Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 2
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð við myglu-gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 18.890 Verð kr. 49.920 Verð kr. 35.850Verð kr.15.960 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi og landbúnaði í framleiðslu sem telst kerfislega eða efnahagslega mikilvæg vegna útflutningstekna eða matvælaöryggis landsins hafa undanþágu frá ákvæðum samkomu- banns stjórnvalda. Hámarksfjöldi starfsmanna er í þeim tilvikum 100 en ekki 20 á hverju vinnusvæði og með hlífðarbúnaði má mjókka 2 metra fjarlægðarmörkin á milli fólks. Eftir að samkomubannið var kynnt fékk heilbrigðisráðuneytið beiðnir um undanþágur, einkum vegna hámarksfjölda í einu rými og tveggja metra fjarlægðar milli starfsfólks. Tilgangur beiðnanna var að tryggja að framleiðslan gæti haldið áfram. Heilbrigðisráðuneytið ákvað, að höfðu samráði við sóttvarnalækni, Matvælastofnun og fleiri, að verða við því og tók undanþágan gildi um leið og samkomubannið. Ströng skilyrði eru fyrir undanþágunni. Miklar kröfur voru fyrir „Ég heyri ekki annað en að um leið og menn fengu þessa ákvörðun í hendur hafi þeir hafist handa við að laga starfsemi sína og vinnslu- sali að reglunum,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi, þegar hún er spurð um málið. Hún segir að fiskvinnslan hafi verið ágætlega undir það búin að takmarka hvers konar smitsjúk- dóma. „Þar eru gerðar miklar kröf- ur til þrifnaðar, starfsmenn eru alla jafna í hlífðarfatnaði og öllum þeim búnaði sem heilbrigðisstarfsmenn bera til að forðast smit.“ Í undanþágunni er fyrirtækjum gert að skipta starfsmönnum niður á nánar skilgreind svæði og tak- marka eins og kostur er samneyti á milli svæða. Aldrei skulu fleiri en 100 starfsmenn tilheyra skilgreindu svæði. Hins vegar séu ekki fleiri en 20 starfsmenn sem nýta sömu kaffi- stofu, salerni og búningsklefa. Ef ekki er unnt að halda tveimur metr- um á milli starfsmanna skulu þeir klæðast viðeigandi hlífðarbúnaði til að forðast smit. Matvælaiðnaður á undanþágu  Stóriðja, fiskvinnsla og kjötvinnsla starfa áfram að uppfylltum skilyrðum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fiskvinnsla Margir starfsmenn eru í vinnslustöðvum og standa oft þétt saman við færiböndin. Undanþága er veitt ef fólkið notar hlífðarbúnað. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við stöndum þétt við bakið á okkar fólki og gerum allt sem hægt er til að aðstoða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Starfsfólk utanríkisráðuneytisins hefur haft í nægu að snúast undan- farna daga við að aðstoða Íslendinga á ferðalögum víða um heim. Ferða- takmarkanir setja strik í reikninginn hjá mörgum og hefur ráðuneytið hvatt fólk til að snúa heim sem fyrst. Vísbendingar séu um að flugsam- göngur lokist innan örfárra daga. Töluvert hefur borið á því að Íslend- ingar eigi í erfiðleikum með að finna greiða leið heim vegna landamæra- lokana og hertra skilyrða fyrir milli- lendingum. Borist hafa fregnir af hópi þrjátíu manna sem eru stranda- glópar á Balí svo dæmi sé tekið. Gott samstarf við grannþjóðir Dagana 20.-23. mars sinnti borgaraþjónusta utanríkisráðu- neytisins hátt í 900 erindum og hefur þeim fækkað nokkuð frá fyrri viku. Dagana 14.-19. mars sinnti þjónustan um 2.000 erindum. Þó að fyrirspurn- um hafi fækkað nokkuð eru þær nú flóknari viðureignar, að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, deildarstjóra í ráðuneytinu. Guðlaugur Þór kynnti stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að það sé forgangsmál að hjálpa ferðalöngum heim. „Það má segja að öll utanríkisþjónustan sé borgaraþjónusta nú þótt við sinnum auðvitað öðrum málum. Starfsemi þjónustunnar hefur breyst mikið á skömmum tíma,“ segir hann. Borgaraþjónustan hefur unnið með Norðurlandaríkjunum að því að fylgjast með flugframboði og kort- leggja hvar Norðurlandabúar eru niður komnir sem gæti þurft að sækja ef þeir verða alveg innlyksa. Guðlaugur Þór hrósar samstarfi við nágrannaþjóðir okkar. „Við vinnum þetta ekki ein og eigum í þéttu samstarfi við Norðurlanda- ríkin. Fyrir utan bein símtöl sem ég hef átt við utanríkisráðherra þessara landa höfum við fundað og borgara- þjónustur landanna tala miklu oftar saman. Þetta er vitnisdómur um að norrænt samstarf virkar vel á erfið- um tímum og það er mikilvægt.