Morgunblaðið - 05.03.2020, Page 25

Morgunblaðið - 05.03.2020, Page 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARS 2020 Möguleg lokun Vínbúðanna vegna verkfalls BSRB Nánari upplýsingar um opnunartíma á vinbudin.is Vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða BSRB biðjum við viðskiptavini okkar að hafa í huga að komið gæti til lokunar Vínbúðanna mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. MÁN. ÞRI. MIÐ. FIM. FÖS. LAU. SUN. 9 10 11 12 13 14 15 VERKFALL OPIÐM A R S Þrjú framboð hafa borist til formanns hjá Fé- lagi eldri borg- ara í Reykjavík, FEB, en Ellert B. Schram mun láta af formennsku á næsta aðalfundi, 12. mars. Í framboði til formanns eru Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Borgþór Kjærne- sted og Haukur Arnþórsson. Sjaldgæft er að kosið sé um for- mann í FEB, því yfirleitt hefur hann verið sjálf- kjörinn. Sjö sitja í stjórn félagsins, að meðtöldum formanni, og þrír eru í varastjórn. Uppstilling- arnefnd bárust 16 framboð til stjórnar, einnig frá Hauki og Borgþóri ef þeir skyldu ekki ná kjöri til for- manns. Fyrir í stjórn FEB eru Ólafur Örn Ingólfsson og Róbert Bender, sem kosnir voru í fyrra til tveggja ára. Aðrir frambjóðendur til stjórn- ar eru Steinþór Ólafsson, Sverrir Örn Kaaber, Viðar Eggertsson, Finnur Birgisson, Geir A. Guð- steinsson, Gísli Baldvinsson, Ingi- björg Óskarsdóttir, Jón Kristinn Cortes, Kári Jónasson, María Krist- jánsdóttir, Sigrún Unnsteinsdóttir, Sigurbjörg Gísladóttir, Sigurður H. Einarsson og Steinar Harðarson. Þrjú gefa kost á sér hjá FEB  Ellert B. Schram hættir sem formaður Ingibjörg H. Sverrisdóttir Borgþór Kjærnested Haukur Arnþórsson „Pólverjar bera mikinn hlýhug til Íslendinga sem eru vel liðnir hér í landi. Og svo eru líka 20 þúsund manns frá Póllandi heima á Ís- landi,“ segir Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Guðni og Eliza Reid, eiginkona hans, eru nú með föruneyti sínu í þriggja daga opinberri heimsókn í Póllandi og komu til Gdansk í gær. Forsetinn hefur í heimsókninni meðal annars heimsótt Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veitir forstöðu, sem og Háskólann í Varsjá. Forsetafrúin hefur rætt við pólska rithöfunda og þá var efnt til hátíðarkvöldverðar sem Andrzej Duda, forseti Póllands, og Agata Kornhauser-Duda, eiginkona hans, stóðu fyrir. Með forsetanum í þessari heim- sókn er meðal annars Lilja Alfreðs- dóttir menntamálaráðherra sem ræðir við ýmsa í Póllandi um menntun og menningarmál. „Í viðræðum við fólk hér höfum við vakið máls á ýmsum mögu- leikum sem bjóðast í samskiptum þjóðanna. Einnig hef ég í ávörpum minnt á ýmis þau sameiginlegu gildi sem þjóðir heims eiga að hafa í hávegum; það er umburðarlyndi, víðsýni, mannréttindi og ástfrelsi,“ segir forsetinn Íslands, sem í dag mun skoða meðal annars Stríðs- minjasafnið í Gdansk. Heimsókn- inni lýkur síðdegis, en þá verður flogið heim til Íslands í gegnum Kaupmannahöfn. sbs@mbl.is Ræddi víðsýni og ástfrelsi AFP Forsetar Andrzej Duda Póllandsforseti og Guðni Th. Jóhannesson.  Forseti Íslands er í opinberri heimsókn í Póllandi Samkeppniseftirlitið hefur veitt Samtökum ferðaþjónustunnar, SAF, undanþágu frá banni við samkeppn- ishindrandi aðgerðum og samráði fyrirtækja, til að samtökin geti auð- veldað ferðaþjónustufyrirtækjum að bregðast við breyttum aðstæðum vegna kórónuveirunnar. Með þessu er Samkeppniseft- irlitið að bregðast við beiðni SAF þessa efnis, þannig að fyrirtækin geti betur gripið til aðgerða sem ætl- að er að verja eða auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu. Þetta gerir SAF m.a. kleift að standa fyrir umfjöllun um leiðir til að auðvelda viðskiptavinum aðild- arfyrirtækja að taka ákvarðanir um kaup á ferðaþjónustu og auka svig- rúm viðskiptavina til að bregðast við áhættu af útbreiðslu veirunnar. SAF geti brugðist við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.