Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2020 Þ að birtist mynd af formönnum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn skömmu áður en þyrla Landhelgis- gæslunnar flaug með þá á vettvang snjóflóðsins á Flateyri. Þeir voru glaðlegir á myndinni. Og eins og hendi væri veifað hófst opinber umræða um það hversu ósmekkleg og óviðeigandi sú „framkoma“ ráðherranna væri. Þau viðbrögð eru of dæmigerð fyrir umræðutakta sumra úr þeim hópi sem vill stýra tali hvers dags, snúa sem flestu á haus og helst láta þá umfjöllun hafa sem neikvæðust áhrif á tilfinn- ingar og skoðanir almennings. Og það tekst of oft, þótt margir sjái í gegnum þá tilburði. Vel má vera að ljósmyndarinn eða einhver annar á staðnum hafi sagt eitthvað skondið sem kallaði fram þetta bros ráðherranna í þeiri andrá sem myndin var tekin. Það væri þá ekki neitt að því og ekkert hafði það með hina alvarlegu atburði að gera. Hinar raun- verulegu skoðanir farþeganna á þeim höfðu heyrst og sést strax í kjölfar flóðsins. Og þeir undirstrikuðu það með því að hraða sér vestur með atbeina Land- helgisgæslunnar þegar annað flug gafst ekki. Í fram- haldinu er hafinn undirbúningur á réttum við- brögðum. Hitt er svo annað mál og hefur ekkert með ljós- myndina að gera að það var ástæða til að anda aðeins léttar. Sérfræðingar um snjóflóð segja að þetta hafi verið það mesta sem fallið hefur á manngerða vörn gegn þeim hér og sé sambærilegt við flóðið ógurlega 1995. Hver maður getur gert sér í hugarlund hversu byggðin á Flateyri hefði mátt sín ef ekki hefði verið brugðist svo kappsamlega við atburðunum þar og í Súðavík. Allt var það verk unnið í kapp við tíma, en þó þannig að vanda þurfti til rannsókna og undir- búnings, þreifa sig áfram. Hver og ein lausn og útfærsla varna vegna snjóðflóðahættu í byggð er einstök. Aðstæður gjörólíkar. Og stundum verður að horfast í augu við það að eini kosturinn sem komi til álita sé ekki óskalausn. Stóðst að mestu en betur má ef duga skal Í langflestum tilvikum er við ofurafl óorðinna nátt- úruhamfara að ræða. Séu aðstæður þannig sem oft- ast er að flóð verður ekki hamið við verstu aðstæður þarf að horfast í augu við það. Í sumum tilvikum á við inntak orðtaksins: Sá vægir (eða víkur) sem vitið hefur meira. Þegar gætir yfirþyrmandi aflsmunar er eini kosturinn að beina hættunni frá fólkinu sem á líf sitt og veraldlegar eignir undir. Það tókst að langmestu leyti á Flateyri núna. Sá sem horfir til fyrrnefnda hryllingsins fyrir vestan telur sér óhætt, án þess að út úr yrði snúið, að segja að leiðigarðarnir hafi gert sitt að mestu leyti núna. Það sé fagnaðarefni, vilji menn ekki tala um sigur. Og þá er ekki horft fram hjá óhugnaðinum sem unga hetjan Alma Sóley Ericsdóttir Wolf fékk að reyna og koðnaði ekki niður og sýndi aðdáunarverða stillingu. Auðvelt er að setja sig í spor móður hennar sem „rétt áður hafði kysst dóttur sína góða nótt, þegar snjóflóðið frussaðist yfir varnargarðinn“. Þær 40 mínútur sem það tók bjargvætti að finna stúlkuna hljóta að hafa komist næst því að vera eilífðartími fyrir hana og móðurina og reyndar alla þá sem voru meðvitaðir um hvað hafði gerst. Og gleðin yfir góðu fréttunum átti sér einnig fá