Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2020, Blaðsíða 29
óhjákvæmilega [andlát Pearts] gerði þetta ekkert auðveldara; það var allt loft úr mér þegar ég fékk fréttirnar. Þetta hlýtur að hafa kom- ið eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir alla hina sem höfðu ekki hug- mynd um veikindin,“ sagði Portnoy. Spurður um samskipti þeirra undir það síðasta svaraði Portnoy: „Ég geymdi alla tölvupóstana sem hann sendi mér og þegar ég settist niður til að lesa þá í gærkvöldi brast ég í grát – þetta sló mig illa og ég hágrét meðan ég var að lesa suma af þessum tölvupóstum.“ Í huga Portnoys var Peart einn af þeim stóru í rokksögunni. „Mér hef- ur ekki liðið svona síðan kannski John Lennon, John Bonham eða Frank Zappa [féllu frá]. Þetta hefur þannig áhrif á mig sem aðdáanda, rétt eins og milljónir aðdáenda Rush um allan heim. Það sem gerir þetta enn erfiðara er að við Neil vorum vinir en ég þekkti hvorki Lennon, Bonham né Zappa. Þess vegna er þetta enn hræðilegra.“ Andar gegnum tónlistina Lizzy Hale, söngkona málmbands- ins Halestorm, minntist Pearts á samfélagsmiðlum og sagði meðal annars: „Án ógurlegra hæfileika, tónlistarlegrar framsækni og brenn- andi nýsköpunar þessa goðsagna- kennda trymbils ... væri nútíma- trommuhetjan ekki til.“ Og Hale bætti við: „Neil, það má vera að þú hafir yfirgefið okkur í holdlegum skilningi en goðsögnin og þessi gullfallega sál munu ferðast áfram með okkur; lifa og anda gegn- um tónlistina. Hvíl í friði og krafti.“ Bill Ward, hinn upprunalegi trommari Black Sabbath, var einnig harmi sleginn á samfélagsmiðlum. „Eftir stendur ævistarf sem við get- um hrósað, spjallað um og dáðst að, vitandi að heimurinn er betri staður vegna sigra þinna. Allt sem þú gerð- ir og allt sem þú skapaðir er til þess fallið að auðga líf okkar sem eftir stöndum og nutum ástar þinnar og ástríðu. Ég er ekki í vafa um að við erum betri manneskjur fyrir vikið.“ Nancy Wilson, gítarleikari Heart, harmaði dauða Pearts á Twitter. „Svakalegir hæfileikar og djúpstæð áhrif á þróun rokksins. Hann var göldrum líkur hornsteinn í Rush- hofinu. Rush er og verður tímalaus.“ Sebastian Bach, fyrrverandi söngvari Skid Row, hlóð í mynd- band á YouTube til að votta Peart virðingu sína. „Neil Peart ... takk fyrir að láta hið ómögulega virka auðvelt. Takk fyrir að sýna okkur öll tækifærin sem tónlistin felur í sér. Takk fyrir að vera svona mik- ilvægur þáttur í lífi okkar allra. Mér líður í raun og sann eins og þú hafir tilheyrt fjölskyldunni. Tónlist þín mun lifa um aldur og ævi í hjörtum okkar.“ Todd Sucherman, trommari Styx, segir á samfélagsmiðlum að Peart hafi haft einstakan stíl við settið. Hann beinir líka sjónum að texta- höfundinum Peart og segir hann hafa haft óvenju sterka rödd, en Pe- art var helsti textahöfundur Rush gegnum tíðina. Hann sótti mikið í heimsbókmenntirnar við textagerð sína, vísindaskáldskap, goðafræði og heimspeki, svo fátt eitt sé nefnt, en það er ugglaust frekar sjaldgæft að trommuleikarar séu helstu texta- skáld rokkhljómsveita. Krafðist aldrei virðingar Scott Gorham, gítarleikari Thin Lizzy, gerði auðmýktina að umtals- efni í pistli sínum á samfélags- miðlum. „Neil krafðist aldrei virð- ingar; hún streymdi bara áreynslu- laust fram frá okkur öllum, tón- listarsamfélaginu og aðdáendunum. Hvíl í friði, Neil. Þú ert og verður ungum trymblum innblástur og við þig verður áfram miðað.“ Lars Ulrich, trommari Metallica, þakkaði Peart fyrir að veita sér inn- blástur og holl ráð, sérstaklega þeg- ar hann var að byrja í bransanum. „Takk fyrir að nenna að tala við ungan og grænan danskan tromm- ara um upptökur, búnað og mögu- leikana sem voru fyrir hendi ... Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir tromm- ara úti um allt með ástríðu þinni, nálgun, kröfum og ósvikinni tryggð gagnvart hljóðfærinu.“ Vel fer á því að ljúka þessari um- fjöllun um Neil Peart á orðum Just- ins Trudeaus, forsætisráðherra Kanada: „Við höfum misst goð- sögn,“ tísti hann. „En áhrif hans og arfleifð munu lifa áfram í hjörtum tónelskra í Kanada og úti um heim allan. Hvíl í friði, Neil Peart.“ AFP 19.