Morgunblaðið - 25.03.2020, Blaðsíða 32
„Ég upplifi enga verki í dag og
er aftur farinn að njóta þess
að styðja við heilsu mína með
hreyfingu, þökk sé Nutrilenk.“
Kristófer Valdimarsson, 81 árs.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
Innihaldsefni í Nutrilenk:
n Kondrótín sem er unnið úr fiskibeinum,
aðallega frá hákörlum
n Kalk sem er nauðsynlegt fyrir viðhald
eðlilegra beina.
n Mangan sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra
beina sem og eðlilegra myndun bandvefja.
n D-vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra
beina og vöðvastarfsemi.
n C-vítamín sem stuðlar að eðlilegri myndun
kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina og
brjósks og er þekkt fyrir að draga úr þreytu
og lúa.
2-3ja
mánaðaskammtur íhverju glasi
LIÐVERKIR
STIRÐLEIKI
BRAK Í LIÐUM
Salan á myndabókinni Ég vil ekki þvo mér um hendurnar!
eftir Tony Ross, sem fyrst kom út 2001, jókst um
2.000% í Bretlandi seinustu fjórar vikur. Í frétt The
Guardian kemur fram að Ross skrifaði bókina til handa
börnum sínum til að kenna þeim mikilvægi handþvottar.
Bókin fjallar um litla prinsessu sem beðin er að þvo sér
um hendurnar í hvert sinn sem hún hefur hnerrað, klapp-
að hundinum sínum, leikið sér úti við eða farið á klósett-
ið. „Svo virðist sem bókin hjálpi foreldrum, sem nú þurfa
að vinna heima og jafnframt sinna heimakennslu, að
kenna börnum sínum mikilvægi handþvottar án þess að
hræða þau. En handþvottur er lykilatriði í því að hefta út-
breiðslu kórónuveirunnar,“ segir útgefandi bókarinnar.
Litla prinsessan kennir handþvott
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 85. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Skagann vantaði framkvæmdastjóra og knattspyrna
er mitt svið. Áhugi minn og Skagamanna á fótbolta fer
mjög vel saman,“ segir Geir Þorsteinsson, fyrrverandi
formaður Knattspyrnusambands Íslands, sem er á leið
í nýtt starf sem framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags
ÍA á Akranesi. »26
Áhugi minn og Skagamanna
á fótbolta fer vel saman
ÍÞRÓTTIR MENNING
kaupa mér flík, kápu eða annað, borgaði ég tíu krónur
inn á hana til að festa mér hana og var svo þrjá mánuði
að borga hana upp. Þá fékk ég hana fyrst afhenta og
þannig á það að vera. Þetta snerist um að standa í
skilum.“
Vegna afmælisins fékk Judith skjal frá forseta Íslands
eins og venja er. „Ég verð að passa það vel því ég er sú
fyrsta í þessari ætt til að fá svona skjal. Þú verður að
fara vel með þig, vinurinn, svo þú fáir svona skjal, þegar
þú verður 100 ára.“
Judith er bjartsýn og þegar henni leist ekki á veður-
spána söng hún ljóðið Lóan er komin eftir Pál Ólafsson.
„Ég verð að létta mér lundina á meðan ég er í sóttkví og
enginn má koma til mín. Ég söng þetta heilan eftir-
miðdag. Lóan kom tveimur dögum seinna. Hún er mesti
vorboðinn, en svona erum við gamla fólkið tengd náttúr-
unni. Ég var ekki með neitt júróvisjónlag.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Judith Júlíusdóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu 19. mars
síðastliðinn og er ánægð með gang mála í Seljahlíð.
„Þetta er dásamlegt, ég er hress og kát og lifi enn á af-
mælissöngnum sem barnabörnin sungu fyrir mig. Þau
voru úti og ég fór niður, rétt eins og þegar litlu börnin
koma 17. júní og syngja fyrir okkur.“
Margt hefur á daga Judithar drifið síðan hún fæddist á
Atlastöðum í Fljótavík á Hornströndum, dóttir Júlíusar
Geirmundssonar, bónda og sjósóknara, og Guðrúnar
Jónsdóttur. Hún var níunda í röðinni af 12 systkinum og
segir æskuárin hafa verið kafla út af fyrir sig. „Ég hefði
hvergi annars staðar viljað alast upp,“ segir hún og bæt-
ir við að hún hafi aldrei fundið fyrir fátækt. „Maður finn-
ur ekki fyrir því sem maður þekkir ekki. Allir voru
ánægðir með sitt. Við höfðum nóg að borða, vorum bæði
með sjóinn og landbúnaðinn.“ Hún áréttar að allir af
sinni kynslóð hafi verið ánægðir í Aðalvík og Fljótavík.
„Þar var gott að vera.“
Vestfirðingar klára sig
Eins og venjan var byrjaði Judith snemma að vinna,
fyrst að hjálpa til heima og var síðan barnfóstra á Ísa-
firði frá 14 ára aldri þar til hún flutti suður 17 ára gömul.
„Það var ekki allt sem býðst í dag,“ rifjar hún upp. „Í
mína tíð var maður fullorðin 14 ára og fór að vinna fyrir
sér. Enga atvinnu var að fá fyrir unga stúlku norður á
Hornströndum og eftir að ég flutti til Reykjavíkur hef ég
búið hér nema hvað ég vann eitt ár hjá klæðskeranum á
Ísafirði við að sauma karlmannaföt.“
Eiginmaður Judithar var Stefán Ólafsson, sem and-
aðist 1974, og eiga þau fjögur börn. Hún er snyrtifræð-
ingur og rak eigin stofu. Hjónin voru líka með Tösku-
gerðina Laufásvegi 61 og framleiddu margar tegundir af
töskum og pokum. Vinnustofan var í kjallaranum en þau
bjuggu uppi. „Við stóðum í því í 30 ár að búa til poka og
íþróttatöskur.“ Hún segir gott að hafa búið og unnið í
sama húsi. „Ég var alltaf heima þegar börnin komu úr
skólanum og gat unnið það sem ég vildi.“ Leggur áherslu
á að hún hafi aldrei verið veik. „Ég hef ekki legið í rúm-
inu nema þegar ég var að eiga krakkana. Ég hef verið
ákaflega hraust og við höfum yfirleitt verið það þessir
Vestfirðingar úr Aðalvíkinni. Vestfirðingar klára sig
hvar sem þeir eru.“
Allt hefur leikið í höndunum á Judith. Undanfarin ár
hefur hún búið til muni úr leir og í byrjun aldarinnar tók
hún upp á því að hanna og prjóna kjóla á um 100 barbí-
dúkkur, sem hún keypti í Góða hirðinum og gaf síðan
börnum og barnabörnum. „Ég hef alltaf þurft að hafa
eitthvað á milli handanna og mér þótti gaman að hugsa
upp nýja flík.“
Hún segir lán sitt hafa verið að hafa alla tíð umgengist
gott fólk og verið hjá góðu fólki. „Mér var kennt að fara
vel með mína hluti og eyða ekki of miklu. Þegar ég vildi
Judith 100 ára ekki
með júróvisjónlag
Var kennt að fara vel með og segir málið að standa í skilum
100 ára Judith Júlíusdóttir með skjalið frá forsetanum.