mörk. Það varð vissulega verulegt eignatjón sem óþarft er að gera lítið úr. Stærstan hluta þess verður hægt að bæta. Gefa þeir sjálfum sér einkunnina? Iðulega er stjórnmálamönnum lýst sem ómerkingum og er það alþjóðleg mynd sem þá er upp dregin. Viðurkenna verði, segja menn, að þeir geti auðvitað ekki svikið meira en þeir hafi lofað, en þar með séu allir fyrirvarar upp dregnir. Og margvíslegar kann- anir sýna að fáir efast um að í slíkri einkunnagjöf um þessa „stétt“ sé allrar sanngirni gætt og ekki nokkur þörf á fyrirvörum varðandi þá niðurstöðu. Það er að vísu á mörkunum að hægt sé að tala um stjórnmála- menn sem stétt, að minnsta kosti er stéttarvitundin þar veik. Hver fylking á stjórnmálavellinum telur iðulega velgengni sína á kjósendamarkaði undir því komna að vel takist að koma því „yfir“ að allar hinar séu einstaklega ómerkilegar og óprúttnar, og þó sé sýnu verst að ekki sé aukatekið orð að marka neitt af því sem þær segja. Og útkoman úr þessu endurtekna leikriti áratug- um saman getur ekki orðið önnur en sú að það eitt sé óumdeilt að allir okkar kjörnu fulltrúar séu ómerki- legt skítapakk. Sem menn sjá þó innst inni að fær ekki staðist. En samt gerist það kraftaverk reglulega að drjúgur hluti landsmanna á kosningaaldri telur engu að síður rétt að draga þetta sama fólk í dilka, þótt það hafi allt verið eyrnamerkt með sama hætti: ómerkilegt aftan vinstra og lygið hægra. Ekki bara hér Í þingkosningum í Bretlandi í jólamánuðinum, sem var fyrsta eldraun Borisar Johnsons sem leiðtoga í landsmálum, var byggt á því hernaðarlega mati and- stæðinganna, að veikja yrði tiltrú á persónu Borisar, því að hún væri helsta aðdráttarafl flokksins í kosn- ingunum, ólíkt því sem var í tíð Theresu May. Gang- sett var vel útfærð áróðursherferð og tryggt að hver frambjóðandi annarra flokka en Íhaldsflokksins hefði sem fastan punkt í sínum ræðum og samtölum, hve stórbrotnar áhyggjur hann hefði vegna skorts á trúverðugleika forsætisráðherrans. Dæmin sem áttu að réttlæta óttann voru aðallega sótt í átta ára borgarstjóratíð Johnsons í Lundúnum. Þau áttu að sýna og sanna að Johnson væri alls ekki treystandi og óábyrgt væri að færa slíkum manni æðstu völd. Það var að vísu athyglisvert að þessar áherslur væru valdar þegar meginspurning kosninganna snerist um það, hverjir vildu standa við niðurstöðu úrslita um brexit og hverjir vildu svíkja sín fyrirheit í þeim efnum. Herbragðið hitti því andstæðinga Bor- isar sjálfa fyrir og hann vann stærri sigur en stuðn- ingsmenn hans höfðu þorað að láta sig dreyma um. Mikil loforð, sver og dýr Eftir snjóflóðin á Flateyri og Súðavík lofaði þáver- andi ríkisstjórn að hefja stórfelldar varnaraðgerðir gegn snjóflóðum nærri byggð. Við þau loforð var staðið og góð samstaða allra um það. Gerðar voru áætlanir um þau áform og lög sett um varnir gegn snjóflóðum árið 1997. Miklum fjármunum hefur Varnarsigur ’Iðulega er stjórnmálamönnum lýst sem ómerkingum og er það alþjóðlegmynd sem þá er upp dregin. Viðurkennaverði, segja menn, að þeir geti auðvitað ekki svikið meira en þeir hafi lofað, en þar með séu allir fyrirvarar upp dregnir. Reykjavíkurbréf17.01.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.