinn Aaron Sanchez lýsir því hvernig bálkakeðjutæknin er notuð til að rekja uppruna matvæla á meðan hann reiðir fram tacos. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2020 LÍFSSTÍLL Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Skiltagerð Ljósaskilti, álskilti, umferðarmerki LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.