Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Möguleg lokun Vínbúðanna vegna verkfalls BSRB Nánari upplýsingar um opnunartíma á vinbudin.is Vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða BSRB biðjum við viðskiptavini okkar að hafa í huga að komið gæti til lokunar Vínbúðanna mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. MÁN. ÞRI. MIÐ. FIM. FÖS. LAU. SUN. 9 10 11 12 13 14 15 VERKFALL OPIÐM A R S Þrjú framboð hafa borist til formanns hjá Fé- lagi eldri borg- ara í Reykjavík, FEB, en Ellert B. Schram mun láta af formennsku á næsta aðalfundi, 12. mars. Í framboði til formanns eru Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Borgþór Kjærne- sted og Haukur Arnþórsson. Sjaldgæft er að kosið sé um for- mann í FEB, því yfirleitt hefur hann verið sjálf- kjörinn. Sjö sitja í stjórn félagsins, að meðtöldum formanni, og þrír eru í varastjórn. Uppstilling- arnefnd bárust 16 framboð til stjórnar, einnig frá Hauki og Borgþóri ef þeir skyldu ekki ná kjöri til for- manns. Fyrir í stjórn FEB eru Ólafur Örn Ingólfsson og Róbert Bender, sem kosnir voru í fyrra til tveggja ára. Aðrir frambjóðendur til stjórn- ar eru Steinþór Ólafsson, Sverrir Örn Kaaber, Viðar Eggertsson, Finnur Birgisson, Geir A. Guð- steinsson, Gísli Baldvinsson, Ingi- björg Óskarsdóttir, Jón Kristinn Cortes, Kári Jónasson, María Krist- jánsdóttir, Sigrún Unnsteinsdóttir, Sigurbjörg Gísladóttir, Sigurður H. Einarsson og Steinar Harðarson. Þrjú gefa kost á sér hjá FEB  Ellert B. Schram hættir sem formaður Ingibjörg H. Sverrisdóttir Borgþór Kjærnested Haukur Arnþórsson „Pólverjar bera mikinn hlýhug til Íslendinga sem eru vel liðnir hér í landi. Og svo eru líka 20 þúsund manns frá Póllandi heima á Ís- landi,“ segir Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Guðni og Eliza Reid, eiginkona hans, eru nú með föruneyti sínu í þriggja daga opinberri heimsókn í Póllandi og komu til Gdansk í gær. Forsetinn hefur í heimsókninni meðal annars heimsótt Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veitir forstöðu, sem og Háskólann í Varsjá. Forsetafrúin hefur rætt við pólska rithöfunda og þá var efnt til hátíðarkvöldverðar sem Andrzej Duda, forseti Póllands, og Agata Kornhauser-Duda, eiginkona hans, stóðu fyrir. Með forsetanum í þessari heim- sókn er meðal annars Lilja Alfreðs- dóttir menntamálaráðherra sem ræðir við ýmsa í Póllandi um menntun og menningarmál. „Í viðræðum við fólk hér höfum við vakið máls á ýmsum mögu- leikum sem bjóðast í samskiptum þjóðanna. Einnig hef ég í ávörpum minnt á ýmis þau sameiginlegu gildi sem þjóðir heims eiga að hafa í hávegum; það er umburðarlyndi, víðsýni, mannréttindi og ástfrelsi,“ segir forsetinn Íslands, sem í dag mun skoða meðal annars Stríðs- minjasafnið í Gdansk. Heimsókn- inni lýkur síðdegis, en þá verður flogið heim til Íslands í gegnum Kaupmannahöfn. sbs@mbl.is Ræddi víðsýni og ástfrelsi AFP Forsetar Andrzej Duda Póllandsforseti og Guðni Th. Jóhannesson.  Forseti Íslands er í opinberri heimsókn í Póllandi Samkeppniseftirlitið hefur veitt Samtökum ferðaþjónustunnar, SAF, undanþágu frá banni við samkeppn- ishindrandi aðgerðum og samráði fyrirtækja, til að samtökin geti auð- veldað ferðaþjónustufyrirtækjum að bregðast við breyttum aðstæðum vegna kórónuveirunnar. Með þessu er Samkeppniseft- irlitið að bregðast við beiðni SAF þessa efnis, þannig að fyrirtækin geti betur gripið til aðgerða sem ætl- að er að verja eða auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu. Þetta gerir SAF m.a. kleift að standa fyrir umfjöllun um leiðir til að auðvelda viðskiptavinum aðild- arfyrirtækja að taka ákvarðanir um kaup á ferðaþjónustu og auka svig- rúm viðskiptavina til að bregðast við áhættu af útbreiðslu veirunnar. SAF geti brugðist við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.