“ 1.500 eru enn á Spáni Vel hefur verið tekið í beiðnir um að fólk skrái sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar. Hann er mikil- vægt tæki fyrir yfirvöld til að greina stöðuna hverju sinni. Nýjustu tölur sýna að 10.500 manns hafa skráð sig í grunninn á þeim fjórum vikum sem liðnar eru síðan hann var opnaður. Yfir 4.200 manns hafa brugðist við beiðni utanríkisráðuneytisins um að afskrá sig þegar heim er komið, svo að ljóst virðist að Íslendingar séu ágætlega með á nótunum. Þær upplýsingar fengust frá borg- araþjónustunni í gær að langstærsti hópurinn væri enn á Spáni. „Af rúm- lega 3.000 manns sem þar voru skráðir 19. mars virðist um helming- urinn hafa snúið heim nú þegar en þar eru ríflega 1.500 manns skráðir nú. Enn ber að hafa í huga að ein- hverjir gætu hafa flýtt heimferðar- degi án þess að tilkynna um það og að Íslendingar búsettir á Spáni virðast margir ætla að vera þar áfram,“ segir í svari ráðuneytisins til Morgun- blaðsins. Margir eru á heimleið  Um 4.500 Íslendingar í gagnagrunni utanríkisþjónust- unnar eru enn ytra  Ferðatakmarkanir hindra för margra Íslendingar á faraldsfæti 10.500 manns hafa skráð sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar frá 25. febrúar. 6.000 af þeim eru komnir heim til Íslands. 1.000 manns hafa skráð sig í grunninn frá því á föstudaginn. 4.500 sem skráðir eru í grunninn eru enn erlendis. Þar af eru 1.000 með áætlaða heimför fyrir mánaðamót en 2.500 með óvissan heimferðardag. Það bendir til þess að þeir dvelji langdvölum erlendis. Heimild: Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins 1.500 manns eru skráð- ir á Spáni. Þeir voru yfi r 3.000 í síðustu viku. 600 manns eru skráðir í Bandaríkj- unum. Rúmlega 460 eru skráðir á Norðurlöndunum. 260 manns eru skráðir í Bretlandi. Hafist verður handan innan tíð- ar við að stækka flugstöðina á Akureyri og stækka flughlað og malbika á Egilsstaðaflug- velli. Þetta er meðal fram- kvæmda sem ríkisstjórnin ætlar að leggja áherslu á að hefjist innan tíðar og er það hluti af viðleitni til að bregðast við efnahagslegum áhrifum vegna kórónuveirunnar. Þar voru margvíslegar ráðstafanir kynntar sem skapa eiga viðspyrnu og verður milljörðum króna til þeirra varið. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra greindi frá þessum ráðstöfunum í pistli á Facebook í gær. Hann segir mikilvægt að bregðast skjótt við aðstæðum í samfélaginu og þetta sé hluti af því. „Þrátt fyrir hrun í ferðaþjónustunni er brýn þörf fyrir uppbyggingu innviða og eru flugvellir einn af lykilþáttum fjárfestingar- átaksins,“ skrifar ráðherrann. Uppbygging Akureyrarflugvallar var ekki í fimm ára samgönguáætlun sem kynnt var í haust og sætti það mikilli gagnrýni meðal Norðlendinga. Sigurður Ingi sagði á þeim tíma að peningar til uppbyggingar flugvallar- ins væru ekki í augsýn. Nú er hins vegar áformað að verja allt að 600 millj. kr. til þessara verkefna. „Þetta er afar kærkomið, enda hef- ur þetta verið baráttumál okkar lengi,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar. Hann getur þess að nú sé kominn fullkominn aðflugsbúnaður á Akureyri. Frekari uppbygging á flug- vellinum sé brýnt hagsmunamál landsbyggðar og góð innspýting í efnahagslífið við núverandi aðstæður. Stækka flugstöðina á Akureyri Guðmundur Bald- vin Guðmundsson Tveir heilsugæslulæknar, þeir Sig- urður Halldórsson og Atli Árnason, sem sinna norðausturhorninu hafa óskað eftir því að með tilliti til varna vegna kórónuveirunnar verði al- menn umferð inn á þjónustusvæði þeirra, sem nær frá Jökulsá á Fjöll- um við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, stöðvuð. Vöru- flutningar verði ströngum skilyrðum háðir og þeir sem inn á svæðið komi fari í tveggja vikna sóttkví. Öðrum verði vísað frá. Sóttvarnalæknir tel- ur ekki ástæðu til slíkra aðgerða. Í bréfi sem læknarnir sendu frá sér benda þeir á að ekkert smit hafi enn greinst á þessu afmarkaða svæði. Þeir hafi verið mjög virkir í því að fólk sem þarna býr og komið hefur frá áhættustöðum fari í sjálf- skipaða sóttkví. Þetta sé gert meðal annars vegna þess að á svæðinu búi margir áhættusjúklingar sem séu út- settir fyrir kórónuveirunni. Raufar- höfn sé til dæmis sjúkdómsþyngsta svæði landsins samkvæmt mæling- um heilsugæslu. Á norðausturhorn- inu sé sömuleiðis langt í alla aðstoð og ekki megi mikið út af bregða. Smit í samfélaginu séu almennt að aukast og líkurnar á að kórónuveiran berist í þennan landshluta aukist stöðugt. Engan tíma megi missa, enda sé þetta tillaga sem öllum geti nýst. Þjónar ekki tilgangi Aðgerðarstjórn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði í gær um þetta með Þórólfi Guðnasyni sótt- varnalækni og Víði Reynissyni yfir- lögregluþjóni. Niðurstaðan þar var sú að lokun afmarkaðs landshluta þjónaði ekki tilgangi sínum fremur en að loka landinu öllu. Slíkt fremur frestaði vanda en leysti hann og óvíst væri þá hversu lengi svæðið yrði lok- að. Að setja fólk í sóttkví, eins og gert hefði verið á þessu svæði, hefði til þessa dugað vel. Lokun svæða skilaði ekki árangri nema hún væri algjör og stæði yfir í langan tíma. sbs@mbl.is Svæði verði lok- að í varnarskyni  Læknar vilja enga umferð á norð- austurhornið  Tillögunni hafnað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Raufarhöfn Sjúkdómaþyngsli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.