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum GLUGGATJÖLD SJÓNVARP Von er á framhaldi bresku dramaþáttanna Save Me, sem RÚV sýndi í fyrra, á árinu og kallast þeir einfaldlega Save Me Too. Lennie James, sem einnig skrifar handritið, Suranne Jones og Stephen Graham eru öll áfram með, auk þess sem Lesley Manville slæst í hópinn. Aðalsöguhetjan, Nelly, á enn undir högg að sækja meðan hann heldur áfram að leita að dóttur sinni, sem hvarf í upphafi fyrstu seríunnar. Koma nýjar upp- lýsingar nú fram? Finnst dóttirin núna? Lesley Manville leikur í Save Me Too. AFP BÓKSALA 8.-14. JANÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Fórnarlamb 2117 Jussi Adler Olsen 2 Ketóflex 3-3-1 Þorbjörg Hafsteinsdóttir 3 Hin konan G. Hendricks/S. Pekkanen 4 Almanak Háskóla Ísl. 2020 Þorsteinn/Gunnlaugur/Jón Árni 5 Ný tölfræði f. framhaldssk. Björn Einar Árnason 6 Complete Persepolis Marjanne Satrapi 7 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 8 Tungutak – málsaga Ásdís/Elínborg/Sólveig 9 Svínshöfuð kilja Bergþóra Snæbjörnsdóttir 10 800 fastan Michael Mosley 1 Vigdís – bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring 2 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 3 Dagbók Kidda klaufa 11 Jeff Kinney 4 Harry Potter og visku- steinninn, myndskreytt J.K. Rowling 5 Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir 6 Orri óstöðvandi Bjarni Fritzson 7 Ofur Kalli og dularfulla ömmuhvarfið Camilla Läckberg 8 Ævintýri Lottu A. Pantermüller/ D. Kohl 9 Bold-fjölskyldan kemur til hjálpar Julian Clary 10 Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir Margrét Tryggvadóttir Allar bækur Barnabækur Mér áskotnuðust óvenjumargar nýjar bækur í nóvember og desem- ber og hef því þurft að hafa mig all- an við til að grynnka á bunkanum. Það sem ég hef lesið síðustu vikur eru upp til hópa fínar bækur, sumar hrein og klár afþreying eins og krimmarnir en svo eru það hinar sem maður gengur með í hausnum löngu eftir að lestri lýkur. Þar vil ég sérstaklega nefna bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Aðferðir til að lifa af, og Seltu eftir Sölva Björn Sigurðsson. Báðar af- skaplega ljóðrænar og fallegar sög- ur um mannlega tilveru í öllu sínu litrófi. Af krimmunum er ég búinn að lesa Þögn eftir Yrsu og Hvíta dauða Ragn- ars Jónassonar en sú bók sem kom mér hins vegar skemmtilegast á óvart í þessum flokki er Stelpur sem ljúga eftir Evu Björgu Ægisdóttur. Þar fer rísandi stjarna á himni íslensku glæpasögunnar. Þegar út kemur „ný“ Ástríks- bók fyrir jólin skiptumst við forn- vinir og fóstbræður, ég og Skúli Helgason, á slíkri bók og höfum gert frá árinu 1976. Reyndar var höggvið skarð í þessa hefð þegar engin Ástríksbók kom út um margra ára skeið. Ástæðan líklega sú höfundarnir Gosc- inny og Uderzo voru þá báðir horfnir á vit feðra sinna. En fyrir nokkrum árum gengu þeir aftur. „Nýjar“ Ástríks- bækur komu á markað og hefðin lifnaði við. Lestrarnámskeið með Bítlunum Bókin á náttborðinu þessa dagana er Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ og hún fer feykilega vel af stað. Önnur sem ég er spenntur fyrir er Undir fána lýð- veldisins sem er saga byltingarmannsins Hallgríms Hall- grímssonar. Svo verð ég að ná mér í bók Fram- aranna og snillinganna Frikka Þórs og Einars Kára, Með sigg á sálinni. Búinn að þekkja þá báða lengi, höf- um þjáðst saman í stúkunni svo ár- um skiptir, og ég veit að þeir kunna báðir að segja sögur ... og krydda. Ein ánægjulegasta lestrarupp- lifun mín í seinni tíð var fyrir rúmu ári þegar ég tók fram bók sem ég hafði átt í nær aldarfjórðung en bara flett og gripið niður í hér og þar. Þetta var The Beatles Anthology. Þarna tók ég mér tvo mánuði í að lús- lesa sögu uppá- haldshljómsveitar minnar, sagða af þeim sjálfum, og hafði til hliðar samnefnd þrjú albúm þar sem mátti finna sjaldgæfar upptökur og annað sem þeir voru að fjalla um í bókinni. Þetta var frábærlega skemmtilegt. SNORRI MÁR ER AÐ LESA Afturgenginn Ástríkur gleður gamlan Snorri Már Skúla- son er deildar- stjóri upplýsinga- og kynningarmála ASÍ.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.