Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 KÓRÓNUVEIRUFARALDUR www.aman.is Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is er okkar fag Víngerð Nýttu þér frábæra netverslun Ámunnar www.aman.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kórónuveiran breiðist nú hratt um landið og í gær var fyrsta tilfelli hennar á Austurlandi staðfest. Sá sem er smitaður er ekki mikið veik- ur. Þá fjölgaði Vestlendingum sem eru í sóttkví í gær um 18 og eru þeir nú samtals 281. Langflestir eru þeir á Akranesi eða 134 talsins og 62 í Borgarnesi. Alls hafa fimm á Vestur- landi greinst með sjálfa veiruna, tveir í Stykkishólmi og þrír í Borgar- firði. Fámennt samfélag og mikil nánd Í Húnaþingi vestra, þar sem kór- ónuveiran hefur verið sérstaklega aðsópsmikil voru 289 manns í sóttkví í gær og 14 hafa greinst veikir. Þá er beðið útkomu rannsókna á sýnum úr alls 35 manns. „Hér í Húnaþingi vestra búa um 1.200 manns. Þetta er því fámennt samfélag en samskipti fólks mikil og oft náin, til dæmis í tengslum við starf grunnskólans. Það er ein af hugsanlegum skýring- um þess af hverju veiran hefur svo mjög látið á sér kræla hér,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri. Hertar reglur samkomubanns gengu í gildi í fyrrinótt og hafa það megininntak að undir sama þaki mega ekki vera fleiri en 20 manns, fjarlægð milli fólks a.m.k. tveir metr- ar og gott aðgengi sé að handþvotti og spritti. Víðir Reynisson yfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sagði á blaðamannafundi í gær að nú virkaði ekkert í samfélaginu lengur eins og var – og mikilvægt væri að fólk fylgdi reglunum. Nokkuð virtist, samkvæmt tillkynningum sem lög- reglu hefðu borist, að fólk áttaði sig ekki á alvarleika mála. Þá hefðu margir óskað eftir undanþágum frá banninu. Viðurlög við brotum á því kæmu fljótlega og væri nú beðið upplýsinga þar um frá ríkissaksókn- ara. Undanþága frá mannfjöldatak- mörkunum í samkomubanni gildir í matvöruverslunum, að teknu tilliti til fermetrafjölda og að tveggja metra reglan sé virt. Þannig mega til dæm- is 100 viðskiptavinir vera inni í nokkrum af stærri verslunum Krón- unnar og 150 í Lindum í Kópavogi. Þurfa fleiri pinna Eins og fram hefur komið hefur hörgull á sýnatökupinnum verið þess valdandi að ekki hefur verið hægt að taka sýni úr öllum sem þyrfti og vilja með tilliti til hugsanlegs kóróna- smits. Landspítalinn á hins vegar von á pinnum bráðlega og einnig er verið að framleiða slíka hjá Össuri. Nú er að fara yfir hvort pinnar þess- ir standist gæði og kröfur frá Össuri, en í pakkanum yrðu alls 20 þúsund stykki. Sem sakir standa eru 2.000 sýnatökupinnar til á landinu, sem þykir vera hvergi nærri nóg. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 7 760 Útlönd 0 3 Austurland 1 117 Höfuðborgarsvæði 509 4.740 Suðurnes 30 420 Norðurland vestra 14 396 Norðurland eystra 8 356 Suðurland 74 963 Vestfirðir 1 201 Vesturland 4 249 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Erlendis Óþekktur 42%26% 32% 10.658 sýni hafa verið tekin 56 einstaklingar hafa náð bata 1.594 hafa lokið sóttkví 13 eru á sjúkrahúsi 2 einstaklingar eru látnir 2 á gjör-gæslu 597 manns eru í einangrun Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar 28.2.29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3. 17.3. 18.3. 19.3.20.3.21.3.22.3.23.3. Upplýsingar eru fengnar af covid.is og landspitali.is 648 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 8.205 hafa verið settir í sóttkví 600 500 400 300 200 100 648 Útbreiðslan um landið er hröð  Kórónuveiran er komin á Austurland  289 eru í sóttkví í Húnaþingi vestra  Stífar mannfjöldatak- markanir en undanþágur gilda í matvörubúðum  Hörgull á sýnatökupinnum en þó er von í stöðunni Ljósmynd/Lögreglan Daglegt Þríeykið Víðir, Þórólfur og Alma og t.h. er Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Af því fólki sem er nýgreint með smit er 60% þess nú þegar í sóttkví. