Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 8
Þetta leit ekkert svo rosalega illa út þegar ég leit fyrst útum gluggann en svo sá ég bíl á hvolfi í snjónum, svo ann-an og loks þann þriðja nokkra metra frá húsinu. Þá varð mér ljóst að eitthvað svakalegt hafði átt sér stað,“ segir Stein- unn Guðný Einarsdóttir, sem býr í Ólafstúni á Flateyri, í næsta húsi við húsið sem varð snjóflóðinu að bráð. Steinunn var ein heima ásamt tveimur sonum sínum, átta og fjögurra ára, þegar flóðið féll en maður hennar, Egill Ólafsson, sem er í björgunarsveitinni á staðnum, hafði skömmu áður ver- ið kallaður út til að huga að bátum í höfninni. Steinunn kveðst hafa verið mjög slegin þegar hún sá ná- grannakonu sína, Önnu Sigríði Sigurðardóttur, koma með börnin sín og að húsið hjá henni hefði fyllst af snjó og elsta dótt- irin grafist um tíma í flóðinu. „Ég fríkaði alveg út þegar ég átt- aði mig á þessu. Við erum innan varnargarðs hérna í götunni og þetta þýddi að flóðið hefði farið yfir garðinn. Það var hræðileg tilhugsun. Þetta hefði getað farið miklu verr; það er óhugnan- legast í þessu öllu saman. Það er ótrúlegt að við höfum öll kom- ist heil frá þessu.“ Hljóp í „móðursýkiskasti“ Steinunn kveðst hafa hlaupið í „móðursýkiskasti“ til foreldra sinna, sem einnig búa á Flateyri, með syni sína. Þeir voru að vonum í miklu uppnámi; sá yngri hálfsofandi í sænginni sinni. Þaðan lá leiðin niður á höfn með föður hennar, Einari Guð- bjartssyni, þar sem þau sáu strax að tjónið var gríðarlegt. „Ég fékk sting í magann þegar við komum niður eftir. Klukkutíma áður hafði ég verið þarna að leika mér á gönguskíðum. Núna var snjór og krapi yfir allri höfninni og bátur fjölskyldunnar, Blossi, sokkinn. Þetta var eins og í ýktustu hamfarakvikmynd- unum sem maður sér í sjónvarpinu.“ Foreldrar Steinunnar og bróðir gerðu Blossa út en sjálf hef- ur hún verið til sjós á bátnum. „Þetta er fjölskyldufyrirtækið en foreldrar mínir hafa verið í bátarekstri í fjörutíu ár. Tjónið er því eðli málsins samkvæmt mikið. Báturinn var til þess að gera nýr. Þetta er rosalegt högg og alveg ljóst að við þurfum á stuðn- ingi að halda til að byggja upp atvinnu hér á staðnum aftur, bæði frá sveitarfélaginu og ríkinu. Nú er hreinsun framundan, bátarnir verða dregnir upp og hugað að tryggingamálum. Það er í mörg horn að líta. Þetta er auðvitað nýskeð en maður hlýtur að velta fyrir sér hvort einhver treystir sér til að leggja í útgerð hér framar.“ Spurð hvað taki nú við svarar Steinunn: „Því er erfitt að svara. Maður er enn þá í sjokki og áfallið að síast inn. Óvissan er gríðarleg og upp úr stendur að maður er ekki lengur öruggur í efstu götunni í bænum. Ég er heima núna en við höfum ekki sof- ið hérna síðan flóðið féll. Foreldrar mínir taka það ekki í mál.“ Steinunn segir björgunarsveitina hafa staðið sig eins og hetjur við erfiðar aðstæður og kann þeim bestu þakkir fyrir vasklega framgöngu. „Þeir eru ekki alltaf í útköllum og helst þá minni málum en leystu þetta af aðdáunarverðu fumleysi og festu. Það veitir manni líka mikið öryggi að hafa varðskipið hérna. Ég veit ekki hvenær það fer en verð að viðurkenna að ég kvíði því svolítið.“ Rifjast allt upp núna Steinunn er Flateyringur í húð og hár. Hún var tólf ára þegar flóðið féll 1995 og segir að sér hafi í sviphendingu verið kippt Aftur á byrjunarreit Steinunn Guðný Einarsdóttir er slegin eftir að snjóflóð féll á götuna hennar á Flateyri í vikunni. Óöryggið er að vonum mikið en Steinunn segir þó ekki koma til greina að flytja burt frá staðnum. Öryggi íbúanna verði á hinn bóginn að tryggja. Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is SNJÓFLÓÐIN Á VESTFJÖRÐUM 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.