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfesta að þær aðgerðir og aðferðir gegn kórónuveirunni sem beitt hefur verið á Íslandi séu að virka. Reiknilíkan sér- fræðinga sýnir að meðaltals- fjölgun greindra hér sé áfram ein sú minnsta í Evrópu. Því er hvetjandi að halda áfram á sömu braut í aðgerðum, enda miði þær allar að því að draga úr smitum. Um samgöngubann segir Þór- ólfur það ekki vera í bígerð. Reynsla og fræði sýni að slíkt fresti faraldri um hríð, en ef lok- að sé milli landshluta komi veir- an upp aftur þegar opnað verði aftur, þá hugsanlega sem alveg nýr faraldur. Í dag er talið að kórónufarald- urinn geti tekið 6-8 vikur. Nýtt spálíkan um þróun mála verður gefið út í dag og gert er ráð fyrir að teymi sérfræðinga frá Land- spítala og Háskóla Íslands sem vinnur að þessum útreikningum kynni spá sína á morgun. Aðferðirnar eru að virka TEKUR 6 TIL 8 VIKUR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef mestar áhyggjur af því fólki sem býr eitt og hefur kannski ekki marga að baki sér. Með því þurfum við að líta sérstaklega til,“ segir Þór- unn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka eldri borgara. Vegna kórónu- veirunnar segist hún fylgjast með umbjóðendum sínum og að- stæðum þeirra. Reynt sé að koma til móts við fólk við erfiðar að- stæður í málum sem séu flókin úrlausnar. Sveitar- félögin og velferðarþjónusta þeirra sé að vinna gott starf og líta til með eldra fólki, sem hún hvetji aðstand- endur þess líka til að gera. Einnig sé mikilvægt að eldra fólk viðhaldi sín- um daglegu venjum, svo sem að fara út í gönguferðir, og borði áfram holl- an og næringarríkan mat. Mikið hefur mætt á starfsfólki vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar vegna kórónuveirunnar, en stokka þurfti allt upp og loka til dæmis félags- miðstöðvum eldri borgara og starfs- aðstöðu fatlaðs fólks á skammtíma- dvöl fyrir fötluð ungmenni. Á vel- ferðarsviði eru 135 starfsmenn í sóttkví og fimm í einangrun. Alls 35 notendur sem búa í íbúðakjörnum og sambýlum eða fá þjónustu heim eru í sóttkví og einn er í einangrun. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri vel- ferðarsviðs, segir allt kapp lagt á smitvarnir til dæmis í íbúðakjörnum fyrir fatlaða, en mjög flókið sé að sinna þjónustu við íbúa þar sem smit- aðir séu. Þegar svo sé þurfi starfsfólk að fara í sóttkví og ráða þurfi nýtt fólk. Velferðarsvið Reykjavíkur rekur sautján félagsmiðstöðvar fyrir eldri borgara og nú býðst þeim sem hafa borðað í félagsmiðstöðvunum að fá heimsendan mat – og þiggja 459 manns nú þá þjónustu. Loka þurfti dagdvöl fyrir heilabilað fólk á Vita- torgi og dagdvölinni í Þorraseli. Þessi ráðstöfun var endurskoðuð og á Vita- torgi er nú tekið á móti fólki sem lífs- nauðsynlegt er að rjúfa einangrun hjá. Þorrasel fylgir þeim eftir sem hafa sótt dagdvölina með símtölum og öðrum tilboðum um þjónustu og félagsskap. Heimsóknarbann er á hjúkrunarheimilunum Droplaugar- stöðum og Seljahlíð. Álag á heilbrigðiskerfið eykst jafnt og þétt vegna ástandsins – og reynt er að veita aðstoð sem mest í gegnum netið. Á vefinn heilsuvera.is komu í gær alls 805 fyrirspurnir og búið er að setja þar upp skráningu með raf- rænum skilríkjum varðandi sóttkvíar. Álag á velferðarkerfið er mikið og fer vaxandi  Eldra fólkið haldi venjum í lífi  Velferðarsvið bregst við Þórunn Sveinbjörnsdóttir Morgunblaðið/Ómar Ganga Mikilvægt er að halda takti og hreyfa sig á tímum veirunnar. Alls eru nú um 680 komnir í bakvarðasveit heilbrigðisstétta, en á vegum heilbrigðisyfirvalda hefur verið kallað eftir því að fólk sem liðsinni getur veitt í krafti menntunar sinnar gefi sig fram. Nemar í hjúkrunar- og læknisfræði hafa nú bæst í hópinn. Opnað hefur verið fyrir skráningu þeirra og hafa þegar 37 læknanemar skráð sig og 6 nemar í hjúkrunar- fræði, samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls eru hjúkrunarfræðingarnir sem nú hafa gefið sig fram 195 talsins, sjúkraliðarnir eru 168, læknarnir 78, alls 71 sjúkraflutningamaður hefur stimplað sig inn og lyfjafræðingarnir eru 43. Þá hafa átján geislafræðingar boðið fram þjónustu sína og 17 lyfjatæknar. Bætist hratt í bakvarðasveitina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.